Edda Heiðrún Backman jarðsungin í dag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 18:00 Edda Heiðrún Backman var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag. Vísir/Eyþór Edda Heiðrún Backman var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag. Edda Heiðrún lést 58 ára að aldri þann 1. október eftir langa baráttu við MND sjúkdóminn. Edda Heiðrún var ein ástsælasta listakona þjóðarinnar. Hún lauk stúdentsprófi árið 1978 og leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1983. Hún átti farsælan feril sem leikari til ársins 2004. Þá sneri hún sér að leikstjórastörfum eftir að hafa greinst með MND sjúkdóminn. Árið 2008 hóf hún myndlistarferil þegar hún hóf að mála með munninum, bæði vatnlista- og olíumyndir. Þá var Edda Heiðrún einnig ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Hennar er minnst á minningarsíðum Morgunblaðsins í dag.„Sumum listamönnum er gefin ríkari andagift og hæfileikar en öðrum. Það gerir þá einstaka og dýrmæta. Edda Heiðrún Backman var slíkur listamaður.“Vísir/EyþórAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri er einn þeirra sem minnist Eddu Heiðrúnar. „Sumum listamönnum er gefin ríkari andagift og hæfileikar en öðrum. Það gerir þá einstaka og dýrmæta. Edda Heiðrún Backman var slíkur listamaður,“ skrifar Ari. „Ég sat í stiganum í Þjóðleikhúsinu kvöldið eftir að Edda Heiðrún lést því að ég átti ekki sæti, nokkrum þrepum aftar en hún hafði setið fyrir örfáum vikum að horfa á son sinn, Arnmund Ernst, frumsýna og eiga glæsilegt kvöld á sviðinu sem hún hafði unnið marga sigra á. Og ég vissi hvernig Adda leið kvöldið eftir að hann hafði kvatt móður sína, því við sem höfum misst mæður okkar ungir vitum að þar fór sú manneskja í lífinu sem elskaði mann skilyrðislaust, en Addi vildi leika fyrir sig og minningu móður sinnar og fyrir okkur öll eins og hún hafði gert svo ótal sinnum. Og ég fann harminn í brjóstinu og fann fyrir Eddu að horfa á strákinn sinn stolt og glöð eins og hún hafði gert fyrir svo örskömmu.“„Þó Edda sé nú flogin á braut, eins og fallegu fuglarnir á málverkunum hennar, þá mun minning hennar lifa með þjóðinni. Á lífsleið sinni snerti hún ótal strengi og þau áhrif sem hún hafði munu lifa með okkur öllum sem nutum.“Vísir/EyþórÓmar Ragnarsson minnist Eddu Heiðrúnar sem hetju og sigurvegara. „Hetja. Sigurvegari. Fordæmi. Lýsandi kyndill fyrir okkur öll. Stór orð en sönn þegar um sönnustu og mestu sigurvegarana er að ræða, þá sem verða stærstir í ósigrum sínum. Því Edda Heiðrún Backman var slíkur sigurvegari í baráttu við miskunnarlausan og ólæknandi sjúkdóm og háði þá baráttu á þann hátt að lengi verður í minnum haft,“ skrifar Ómar. „Síðasta stóra verkefnið var að stofna samtökin Rödd náttúrunnar í samræmi við stórbrotna hugsjón hennar á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála. Ég tel það einhverja mestu gæfu mína að hafa átt þess kost að taka þátt í þessu lokaverkefni lífs hennar með henni og njóta eldmóðs hennar og leiftrandi persónutöfra, djúprar speki, glettni og kímnigáfu á miklum endaspretti hennar í mark lífshlaups síns. Djúp þökk, Edda mín, er drúpi ég höfði og hneigi mig fyrir þér, þegar tjaldið er dregið fyrir í lok þeirrar einstæðu sýningar, sem fólst í jarðvist þinni. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri og fyrrum borgarleikhússtjóri minnist einnig Eddu Heiðrúnar. „Jákvæðni, kjarkur og baráttuþrek Eddu var næstum yfirnáttúrulegt. Í stað þess að leggja árar í bát þegar hún þurfti að stíga af leiksviðinu vegna veikinda sinna þá fann hún kröftum sínum nýjan farveg.“Edda Heiðrún Backman.Vísir/Stefán„Leikhúsið snýst um að gefa og þiggja. Það kunni Edda manna best. Hún naut þess að sækja leikhús og fáir frumsýningargestir voru tryggari en Edda heiðrún. Ætíð mætti hún, þrátt fyrir veikindi sín, í fylgd sinna góðu vina. Edda Heiðrún var dáð fyrir list sína og óþrjótandi lífsþrótt. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðra og stóð meðal annars fyrir landssöfnun til uppbyggingar á Grensásdeild. Edda var sannkölluð hetja. Þó Edda sé nú flogin á braut, eins og fallegu fuglarnir á málverkunum hennar, þá mun minning hennar lifa með þjóðinni. Á lífsleið sinni snerti hún ótal strengi og þau áhrif sem hún hafði munu lifa með okkur öllum sem nutum.“ Þá skrifar Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur einnig fallega klausu til minningar um vinkonu sína. „Eiginlega var maður farinn að trúa því í alvöru að sumarið ætlaði að gera undantekningu og vera áfram um kyrrt. Að það yrðu jafnvel tvær árstíðar á úthafseyjunni, líkt og tíðkast sums staðar í útlöndum. Að djúpar lægðarmiðjur heyrðu til sögunni. Alveg eins og það hvarflaði ekki eitt augnablik að manni annað en að Edda myndi upphugsa sniðuga leið til að snúa á þá skrítnu skepnu forlögin og halda áfram að koma okkur á óvart með sínum stórbrotnu tvöþúsund plönum. Eða var ekki enn eitt matarboðið í uppsiglingu á Vatnsstígnum? Og þá kom haustið óvænt á einum sólarhring, með láréttri rigningu og roki og hreinsaði í skyndi allt gullið af reynitrénu í garðinum. Og slökkti á norðurljósunum.“ Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Edda Heiðrún Backman var jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag. Edda Heiðrún lést 58 ára að aldri þann 1. október eftir langa baráttu við MND sjúkdóminn. Edda Heiðrún var ein ástsælasta listakona þjóðarinnar. Hún lauk stúdentsprófi árið 1978 og leikaraprófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1983. Hún átti farsælan feril sem leikari til ársins 2004. Þá sneri hún sér að leikstjórastörfum eftir að hafa greinst með MND sjúkdóminn. Árið 2008 hóf hún myndlistarferil þegar hún hóf að mála með munninum, bæði vatnlista- og olíumyndir. Þá var Edda Heiðrún einnig ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Hennar er minnst á minningarsíðum Morgunblaðsins í dag.„Sumum listamönnum er gefin ríkari andagift og hæfileikar en öðrum. Það gerir þá einstaka og dýrmæta. Edda Heiðrún Backman var slíkur listamaður.“Vísir/EyþórAri Matthíasson þjóðleikhússtjóri er einn þeirra sem minnist Eddu Heiðrúnar. „Sumum listamönnum er gefin ríkari andagift og hæfileikar en öðrum. Það gerir þá einstaka og dýrmæta. Edda Heiðrún Backman var slíkur listamaður,“ skrifar Ari. „Ég sat í stiganum í Þjóðleikhúsinu kvöldið eftir að Edda Heiðrún lést því að ég átti ekki sæti, nokkrum þrepum aftar en hún hafði setið fyrir örfáum vikum að horfa á son sinn, Arnmund Ernst, frumsýna og eiga glæsilegt kvöld á sviðinu sem hún hafði unnið marga sigra á. Og ég vissi hvernig Adda leið kvöldið eftir að hann hafði kvatt móður sína, því við sem höfum misst mæður okkar ungir vitum að þar fór sú manneskja í lífinu sem elskaði mann skilyrðislaust, en Addi vildi leika fyrir sig og minningu móður sinnar og fyrir okkur öll eins og hún hafði gert svo ótal sinnum. Og ég fann harminn í brjóstinu og fann fyrir Eddu að horfa á strákinn sinn stolt og glöð eins og hún hafði gert fyrir svo örskömmu.“„Þó Edda sé nú flogin á braut, eins og fallegu fuglarnir á málverkunum hennar, þá mun minning hennar lifa með þjóðinni. Á lífsleið sinni snerti hún ótal strengi og þau áhrif sem hún hafði munu lifa með okkur öllum sem nutum.“Vísir/EyþórÓmar Ragnarsson minnist Eddu Heiðrúnar sem hetju og sigurvegara. „Hetja. Sigurvegari. Fordæmi. Lýsandi kyndill fyrir okkur öll. Stór orð en sönn þegar um sönnustu og mestu sigurvegarana er að ræða, þá sem verða stærstir í ósigrum sínum. Því Edda Heiðrún Backman var slíkur sigurvegari í baráttu við miskunnarlausan og ólæknandi sjúkdóm og háði þá baráttu á þann hátt að lengi verður í minnum haft,“ skrifar Ómar. „Síðasta stóra verkefnið var að stofna samtökin Rödd náttúrunnar í samræmi við stórbrotna hugsjón hennar á sviði umhverfis- og náttúruverndarmála. Ég tel það einhverja mestu gæfu mína að hafa átt þess kost að taka þátt í þessu lokaverkefni lífs hennar með henni og njóta eldmóðs hennar og leiftrandi persónutöfra, djúprar speki, glettni og kímnigáfu á miklum endaspretti hennar í mark lífshlaups síns. Djúp þökk, Edda mín, er drúpi ég höfði og hneigi mig fyrir þér, þegar tjaldið er dregið fyrir í lok þeirrar einstæðu sýningar, sem fólst í jarðvist þinni. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri og fyrrum borgarleikhússtjóri minnist einnig Eddu Heiðrúnar. „Jákvæðni, kjarkur og baráttuþrek Eddu var næstum yfirnáttúrulegt. Í stað þess að leggja árar í bát þegar hún þurfti að stíga af leiksviðinu vegna veikinda sinna þá fann hún kröftum sínum nýjan farveg.“Edda Heiðrún Backman.Vísir/Stefán„Leikhúsið snýst um að gefa og þiggja. Það kunni Edda manna best. Hún naut þess að sækja leikhús og fáir frumsýningargestir voru tryggari en Edda heiðrún. Ætíð mætti hún, þrátt fyrir veikindi sín, í fylgd sinna góðu vina. Edda Heiðrún var dáð fyrir list sína og óþrjótandi lífsþrótt. Hún var ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðra og stóð meðal annars fyrir landssöfnun til uppbyggingar á Grensásdeild. Edda var sannkölluð hetja. Þó Edda sé nú flogin á braut, eins og fallegu fuglarnir á málverkunum hennar, þá mun minning hennar lifa með þjóðinni. Á lífsleið sinni snerti hún ótal strengi og þau áhrif sem hún hafði munu lifa með okkur öllum sem nutum.“ Þá skrifar Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur einnig fallega klausu til minningar um vinkonu sína. „Eiginlega var maður farinn að trúa því í alvöru að sumarið ætlaði að gera undantekningu og vera áfram um kyrrt. Að það yrðu jafnvel tvær árstíðar á úthafseyjunni, líkt og tíðkast sums staðar í útlöndum. Að djúpar lægðarmiðjur heyrðu til sögunni. Alveg eins og það hvarflaði ekki eitt augnablik að manni annað en að Edda myndi upphugsa sniðuga leið til að snúa á þá skrítnu skepnu forlögin og halda áfram að koma okkur á óvart með sínum stórbrotnu tvöþúsund plönum. Eða var ekki enn eitt matarboðið í uppsiglingu á Vatnsstígnum? Og þá kom haustið óvænt á einum sólarhring, með láréttri rigningu og roki og hreinsaði í skyndi allt gullið af reynitrénu í garðinum. Og slökkti á norðurljósunum.“
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira