Stjórnmál náttúrunnar Sigursteinn Másson skrifar 28. október 2016 14:06 Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun