Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Mikið vatnsveður hefur gengið yfir suður- og vesturland og hefur rennsli í ám allt að tvöfaldast. Vatnavextir í ám ná hámarki á morgun. Við verðum í beinni frá Suðurlandi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum viðbjörgunaraðila sem eru í viðbragðsstöðu.

Í fréttunum greinum við einnig frá því að forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun Alþingis á morgun og að Keflavíkurflugvöllur verður stærsti vinnustaður landsins innan tveggja ára gangi spár eftir.

Þá ræðum við við Unni Brá Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, en hún vakti mikla athygli þegar hún gaf rúmlega mánaðargamalli dóttur sinni brjóst í ræðustóli á Alþingi. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×