„Ég sneri hann bara niður og hélt honum“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2016 09:07 Júlíus Ármann Júlíusson framkvæmdi borgaralega handtöku í nótt. Vísir/GVA Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin. Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Íþróttakennarinn Júlíus Ármann Júlíusson stóð í ströngu í nótt þegar hann þurfti að snúa niður mann sem hafði gert sig líklegan til að brjótast inn í íbúð á neðri hæð í húsi Júlíusar. Maðurinn hafði gengið eftir götunni og prófað hurðarhúna á bílum og húsum. Á neðri hæðinni býr kona með ellefu daga gamalt barn. Júlíus vaknaði fyrir tilviljun á milli hálf þrjú og þrjú í nótt og ákvað að fá sér vatnsglas. Þar sem hann stóð í eldhúsglugganum sá hann mann labba á milli bíla og húsa í götunni. Mbl ræddi fyrst við Júlíus í morgun. „Ég hélt í fyrstu að þetta væri blaðberi en þótti þetta eitthvað sérstakt,“ segir Júlíus í samtali við Vísi. „Svo þegar ég sé hann skjótast inn á milli húsanna og hverfa í smá tíma, þá fer ég að fylgjast með. Hann skýst aftur fram og tekur í húna á bílum og hverfur svo aftur á milli húsa.“Mætti honum á nærbuxunum Maðurinn nálgaðist húsið hjá Júlíusi, þar sem hann býr á efri hæð. Á neðri hæðinni býr einstæð móðir með ellefu daga gamalt barn. „Ég sé hann skjótast inn á bílastæðið við húsið mitt og ég opna útidyrahurðina. Þá heyri ég að hann er að taka í húninn niðri.“ Júlíus hljóp niður tröppurnar, berfættur og á nærbuxunum. Þegar hann kemur fyrir hornið á húsinu sér hann hvar maðurinn liggur á glugga hjá konunni á neðri hæðinni. „Hann hleypur á móti mér og veitist að mér þannig að ég þurfti bara að snúa hann niður og halda honum. Hann streittist á móti, hótaði mér og reyndi að slá til mín og annað. Ég sneri hann bara niður og hélt honum.“Góðkunningi lögreglu Júlíus kallaði á konu sína sem kom út, eins og konan á neðri hæðinni. Þær hringdu á lögregluna sem kemur og handtekur manninn. Hann segir að lögregluþjónarnir hafi vitað hver maðurinn var. Hann er ekki viss um hve lengi hann þurfti að halda manninum en „fannst tíminn vera frekar langur“. „Þetta var svolítið magnað. Að standa þarna berfættur á nærbuxunum og snúa einhvern mann niður sem var að reyna að komast inn í hús.“ Júlíus segir þetta sýna fram á mikilvægi þess að læsa hurðum og bílum á kvöldin.
Tengdar fréttir Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Hélt þjófinum þar til lögreglu bar að garði Maður framkvæmd borgaralega handtöku í nótt. 11. október 2016 07:58