Innlent

Bleikum iPhone stolið úr góðgerðarbás Kringlunnar: „Erum með tárin í augunum“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forsvarsmenn Kringlunnar hafa ekki kært þjófnaðinn til lögreglu og vilja gefa þeim sem tóku símann færi á að skila honum.
Forsvarsmenn Kringlunnar hafa ekki kært þjófnaðinn til lögreglu og vilja gefa þeim sem tóku símann færi á að skila honum. Vísir/Samsett
Bleikum iPhone síma var stolið úr góðgerðarbás Kringlunnar á laugardaginn. Myndir úr öryggismyndavélum sýna að þrjú ungmenni voru þar á ferð. Forsvarsmenn Kringlunnar hafa ekki kært þjófnaðinn til lögreglu og vilja gefa þeim sem tóku símann færi á að skila honum.

„Við erum hér með tárin í augunum,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, í samtali við Vísi. Básinn var settur upp á góðgerðardegi Kringlunnar og gáfu verslanir í Kringlunni bleikar vörur sem selja á. Söluágóðinn rennur í söfnun Bleiku slaufunnar, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum.

Símanum sem stolið var er verðmætur, bleikur iPhone 6s með 128 gb minna og kostar hann um 130 þúsund krónur í verslunum. Atvikið náðist á öryggismyndavélar og þar sjást þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn piltur, taka símann ófrjálsri hendi og forða sér í burtu.

Baldvina segir að forsvarsmenn Kringlunnar hafi ekki kært þjófnaðinn til lögreglu enn, þau vilji gefa þeim sem tóku símann færi á að skila honum aftur. Geri þau það verði málinu lokið af hálfu Kringlunnar. Skili síminn sér ekki aftur muni þjófnaðurinn hins vegar verða kærður til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×