Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2016 20:15 Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips. Skipasamgöngur Grænlands hafa enn á sér nýlendubrag, eitt skipafélag hefur einokun á flutningunum sem nánast eru allir milli Grænlands og Álaborgar í Danmörku. Grænlensk stjórnvöld, í gegnum skipafélagið, hafa nú ákveðið að tengjast flutningakerfi Eimskips í staðinn; um Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Århus, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir áramót á grundvelli viljayfirlýsingar Royal Arctic Line og Eimskips frá því í vor.Royal Arctic Line er i eigu landsstjórnar Grænlands og hefur einkarétt á flutningum til og frá landinu.Mynd/Royal Arctic Line.Líta má á samningana sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlendinga. Jafnframt felast í þeim þau skilaboð að þeir ætli sér að draga úr viðskiptum við Danmörku en beina þeim í auknum mæli í gegnum Ísland. „Grænlendingar líta til okkar miklu meira heldur en Dana, Danaveldis, og mér finnst það bara mjög ánægjulegt,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Stærsta skrefið er stækkun hafnarinnar í Nuuk en jafnframt hafa Grænlendingar nú sjálfir tekið yfir lykilstöður í stjórn skipafélagsins Royal Arctic Line, sem er alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er náttúrlega stórkostleg breyting á þeirra högum, bæði hvað varðar innflutning til landsins og útflutning. Þeir hafa þarna möguleika á að kaupa inn vörur og hráefni frá miklu fleiri stöðum en í dag, þar sem allt nánast kemur frá Danmörku. Og sama með afurðir þeirra í sölu, sem er aðallega fiskur. Hann leitar núna á nýja markaði og væntanlega betra afurðaverð; að geta farið beint í tengingu við okkur inn á Bandaríkin,“ segir Gylfi. Gangi samningarnir eftir verður Eimskip eftir rúm tvö ár komið með stærstu gámaflutningaskip í sögu flotans. Þau verða svo stór að stækka þarf hafnir. Lengja þarf viðlegukant í Sundahöfn í Reykjavík en einnig stækka hafnir í Nuuk og Færeyjum til að taka á móti 180 metra löngum skipum.Nýju skipin taka 2.150 gámaeiningar, þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga í dag. Þau verða 179 metra löng og 31 metra breið.Grafík/Eimskip.Þau verða sérstaklega gerð til að sigla samkvæmt hafísstöðlum. Áformað er að smíða þrjú slík skip, fyrir 2.150 gámaeiningar, sem er 50% meira en stærstu skip Eimskips bera í dag og þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga. Miðað er við að Eimskip nýti 2/3 hluta plássins en Royal Arctic Line 1/3 hluta. „Ef af þessu verður, sem er bara mjög líklegt, - allar viðræður ganga vel, - þá eru þetta fyrstu skrefin sem við erum að taka í endurnýjun skipanna. Skipin verða kannski ekki fleiri að sinna Íslandi en þau verða stærri,“ segir forstjóri Eimskips. Danmörk Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. Samningarnir fela jafnframt í sér smíði stærstu flutningaskipa í sögu Eimskips. Skipasamgöngur Grænlands hafa enn á sér nýlendubrag, eitt skipafélag hefur einokun á flutningunum sem nánast eru allir milli Grænlands og Álaborgar í Danmörku. Grænlensk stjórnvöld, í gegnum skipafélagið, hafa nú ákveðið að tengjast flutningakerfi Eimskips í staðinn; um Reykjavík, Þórshöfn í Færeyjum og Århus, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir áramót á grundvelli viljayfirlýsingar Royal Arctic Line og Eimskips frá því í vor.Royal Arctic Line er i eigu landsstjórnar Grænlands og hefur einkarétt á flutningum til og frá landinu.Mynd/Royal Arctic Line.Líta má á samningana sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlendinga. Jafnframt felast í þeim þau skilaboð að þeir ætli sér að draga úr viðskiptum við Danmörku en beina þeim í auknum mæli í gegnum Ísland. „Grænlendingar líta til okkar miklu meira heldur en Dana, Danaveldis, og mér finnst það bara mjög ánægjulegt,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Stærsta skrefið er stækkun hafnarinnar í Nuuk en jafnframt hafa Grænlendingar nú sjálfir tekið yfir lykilstöður í stjórn skipafélagsins Royal Arctic Line, sem er alfarið í eigu landsstjórnar Grænlands.Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Þetta er náttúrlega stórkostleg breyting á þeirra högum, bæði hvað varðar innflutning til landsins og útflutning. Þeir hafa þarna möguleika á að kaupa inn vörur og hráefni frá miklu fleiri stöðum en í dag, þar sem allt nánast kemur frá Danmörku. Og sama með afurðir þeirra í sölu, sem er aðallega fiskur. Hann leitar núna á nýja markaði og væntanlega betra afurðaverð; að geta farið beint í tengingu við okkur inn á Bandaríkin,“ segir Gylfi. Gangi samningarnir eftir verður Eimskip eftir rúm tvö ár komið með stærstu gámaflutningaskip í sögu flotans. Þau verða svo stór að stækka þarf hafnir. Lengja þarf viðlegukant í Sundahöfn í Reykjavík en einnig stækka hafnir í Nuuk og Færeyjum til að taka á móti 180 metra löngum skipum.Nýju skipin taka 2.150 gámaeiningar, þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga í dag. Þau verða 179 metra löng og 31 metra breið.Grafík/Eimskip.Þau verða sérstaklega gerð til að sigla samkvæmt hafísstöðlum. Áformað er að smíða þrjú slík skip, fyrir 2.150 gámaeiningar, sem er 50% meira en stærstu skip Eimskips bera í dag og þrefalt meira en stærstu skip Grænlendinga. Miðað er við að Eimskip nýti 2/3 hluta plássins en Royal Arctic Line 1/3 hluta. „Ef af þessu verður, sem er bara mjög líklegt, - allar viðræður ganga vel, - þá eru þetta fyrstu skrefin sem við erum að taka í endurnýjun skipanna. Skipin verða kannski ekki fleiri að sinna Íslandi en þau verða stærri,“ segir forstjóri Eimskips.
Danmörk Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00