Tesla þriðji óáreiðanlegasti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2016 13:29 Tesla Model X hefur þótt bila ótæpilega. Nýlega birti Consumer Reports lista yfir bílaframleiðendur eftir því hversu áreiðanlegir bílar þeirra eru. Þar kemur í ljós að bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla er þar í þriðja neðsta sæti og aðeins Dodge og GMC sem sitja neðar. Eftst á lista Consumer Reports reyndust Toyota, Lexus og Buick og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem bandarískur bílaframleiðandi kemst í eitt af þremur efstu sætunum. Það er greinilega ekki heglum hent að ryðjast inná bílamarkaðinn og smíða glænýja bíla sem ekki byggja á mikilli smíðahefð. Það eru bæði bílarnir Tesla Model S og Model X sem orsaka þessa stöðu Tesla á listanum, en báðar bílgerðir hafa þótt bila ótæpilega. Mikil vandamál hafa verið með hurðir, rafdrifna glugga, sæti, miðstöðvar og ýmsan tæknibúnað bílanna og er Tesla Model X í sjötta neðsta sæti allra bílgerða hjá Consumer Reports. Fyrir vikið mælir neytendablaðið ekki með kaupum á þeim bíl. Niðurstöður Consumer Reports byggja á upplýsingum frá 3.800.000 lesendum blaðs þeirra og að auki eru 3.200.000 borgandi áskrifendur af vefsíðu þess og koma upplýsingar líka þaðan. Í blaði Consumer Reports eru engar auglýsingar, það þiggur engan utanaðkomandi stuðning, er rekið án hagnaðarkröfu og þar finnast engir hluthafar. Consumer Reports kostar sjálft allar þær kannanir og rannsóknir sem gerðar eru og veltir þessi sjálfseignastofnun 25 milljónum dollara á ári. Þrátt fyrir þessa slöku niðurstöðu í áreiðanleika bíla Tesla verður þó ekki tekið af Tesla að fyrirtækið hefur lagt sig í líma við að laga þá galla sem upp koma eins hratt og unnt er og það án kostnaðar fyrir kaupendur, sem þó eru margir hverjir pirraðir á tíðum bilunum. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent
Nýlega birti Consumer Reports lista yfir bílaframleiðendur eftir því hversu áreiðanlegir bílar þeirra eru. Þar kemur í ljós að bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla er þar í þriðja neðsta sæti og aðeins Dodge og GMC sem sitja neðar. Eftst á lista Consumer Reports reyndust Toyota, Lexus og Buick og er það í fyrsta skipti í langan tíma sem bandarískur bílaframleiðandi kemst í eitt af þremur efstu sætunum. Það er greinilega ekki heglum hent að ryðjast inná bílamarkaðinn og smíða glænýja bíla sem ekki byggja á mikilli smíðahefð. Það eru bæði bílarnir Tesla Model S og Model X sem orsaka þessa stöðu Tesla á listanum, en báðar bílgerðir hafa þótt bila ótæpilega. Mikil vandamál hafa verið með hurðir, rafdrifna glugga, sæti, miðstöðvar og ýmsan tæknibúnað bílanna og er Tesla Model X í sjötta neðsta sæti allra bílgerða hjá Consumer Reports. Fyrir vikið mælir neytendablaðið ekki með kaupum á þeim bíl. Niðurstöður Consumer Reports byggja á upplýsingum frá 3.800.000 lesendum blaðs þeirra og að auki eru 3.200.000 borgandi áskrifendur af vefsíðu þess og koma upplýsingar líka þaðan. Í blaði Consumer Reports eru engar auglýsingar, það þiggur engan utanaðkomandi stuðning, er rekið án hagnaðarkröfu og þar finnast engir hluthafar. Consumer Reports kostar sjálft allar þær kannanir og rannsóknir sem gerðar eru og veltir þessi sjálfseignastofnun 25 milljónum dollara á ári. Þrátt fyrir þessa slöku niðurstöðu í áreiðanleika bíla Tesla verður þó ekki tekið af Tesla að fyrirtækið hefur lagt sig í líma við að laga þá galla sem upp koma eins hratt og unnt er og það án kostnaðar fyrir kaupendur, sem þó eru margir hverjir pirraðir á tíðum bilunum.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent