Fitusmánun eftir fegurðarsamkeppni Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 28. október 2016 14:49 Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun