Nýrnaveiki kom upp í seiðaeldisstöðvum Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2016 10:41 Þegar seiðin komast í snertingu við villta náttúru hefjast vandræðin. Villti laxinn smitar þau af bakteríu og þegar þrengir að fiskinum getur verið erfitt að eiga við sýkingu. Nýrnaveiki kom upp í seiðaeldisstöðvum í sumar og í haust. Slátra þurfti mörg þúsund seiðum. Fyrra tilvikið kom upp hjá Bæjarvík ehf í Tálknafirði 18. júlí og hitt 7. september hjá Arctic Smolt, sem eru með starfsemi þar í grenndinni. Gísli Jónsson sérgreinalæknir fisksjúkdóma hjá MAST staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir nýrnaveiki einn þessara sjúkdóma sem þau hjá MAST og í eldinu þurfa að berjast við dagsdaglega. „Þessi baktería sem veldur nýrnaveiki er mjög útbreidd í náttúrunni. Hún er í tvö til 25 prósent af villtum laxi, hann ber nýrnaveikibakteríuna með sér. Við verðum svo sem ekki, eða það er sjaldgæft, vör við við klínísk einkenni; að villti laxinn sé sjúkur. En, það er verra þegar þú ert farinn að þrengja að fiskinum getur þessi baktería náð sér á strik og þá er erfiðara um vik,“ segir Gísli.Gamall nýrnaveikifjörðurGísli segir að frá að hann tók við þessum málaflokki hjá MAST fyrir 25 árum það hafa verið svo að nýrnaveiki hafi skotið upp kollinum reglulega. Tvær stöðvar greindust með smit núna, ekkert í fyrra en 2014 komu upp tvö tilfelli. „Þetta er okkar elsti sjúkdómur. Fyrsti sjúkdómurinn sem greindist og var staðfestur í íslenskri fiskeldisstöð. Það var í lítilli seiðastöð við Elliðaárnar 1968,“ segir Gísli. Hann segir að menn þurfi stöðugt að vera á tánum gagnvart þessu. Upphaf smitsins hafi verið í hinu villta umhverfi í Tálknafirði. „Þetta er gamall nýrnaveikifjörður. Í bæjarvíkinni er eldisker, sem er staðsett við sjóinn og þar gætir sjávarfalla. Og það getur verið nóg til að hægt sé að fá smit í þann hóp.“Tjónið hefði getað orðið meiraÞað er sem sagt þannig að villti laxinn smitar eldisseiðin. „Við erum með hrein hrogn, hrein smáseyði og allt sjúkdómafrítt en þegar þú færir það út í villt umhverfi þá hefst barátta við að halda þessu sjúkdómafríu. Bakteríurnar eru þarna úti í sjónum og maður þarf oft að beita brögðum til að verjast því. Sem betur fer voru þetta stór seiði, 100 til 200 gramma seiði og þegar þau eru komin það ról eru lítil afföll. Tjónið hefði getað orðið meira en þetta. En nú erum við að verjast því að yngri árgangur í þessum seiðum smitist. Virðist allt hreint þar fyrir aftan, sem betur fer. Við höfum lent nýrnaveiki í stórum stöðvum í Grindavík og Öxarfirði, þar sem þurfti að farga öllu. Við höfum lent í tjóni með nýrnaveikina en þessi tilfelli voru væg, myndi ég segja.“ Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Nýrnaveiki kom upp í seiðaeldisstöðvum í sumar og í haust. Slátra þurfti mörg þúsund seiðum. Fyrra tilvikið kom upp hjá Bæjarvík ehf í Tálknafirði 18. júlí og hitt 7. september hjá Arctic Smolt, sem eru með starfsemi þar í grenndinni. Gísli Jónsson sérgreinalæknir fisksjúkdóma hjá MAST staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir nýrnaveiki einn þessara sjúkdóma sem þau hjá MAST og í eldinu þurfa að berjast við dagsdaglega. „Þessi baktería sem veldur nýrnaveiki er mjög útbreidd í náttúrunni. Hún er í tvö til 25 prósent af villtum laxi, hann ber nýrnaveikibakteríuna með sér. Við verðum svo sem ekki, eða það er sjaldgæft, vör við við klínísk einkenni; að villti laxinn sé sjúkur. En, það er verra þegar þú ert farinn að þrengja að fiskinum getur þessi baktería náð sér á strik og þá er erfiðara um vik,“ segir Gísli.Gamall nýrnaveikifjörðurGísli segir að frá að hann tók við þessum málaflokki hjá MAST fyrir 25 árum það hafa verið svo að nýrnaveiki hafi skotið upp kollinum reglulega. Tvær stöðvar greindust með smit núna, ekkert í fyrra en 2014 komu upp tvö tilfelli. „Þetta er okkar elsti sjúkdómur. Fyrsti sjúkdómurinn sem greindist og var staðfestur í íslenskri fiskeldisstöð. Það var í lítilli seiðastöð við Elliðaárnar 1968,“ segir Gísli. Hann segir að menn þurfi stöðugt að vera á tánum gagnvart þessu. Upphaf smitsins hafi verið í hinu villta umhverfi í Tálknafirði. „Þetta er gamall nýrnaveikifjörður. Í bæjarvíkinni er eldisker, sem er staðsett við sjóinn og þar gætir sjávarfalla. Og það getur verið nóg til að hægt sé að fá smit í þann hóp.“Tjónið hefði getað orðið meiraÞað er sem sagt þannig að villti laxinn smitar eldisseiðin. „Við erum með hrein hrogn, hrein smáseyði og allt sjúkdómafrítt en þegar þú færir það út í villt umhverfi þá hefst barátta við að halda þessu sjúkdómafríu. Bakteríurnar eru þarna úti í sjónum og maður þarf oft að beita brögðum til að verjast því. Sem betur fer voru þetta stór seiði, 100 til 200 gramma seiði og þegar þau eru komin það ról eru lítil afföll. Tjónið hefði getað orðið meira en þetta. En nú erum við að verjast því að yngri árgangur í þessum seiðum smitist. Virðist allt hreint þar fyrir aftan, sem betur fer. Við höfum lent nýrnaveiki í stórum stöðvum í Grindavík og Öxarfirði, þar sem þurfti að farga öllu. Við höfum lent í tjóni með nýrnaveikina en þessi tilfelli voru væg, myndi ég segja.“
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira