Grétar Ari: Var með smá samviskubit Smári Jökull Jónsson skrifar 10. nóvember 2016 20:33 Grétar Ari í landsleiknum gegn Tékkum. vísir/ernir Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira