Skatttekjur af ferðamönnum ætlaðar 445 milljarðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Fjölmargir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands skoða Þingvelli. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent