Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2016 19:04 Lewis Hamilton var fljótastur í tímatökunni í dag. Vísir/Getty Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Hamilton ætlar sér greinilega ekki að gefa eftir í titilbaráttunni. Ræsingarnar hafa þó ekki verið hans sterkasta hlið í ár. Eins hefur ökumaðurinn í öðru sæti unnið síðustu þrjár keppnir í Texas.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í fyrstu lotunni, hann var einum tíunda á undan liðsfélaga sínum, Rosberg. Red Bull bílarnir voru næstir á eftir Mercedes í fyrstu lotu, þeir voru fljótastir á þriðju æfingunni rétt fyrir tímatökuna. Í fyrstu lotu duttu Manor ökumennirnir út ásamt Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren, Kevin Magnussen á Renault og Romain Grosjean á Haas. Það voru mikil vonbrigði fyrir Haas liðið að koma ekki báðum bílum upp úr fyrstu lotu á heimavelli.Daniel Ricciardo komst næst Mercedes í dag.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn gátu farið í gegnum aðra lotuna án þess að nota mýkstu dekk helgarinnar. Þeir settu nógu góðan tíma á mjúku dekkjunum til að komast í gegn. Sama gerði Verstappen á Red Bull. Ricciardo gerði öfugt við liðsfélaga sinn og var fljótastur í lotunni á ofur-mjúkum dekkjum. Mercedes menn voru rétt á eftir Ricciardo en á harðari dekkjum. Í annarri lotu féllu úr leik; Fernando Alonso á McLaren, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Sergio Perez á Force India, Esteban Gutierrez á Haas, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Kvyat skrifaði undir nýjan samning við Toro Rosso á dögunum og verður áfram með liðinu á næsta ári. Þvert á það sem margir töldu eftir slakt gengi hans á tímabilinu.Þriðja lotaRosberg klúðraði fyrstu beygjunni í sinni fyrri tilraun í síðustu lotunni. Hamilton byrjaði á því að taka ráspólinn. Munurinn var þó einungis 0,072 sekúndur á Mercedes mönnum. Rosberg svaraði fyrir sig en Hamilton átti meira inni þegar hann ók sinn lokahring og náði ráspól. Riccardo varð þriðji.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Hamilton ætlar sér greinilega ekki að gefa eftir í titilbaráttunni. Ræsingarnar hafa þó ekki verið hans sterkasta hlið í ár. Eins hefur ökumaðurinn í öðru sæti unnið síðustu þrjár keppnir í Texas.Fyrsta lotaHamilton var fljótastur í fyrstu lotunni, hann var einum tíunda á undan liðsfélaga sínum, Rosberg. Red Bull bílarnir voru næstir á eftir Mercedes í fyrstu lotu, þeir voru fljótastir á þriðju æfingunni rétt fyrir tímatökuna. Í fyrstu lotu duttu Manor ökumennirnir út ásamt Felipe Nasr á Sauber, Jenson Button á McLaren, Kevin Magnussen á Renault og Romain Grosjean á Haas. Það voru mikil vonbrigði fyrir Haas liðið að koma ekki báðum bílum upp úr fyrstu lotu á heimavelli.Daniel Ricciardo komst næst Mercedes í dag.Vísir/GettyÖnnur lotaMercedes menn gátu farið í gegnum aðra lotuna án þess að nota mýkstu dekk helgarinnar. Þeir settu nógu góðan tíma á mjúku dekkjunum til að komast í gegn. Sama gerði Verstappen á Red Bull. Ricciardo gerði öfugt við liðsfélaga sinn og var fljótastur í lotunni á ofur-mjúkum dekkjum. Mercedes menn voru rétt á eftir Ricciardo en á harðari dekkjum. Í annarri lotu féllu úr leik; Fernando Alonso á McLaren, Daniil Kvyat á Toro Rosso, Sergio Perez á Force India, Esteban Gutierrez á Haas, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Kvyat skrifaði undir nýjan samning við Toro Rosso á dögunum og verður áfram með liðinu á næsta ári. Þvert á það sem margir töldu eftir slakt gengi hans á tímabilinu.Þriðja lotaRosberg klúðraði fyrstu beygjunni í sinni fyrri tilraun í síðustu lotunni. Hamilton byrjaði á því að taka ráspólinn. Munurinn var þó einungis 0,072 sekúndur á Mercedes mönnum. Rosberg svaraði fyrir sig en Hamilton átti meira inni þegar hann ók sinn lokahring og náði ráspól. Riccardo varð þriðji.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15
Wolff: Nýjar reglur setja Formúlu 1 á upphafsreit 2017 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segist telja að Formúla 1 verði "komin aftur á upphafsreit,“ á næsta tímabili, þökk sé nýjum reglum. 17. október 2016 10:30
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30