Hamilton: Ég er bjartsýnn á góða ræsingu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2016 06:00 Lewis Hamilton var ánægður með ráspólinn í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina. „Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna. „Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum. „Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun. „Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun. „Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton hóf lokasprettinn í eltingarleiknum við liðsfélaga sinn í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að tryggja sér ráspól í Texas í gær. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Ég vil þakka liðinu fyrir frábæra vinnu um helgina. Ég vil líka þakka áhorfendum sem komu í dag. Ég heyrði í þeim á inn-hringnum. Ég er glaður að ná mínum fyrsta ráspól hér í dag. Auðvitað hef ég unnið mikið í ræsingunni minni á undanförnum vikum. Ég er bjartsýnn á góða ræsingu á morgun,“ sagði Hamilton eftir tímatökuna þar sem hann setti hraðasta hring sem ekinn hefur verið um brautina. „Lewis var fljótastur í fyrsta þriðjung hér í dag. Ég fann mig betur í hinum þriðjungunm. Þannig var það bara,“ sagði Nico Rosberg eftir tímatökuna. „Max leið betur á mjúku dekkjunum í gær. Við bjuggumst því við að þetta færi svona. Við erum með gott bil í Ferrari og við munum gera árás í ræsingunni,“ sagði Daniel Ricciardo eftir tímatökuna. „Hraðinn okkar var góður þangað til það kom að tíamtökunni. Við hittum ekki á að vera á brautinni á réttum tíma. Ég var utan aksturslínu í gegnum síðustu beygjuna sem er afar mikilvæg. Það var Renault bíll að þvælast fyrir okkur enn aftur. Vonandi verður þeim refsað fyrir þetta,“ sagði Jenson Button sem varð 19. í dag á McLaren bílnum. „Þetta var alltaf að fara að vera erfið keppni. Við lentum í smá vandræðum í gær. Hlutir voru að losna af bílnum sem spilaði illa með uppsetninguna okkar fyrir daginn í dag. Við vitum hvað við þurfum að bæta en auðvitað er þetta svekkjandi á heimavelli,“ sagði Romain Grosjean á Haas, sem ræsir 17. á morgun. „Þeir höfðu áhyggjur af því að ég hefði skemmt vélina með því að slökkva ekki á henni strax. Eftir að hafa fengið orð í eyra frá liðinu þá mun ég slökkva á henni strax næst,“ sagði Pascal Wehrlein sem ræsir 20. á Manor á morgun. „Ég náði öllu út úr bílnum. Ég vissi ekki af umferðinni, ég held þeir hafi litið á atvikið og ákveðið að það verði ekki gripið til frekari aðgerða. Kannski var Jenson [Button] að kvarta yfir einhverju öðru. Ég er sáttur við 15. sætið ég held að við hefðum ekki geta komist mikið hærra,“ sagði Jolyon Palmer sem varð 15. í dag á Renault bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15 Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30 Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudegi í Bandaríkjunum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer um helgina í Austin, Texas. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni. 21. október 2016 21:15
Hamilton: Ég mun gefa allt í síðustu fjórar keppnirnar Lewis Hamilton hefur lofað að "gefa allt“ í síðustu fjórar keppnir tímabilsins. Hann ætlar sér að reyna að minnka bilið í liðsfélaga sinn, Nico Rosberg. 18. október 2016 22:30
Hamilton á ráspól í Bandaríkjunum Lewis Hamitlon á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. 22. október 2016 19:04