Krísan yfirstaðin: Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki með samtals 36 mörkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2016 14:15 Vörn Selfoss réði ekkert við Adam Hauk Baumruk í gær en skyttan unga skoraði 11 mörk. vísir/anton Haukar hafa verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi vetrar og töpuðu fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni. Þá duttu Haukar líka úr leik fyrir sænska liðinu Alingsås í EHF-bikarnum. Nú er öldin önnur. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og líta gríðarlega vel út. Haukar byrjuðu á því að vinna Stjörnuna, 28-33, og Gróttu, 34-32, en það er í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa virkilega blómstrað. Í síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Gunnar Magnússon hefur barið í brestina hjá Haukum sem eru komnir á sigurbraut.vísir/antonÍ síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Haukar unnu Eyjamenn með átta mörkum, Aftureldingu með átján mörkum og Selfoss með tíu mörkum í gær. „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel,“ bætti þjálfarinn við en hann leitaði til vinar síns, Dr. Viðars Halldórssonar, þegar sem verst gekk hjá Haukum.Doktorinn sem hjálpaði Haukum.vísir/hjörturh„Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is. „Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Haukar eru núna í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Haukar mæta Val á heimavelli í næstu umferð. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00 Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Haukar hafa verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Íslandsmeistararnir voru ólíkir sjálfum sér í upphafi vetrar og töpuðu fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í Olís-deildinni. Þá duttu Haukar líka úr leik fyrir sænska liðinu Alingsås í EHF-bikarnum. Nú er öldin önnur. Haukar hafa unnið fimm leiki í röð og líta gríðarlega vel út. Haukar byrjuðu á því að vinna Stjörnuna, 28-33, og Gróttu, 34-32, en það er í síðustu þremur leikjum sem þeir hafa virkilega blómstrað. Í síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Gunnar Magnússon hefur barið í brestina hjá Haukum sem eru komnir á sigurbraut.vísir/antonÍ síðustu þremur umferðum hafa Haukar mætt Íslandsmeistaraefnum ÍBV, toppliði Aftureldingar og sterku liði Selfoss og unnið þessa leiki með samtals 36 mörkum.Haukar unnu Eyjamenn með átta mörkum, Aftureldingu með átján mörkum og Selfoss með tíu mörkum í gær. „Þetta hefur verið frábær vika. Við vorum á eftir þessum liðum og vissum að við þyrftum að spýta í lófana. Frammistaðan á vellinum er það sem gleður mig mest. Varnarleikurinn er allt annar, markvarslan stöðugri og sóknin góð. Ég er ánægður með það,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Vísi eftir leikinn í gær. „Það er allt önnur holning á liðinu í dag og það er sama hver kemur inn á, það eru allir klárir og skila sínu. Það er leikið þétt og það er gott að geta nýtt hópinn vel,“ bætti þjálfarinn við en hann leitaði til vinar síns, Dr. Viðars Halldórssonar, þegar sem verst gekk hjá Haukum.Doktorinn sem hjálpaði Haukum.vísir/hjörturh„Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is. „Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Haukar eru núna í 3. sæti deildarinnar með 14 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Haukar mæta Val á heimavelli í næstu umferð.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45 Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00 Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 40-30 | Annar stórsigur Hauka í röð Haukar unnu sinn fimmta leik í röð þegar þeir pökkuðu Selfossi saman, 40-30, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 17. nóvember 2016 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 17-35 | Burst í stórleiknum Haukar rúlluðu yfir Aftureldingu, 17-35, þegar liðin mættust í 11. umferð Olís-deildar karla í dag. 13. nóvember 2016 17:45
Grétar Ari: Var með smá samviskubit Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. 10. nóvember 2016 20:33
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 32-24 | Stórsigur Hauka gegn ÍBV Haukar unnu öruggan 32-24 sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik að Ásvöllum í kvöld. Haukar fara því uppfyrir Eyjamenn í töflunni sem hafa tapað fjórum leikjum í röð í deildinni. 10. nóvember 2016 21:00
Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Haukar unnu aðeins einn af fyrstu fjórum leikjunum í Olís-deild karla og þá hringdi þjálfarinn í góðan vin sinn. 8. nóvember 2016 15:15