Innlent

Missti móður sína og þrjú systkini

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Fukahori var fjórtán ára þegar kjarnorkuárásin var gerð á Nagasaki.
Fukahori var fjórtán ára þegar kjarnorkuárásin var gerð á Nagasaki. Vísir/skjáskot
Fimm eftirlifendur kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki sögðu frá reynslu sinni í ráðhúsinu í dag en þeir sigldu til Íslands með Friðarskipinu sem farið hefur á milli landa í ríflega þrjátíu ár til að vekja athygli á friði, mannréttindum og umhverfisvernd.

 

Boðið var upp á tónlistaratriði, origamikennslu og íszlensk grunnskólabörn lærðu að skrifa nafnið sitt með japönskum bókstöfum.



Ferð skipsins er einnig tileinkuð friðarboðskap þeirra sem lifðu af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Þau voru þá á barnsaldri. Johji Fukahori var fjórtán ára þegar kjarnorkusprengjunni Feita karlinum var varpað á Nagasaki. Í þeirri árás létu yfir átta þúsund börn lífið. Hann man daginn vel.

 

„Þetta er eitthvað sem ég hef reynt að gleyma,  en ég missti móður mína og þrjú systkini, og þrjá af mínum bestu vinum,“ segir Fukahori.   Hann er í sinni fyrstu ferð með friðarskipinu og hefur verið á siglingu í 52 daga.  „Þetta er ný reynsla en ég vil leggja mikið á mig til að ná markmiðum þessarar ferðar. Að vekja athygli á  kjarnorkuvopnum,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×