Formúla 1

Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en þriðji á þeirri næstu.
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins en þriðji á þeirri næstu. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.

Fyrri æfingin

Nico Rosberg á Mercedes varð annar á æfingunni, hann var þremur tíundu úr sekúndu á eftir Hamilton.

Max Verstappen á Red Bull varð þriðji á æfingunni og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Þeir voru báðir næstum tveimur heilum sekúndum á eftir Hamilton.

Yfirburðir Mercedes voru gríðarlegir á æfingunni. Það verður innbyrðis barátta Mercedes manna sem mun fanga augu flestra um helgina.

Munurinn er 33 stig, Rosberg í vil og Hamilton þarf nauðsynlega að vinna keppnina á sunnudag til að reyna að saxa á forskot liðsfélaga síns. Hann byrjaði helgina vel.

Nico Rosberg ekur út úr bílskúr Mercedes liðsins á seinni æfingu dagsins.Vísir/Getty
Seinni æfingin

Rosberg svaraði liðsfélaga sínum á seinni æfingu dagsins, hann var fljótastur. Hamilton varð þriðji á seinni æfingunni.

Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar á seinni æfingunni. Ástralinn var tæplega tveimur tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði átta tíundu úr sekúndu á eftir Rosberg.

Barátta Mercedes manna verður hörð alla helgina ef marka má æfingar dagsins. Baráttunni verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport 3 á morgun. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má sjá öll úrslit helgarinnar eftir því sem á líður.


Tengdar fréttir

Nico Hulkenberg fer til Renault

Formúlu 1 lið Renault hefur staðfest að Nico Hulkenberg hafi samið við liðið. Hulkenberg er sem stendur samningsbundinn Force India.

Bílskúrinn: Spenna á Suzuka

Nico Rosberg tók risastórt skref í átt á sínum fyrsta heimsmeistaratitili í japanska kappakstrinum um liðna helgi. Lið Rosberg, Mercedes tryggði sér um leið þriðja heimsmeistaratitil sinn í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×