Guðni afhenti Yasuaki 50. iPadinn frá iStore Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2016 18:15 Yasuaki ásamt móður sinni, Sigurði Helgasyni og forsetahjónunum í iStore í dag. vísir/ernir Yasuaki Daungkaeo Haji fimm ára gamall fjölfatlaður drengur fékk í dag iPad að gjöf frá versluninni iStore í Kringlunni. Yasuaki er 50. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá versluninni og afhenti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands honum iPadinn við fallega athöfn í iStore í dag. Yasuaki er af japönsku bergi brotinn en fæddist hér á landi. Hann var andvana fæddur en læknum tókst að bjarga lífi hans. Yasuaki er með heilalömun, fjölfatlaður og getur ekki tjáð sig. Þá á hann erfitt með handahreyfingar en iPadinn býður upp á marga möguleika fyrir hann að sögn Sigurðar Helgasonar, eiganda iStore. Þannig geti tækið örvað hreyfigetu Yasuaki, skynjun, leik og vonandi tjáskipti þegar fram líða stundir. Í samtali við Vísi segir Guðni sjálfsagt að reyna að verða að liði vegna svona verkefna. „Hér er verið að gefa tæki sem léttir þessum litla strák lífið og það er í sjálfu sér ekkert sem ég geri annað en að afhenda þennan grip en um leið veit ég að mér tekst að vekja athygli á þessu góðverki og það bara liggur hlutarins eðli að verða þannig að liði.“Guðni afhendir Yasuaki iPadinn í dag.vísir/ernirAðspurður hvort hann telji mikilvægt að forsetinn taki þátt í viðburðum á borð við þennan segir hann: „Já, ég reyni. Ég get náttúrulega ekki verið alltaf alls staðar og þarf þess ekki. En mér finnst jákvætt að við sem samfélag reynum að leggja okkar af mörkum og það er greinilegt að þetta er gott dæmi um það sem við getum gert. Við eigum að hjálpast að.“Leið til að þakka fyrir sig iStore gaf fyrsta iPadinn árið 2010 en Sigurður var þá nýbúinn að opna verslunina. Hann segir verkefnið hafa mikla þýðingu fyrir sig en eiginlega um leið og hann opnaði verslunina fékk hann tölvupóst frá föður stúlku sem var lömuð. Hann spurði Sigurð hvort að iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans en tækið var þá nýkomið á markað. „Fyrirtækið mitt er svona hrunbarn, varð til í hruninu, bara svona til að bjarga mér. Þegar ég opnaði verslunina 2010 þá var ég bara rosalega þakklátur fyrir að vera á þessum stað, að geta opnað verslunina og tekið þessa áhættu. Ég hugsaði með mér að kannski gæti þessi iPad-gjöf verið leið til þess að þakka fyrir mig en svo breyti iPadinn svo miklu fyrir þessu stelpu að ég ákvað að ég gat ekki hætt. Ég ákvað því að gera þetta bara hluta af mínum verslunarrekstri,“ segir Sigurður. Börn sem fengið hafa iPad hafa til að mynda náð því að tjá sig í fyrsta skipti með hjálp tækisins og tekið framförum í hreyfigetu. Þá hafa mörg þeirra öðlast aukinn þroska með iPadinum. Sigurður segir að sér þyki mjög vænt um að forsetinn hafi séð sér fært að taka þátt í verkefninu í dag. „Manni er sýnd mikil virðing og heiður og verður eiginlega bara klökkur,“ segir Sigurður.Nánar má lesa um verkefni iStore hér. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Yasuaki Daungkaeo Haji fimm ára gamall fjölfatlaður drengur fékk í dag iPad að gjöf frá versluninni iStore í Kringlunni. Yasuaki er 50. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá versluninni og afhenti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands honum iPadinn við fallega athöfn í iStore í dag. Yasuaki er af japönsku bergi brotinn en fæddist hér á landi. Hann var andvana fæddur en læknum tókst að bjarga lífi hans. Yasuaki er með heilalömun, fjölfatlaður og getur ekki tjáð sig. Þá á hann erfitt með handahreyfingar en iPadinn býður upp á marga möguleika fyrir hann að sögn Sigurðar Helgasonar, eiganda iStore. Þannig geti tækið örvað hreyfigetu Yasuaki, skynjun, leik og vonandi tjáskipti þegar fram líða stundir. Í samtali við Vísi segir Guðni sjálfsagt að reyna að verða að liði vegna svona verkefna. „Hér er verið að gefa tæki sem léttir þessum litla strák lífið og það er í sjálfu sér ekkert sem ég geri annað en að afhenda þennan grip en um leið veit ég að mér tekst að vekja athygli á þessu góðverki og það bara liggur hlutarins eðli að verða þannig að liði.“Guðni afhendir Yasuaki iPadinn í dag.vísir/ernirAðspurður hvort hann telji mikilvægt að forsetinn taki þátt í viðburðum á borð við þennan segir hann: „Já, ég reyni. Ég get náttúrulega ekki verið alltaf alls staðar og þarf þess ekki. En mér finnst jákvætt að við sem samfélag reynum að leggja okkar af mörkum og það er greinilegt að þetta er gott dæmi um það sem við getum gert. Við eigum að hjálpast að.“Leið til að þakka fyrir sig iStore gaf fyrsta iPadinn árið 2010 en Sigurður var þá nýbúinn að opna verslunina. Hann segir verkefnið hafa mikla þýðingu fyrir sig en eiginlega um leið og hann opnaði verslunina fékk hann tölvupóst frá föður stúlku sem var lömuð. Hann spurði Sigurð hvort að iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans en tækið var þá nýkomið á markað. „Fyrirtækið mitt er svona hrunbarn, varð til í hruninu, bara svona til að bjarga mér. Þegar ég opnaði verslunina 2010 þá var ég bara rosalega þakklátur fyrir að vera á þessum stað, að geta opnað verslunina og tekið þessa áhættu. Ég hugsaði með mér að kannski gæti þessi iPad-gjöf verið leið til þess að þakka fyrir mig en svo breyti iPadinn svo miklu fyrir þessu stelpu að ég ákvað að ég gat ekki hætt. Ég ákvað því að gera þetta bara hluta af mínum verslunarrekstri,“ segir Sigurður. Börn sem fengið hafa iPad hafa til að mynda náð því að tjá sig í fyrsta skipti með hjálp tækisins og tekið framförum í hreyfigetu. Þá hafa mörg þeirra öðlast aukinn þroska með iPadinum. Sigurður segir að sér þyki mjög vænt um að forsetinn hafi séð sér fært að taka þátt í verkefninu í dag. „Manni er sýnd mikil virðing og heiður og verður eiginlega bara klökkur,“ segir Sigurður.Nánar má lesa um verkefni iStore hér.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira