Í átt að „góðri“ peningastjórnun fyrir Ísland Lars Christensen skrifar 12. október 2016 09:00 Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal annars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verður að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óathuguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengiskerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi framkalla. Almennt held ég að helsta markmið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hagkerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æskilegri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórnunin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmálavæðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peningamálastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmálastofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftirspurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórnun sem tryggir afar mikinn stöðugleika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peningamálastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnanalega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er sennilegt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peningamála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krónuna eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta markmiðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun