Andlitslyftur VW Golf í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 10:57 Komið er að andlitslyftingu sjöundu kynslóðar Volkswagen Golf. Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent
Sjöunda og nýjasta kynslóð Volkswagen Golf er frá árinu 2012 og nú er kominn tími á andlitslyftingu á þessum einum vinsælasta bíl heims. Volkswagen mun kynna andlitslyfta nýja gerð hans í höfuðstöðvunum í Wolfsburg snemma í næsta mánuði. Bíllinn mun ekki breytast mikið í ytra útliti en þó fær hann nýja stuðara, ný aðalljós með LED-tækni, sem og LED afturljós. Meiri breytingar munu verða á innra byrði bílsins og fær hann til að mynda 12,5 tommu stafrænt mælaborð og 9,5 tommu aðgerðaskjá. Þetta kalla þeir Volkswagen-menn Digital Cockpit, en fyrst mátti líta ásjónu hans í VW Golf R Touch Concept tilraunabílnum sem sýndur var á Consumer Electronics Show í fyrra. Ein ný vél verður í boði í Golf, 1,0 lítra og þriggja strokka bensínvél með forþjöppu, en sú vél hefur verið í boði í VW Polo og Up! bílunum. Til stóð að bjóða nýjar 1,5 lítra bensín- og dísilvélar í Golf, en hætt var við það og því má búast við óbreyttu úrvali véla í bílnum, auk þessarar nýju 1,0 lítra vélar.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent