Formaður dómaranefndar: Hegðun Einars alveg út úr kú Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2016 14:49 Guðjón L. svarar Einari fullum hálsi og spurning hvernig aganefnd tekur á máli þjálfarans. myndir/valli & ernir / samsett mynd/garðar Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Framkvæmdastjóri HSÍ, Einar Þorvarðarson, hefur vísað ummælum Einars Jónssonar, þjálfara Stjörnunnar, á Vísi í gær til aganefndar. Formaður dómaranefndar HSÍ vísar ásökunum þjálfarans til föðurhúsanna. Einar var hvassyrtur í viðtali við Vísi í gær og ýjaði að því að dómarar leiks Stjörnunnar og Aftureldingar, Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, hefðu vísvitandi dæmt gegn hans liði. Stjarnan tapaði leiknum með fimm marka mun en jafnt var á með liðunum þar til á lokamínútunum. Einar fékk svo að líta rauða spjaldið eftir að leik lauk. „Það er mjög einkennilegt hvernig Einar hagar sér. Ég er að fá svona tölvupósta að minnsta kosti einu sinni í viku frá þjálfurum. Þar senda þér mér klippur og spyrja mig álits. Þá höfum við útkljáð það á milli okkar,“ segir Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, en hann var afar hissa er hann sá viðtalið við Einar á Vísi í gær.Sjá einnig: Einar vill fá afsökunarbeiðni frá dómurunum „Ég fékk póst frá Einari í gærmorgun og hann gefur okkur ekki ráðrúm til þess að svara. Þetta er bara allt í einu komið í blöðin. Það finnst mér vera alveg út úr kú. Ég hef ekki enn kíkt á klippurnar hans Einars en hef heyrt í mönnum sem hafa gert það. Þeim ber ekki öllum saman um hvað sé rétt. Ég mun skoða þetta sjálfur.“ Guðjón segir að það sé ekkert óalgengt að þjálfarar sendi sér svona tíu atriði úr leikjum þar sem þeim finnst halla á sitt lið. „Svo þegar maður skoðar þau þá standa kannski eftir tvö atvik þar sem hefði mátt dæma á hinn veginn. Oftast eru þetta 50/50 atvik og jafnvel gefa menn sér eitthvað sem er kolrangt. Þá er það útskýrt og farið í gegnum þeim með það. Það finnst mér bara fínt og ég hef beðið þjálfarana um að senda mér svona. Ég vil ræða við þá en ekki í fjölmiðlum.“Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu leikinn sem um ræðir.vísir/stefánÞjálfarinn sagði við Vísi að sér þætti mjög eðlilegt að dómarar leiksins myndu hreinlega ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar á dómgæslunni. „Ég get lofað þér því að það er ekki að fara að gerast. Ef það væri eitthvað þess eðlis að það þyrfti að gera svo að þá myndum við að sjálfsögðu gera það. Mér skilst að það sem sé á þessari klippu gefi ekki tilefni til afsökunarbeiðnar,“ segir Guðjón. Einar vildi líka meina að dómarar gerðu ekkert í sínum málum. Sinntu engri vinnu til að bæta sig. Þeir vildu bara fá klippur frá þjálfurum í stað þess að gera hlutina sjálfur. „Þetta snýst allt um einhverja helvítis spinningtíma og eitthvað drasl yfir sumartímann,“ sagði Einar. „Þetta er bara kolrangt hjá Einari. Flest pörin eyða miklum tíma í að skoða sína frammistöðu og ég tala ekki um þetta par sem er Evrópupar. Þeir skoða alla sína leiki vel og það jafnvel oftar en tvisvar og þrisvar. Ég vísa þessari gagnrýni algjörlega til föðurhúsanna,“ segir Guðjón um þessa gagnrýni Einars. „Það er búið að bregðast við þessu máli með því að senda ummæli hans í viðtölum til aganefndar. Svo þurfum við að bregðast við bréfi hans og svara því. Það verður okkar á milli.“ Hér að neðan má sjá atvikin tíu þar sem Einar vill meina að verið sé að dæma gegn hans liði.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira