Vísað frá á American Bar því hann var Mexíkói Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2016 14:29 Hermann segir engan rasisma vera við lýði á American Bar en engu að síður var það svo að Mexíkói fékk ekki að fara inn vegna þess að hann er útlendingur, að sögn dyravarðarins. Mynd af Facebook-síðu American Bar Björk Sigurðardóttir háskólanemi var á ferð ásamt með fjórum íslenskum vinkonum sínum og vini frá Mexíkó. Þau voru í Austurstræti að næturlagi og vildu leita inngöngu á American Bar sem þar er. Stelpunum var hleypt inn en honum ekki. Björk hefur það eftir dyraverðinum að það sé einfaldlega vegna þess að maðurinn er útlendingur.„Hér er enginn rasismi“Vísir ræddi við Hermann Svendsen sem er einn eigenda staðarins og rekur hann. Hermann segir þetta alls ekki vera stefnu staðarins, svo virðist sem dyravörður hafi þarna verið að taka sjálfstæðar ákvarðanir. „Við erum að vinna í málinu,“ segir Hermann. Hann marki að atvikið hafi komið upp. Á staðnum starfa 6 til 7 dyraverðir og Hermann telur víst að það þurfi að skerpa á línum í þeim hópi. Hann vísar því alfarið á bug að þarna sé við lýði einhver rasismi. „Það eru útlendingar sem eiga hlut í staðnum, sjálfur er ég hálfur útlendingur. Hér er enginn rasismi og allir velkomnir.“Hermann Svendsen, einn eigenda American bar, harmar atvikið og segir það ekki samræmast stefnu staðarins, alls ekki.Vildi einfaldlega ekki fá útlendinginn innEf hugað er nánar að frásögn Bjarkar þá segir hún svo frá í, í frásögn sem hún birti í gær, að hún hafi þá um nóttina viljað fara á American Bar með 4 íslenskum vinkonum sínum og einum vini frá Mexíkó. „Þegar kom að okkur i röðinni vorum við beðin um skilríki, okkur stelpunum var hleypt strax inn en stráknum var vísað frá, samt kominn vel yfir lögaldur. Ég fór út og kannaði málið. Dyravörðurinn sagði mér að hann vildi ekki fá hann inn, ég spurði af hverju en hann gat engu svarað. Ég spurði hvort það væri því hann væri útlendingur og hann sagði já, og að hann vildi einfaldlega ekki fá hann inn,“ segir Björk.„Ég er svo reið“Björk reyndi að rökræða við dyravörðinn og ræða við aðra starfsmenn. „En eina svarið sem ég fékk er að þessi ákveðni dyravörður ræður hverjum hann hleypir inn og hverjum ekki. Þessi vinur minn er búinn að búa á Íslandi í 6 mánuði og talar mjög góða íslensku miðað við það (sem á reyndar ekki að skipta máli) en dyravörðurinn var harðákveðinn að hleypa honum ekki inn, einungis því skilríkin hans eru frá Mexico.“ Björk spyr hvort þetta sé bara í lagi? „Er ekki árið 2016? Ég er kannski of góðu vön en ég vissi ekki að það væri enn svona fordómafullt fólk hér í kringum mig. Þetta er ekkert annað en rasismi og ég missti allt álit á þessum stað í kvöld. Ég er svo reið!“Uppfært klukkan 17:50Björg segist í samtali við Vísi hafa rætt við þrjá starfsmenn American Bar umrætt kvöld. Hún þvertekur fyrir að vinkonurnar fjórar eða vinur þeirra hafi verið ofurölvi, hvað þá verið með stæla við dyraverði. Tvær af fjórum hafi verið edrú og hinar tvær auk vinarins léttar.Íslendingar virtust einfaldlega eiga auðveldara með að komast inn og nefnir því til stuðnings að tveimum svörtum mönnum hafi verið meinuð innganga skömmu síðar. Vinurinn frá Mexíkó hafi rætt við þá og rökin fyrir því að þeir fengju ekki að fara inn væru af sama meiði. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Björk Sigurðardóttir háskólanemi var á ferð ásamt með fjórum íslenskum vinkonum sínum og vini frá Mexíkó. Þau voru í Austurstræti að næturlagi og vildu leita inngöngu á American Bar sem þar er. Stelpunum var hleypt inn en honum ekki. Björk hefur það eftir dyraverðinum að það sé einfaldlega vegna þess að maðurinn er útlendingur.„Hér er enginn rasismi“Vísir ræddi við Hermann Svendsen sem er einn eigenda staðarins og rekur hann. Hermann segir þetta alls ekki vera stefnu staðarins, svo virðist sem dyravörður hafi þarna verið að taka sjálfstæðar ákvarðanir. „Við erum að vinna í málinu,“ segir Hermann. Hann marki að atvikið hafi komið upp. Á staðnum starfa 6 til 7 dyraverðir og Hermann telur víst að það þurfi að skerpa á línum í þeim hópi. Hann vísar því alfarið á bug að þarna sé við lýði einhver rasismi. „Það eru útlendingar sem eiga hlut í staðnum, sjálfur er ég hálfur útlendingur. Hér er enginn rasismi og allir velkomnir.“Hermann Svendsen, einn eigenda American bar, harmar atvikið og segir það ekki samræmast stefnu staðarins, alls ekki.Vildi einfaldlega ekki fá útlendinginn innEf hugað er nánar að frásögn Bjarkar þá segir hún svo frá í, í frásögn sem hún birti í gær, að hún hafi þá um nóttina viljað fara á American Bar með 4 íslenskum vinkonum sínum og einum vini frá Mexíkó. „Þegar kom að okkur i röðinni vorum við beðin um skilríki, okkur stelpunum var hleypt strax inn en stráknum var vísað frá, samt kominn vel yfir lögaldur. Ég fór út og kannaði málið. Dyravörðurinn sagði mér að hann vildi ekki fá hann inn, ég spurði af hverju en hann gat engu svarað. Ég spurði hvort það væri því hann væri útlendingur og hann sagði já, og að hann vildi einfaldlega ekki fá hann inn,“ segir Björk.„Ég er svo reið“Björk reyndi að rökræða við dyravörðinn og ræða við aðra starfsmenn. „En eina svarið sem ég fékk er að þessi ákveðni dyravörður ræður hverjum hann hleypir inn og hverjum ekki. Þessi vinur minn er búinn að búa á Íslandi í 6 mánuði og talar mjög góða íslensku miðað við það (sem á reyndar ekki að skipta máli) en dyravörðurinn var harðákveðinn að hleypa honum ekki inn, einungis því skilríkin hans eru frá Mexico.“ Björk spyr hvort þetta sé bara í lagi? „Er ekki árið 2016? Ég er kannski of góðu vön en ég vissi ekki að það væri enn svona fordómafullt fólk hér í kringum mig. Þetta er ekkert annað en rasismi og ég missti allt álit á þessum stað í kvöld. Ég er svo reið!“Uppfært klukkan 17:50Björg segist í samtali við Vísi hafa rætt við þrjá starfsmenn American Bar umrætt kvöld. Hún þvertekur fyrir að vinkonurnar fjórar eða vinur þeirra hafi verið ofurölvi, hvað þá verið með stæla við dyraverði. Tvær af fjórum hafi verið edrú og hinar tvær auk vinarins léttar.Íslendingar virtust einfaldlega eiga auðveldara með að komast inn og nefnir því til stuðnings að tveimum svörtum mönnum hafi verið meinuð innganga skömmu síðar. Vinurinn frá Mexíkó hafi rætt við þá og rökin fyrir því að þeir fengju ekki að fara inn væru af sama meiði.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira