Andlitslyftur VW Golf í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 10:57 Komið er að andlitslyftingu sjöundu kynslóðar Volkswagen Golf. Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis Innlent
Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis Innlent