Gengur í minningu landpóstanna Sæunn Gísladóttir skrifar 13. október 2016 07:00 Einar segist vera að ganga inn í veturinn og veðrið muni hafa áhrif á lengd leiðangursins. vísir/eyþór „Þetta tekur tíu til fjórtán daga, það fer eftir veðri og hvernig ég verð stemmdur," þetta segir Einar Skúlason göngugarpur. Á sunnudag leggur hann af stað í 400 kílómetra göngu frá Reykjavíkur til Ísafjarðar í minningu landpóstanna sem fóru um landið á sínum tíma. Hann tekur með sér um tíu bréf. „Ég er að fara gamlar þjóðleiðir og reyni að setja mig í spor landpóstanna. Ég reyni að labba um 30 kílómetra á dag. Landpóstunum áður fyrr var yfirleitt róið yfir firðina en það eru engir árabátar í boði núna, þannig að ég leyfi mér það að á nokkrum stöðum þegar ég þarf að labba framhjá veginum að húkka mér far. En ég labba yfir heiðar og gamlar leiðir eins og hægt er. Mestan partinn, eða hátt í 300 kílómetra af leiðinni er ég að ganga eftir gömlum leiðum, elta vörður og þess háttar," segir Einar. Einar verður með tjald í för og stefnir að því að sofa til skiptis í tjaldi og svo í húsnæði, til dæmis í sumarbústað og á sveitabæ. Sem fyrr segir mun Einar bera póst milli staðanna tveggja. „Forseti Íslands er að senda heillaóskakveðjur til Ísafjarðarbæjar vegna 150 ára kaupstaðarafmæli hans á þessu ári. Svo er ég að bera bréf frá UMFÍ og Biskupi Íslands. Á þriðjudag heyrði ég svo í einum sem vill að ég fari með persónulegt bréf, ég held að það sé ástarbréf eða eitthvað slíkt, en ég svo sem veit það ekki ég er bara að bera bréfið á milli. Þetta eru kannski tíu sendingar samtals," segir Einar. Einar stefnir að því að ganga einn, en einhverjir hafa þó spurt hann hvort hægt sé að fá að labba með hluta af leiðinni þó ekkert sé staðfest. Einar mun á leið sinni skoða göngur fyrir facebook gönguhópinn Vesen og vergang og leiðir fyrir leiðsagnar app sitt Wappið. Einar mun senda frá sér hnit með gerfihnattasendli þannig að hægt verður að fylgjast með því hvar hann er á hhtp://wapp.is/postleidin. Einnig má fylgjast með leiðangrinum á samfélagsmiðlum á facebook.com/postleidin og á snapchat aðganginum einarino. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Þetta tekur tíu til fjórtán daga, það fer eftir veðri og hvernig ég verð stemmdur," þetta segir Einar Skúlason göngugarpur. Á sunnudag leggur hann af stað í 400 kílómetra göngu frá Reykjavíkur til Ísafjarðar í minningu landpóstanna sem fóru um landið á sínum tíma. Hann tekur með sér um tíu bréf. „Ég er að fara gamlar þjóðleiðir og reyni að setja mig í spor landpóstanna. Ég reyni að labba um 30 kílómetra á dag. Landpóstunum áður fyrr var yfirleitt róið yfir firðina en það eru engir árabátar í boði núna, þannig að ég leyfi mér það að á nokkrum stöðum þegar ég þarf að labba framhjá veginum að húkka mér far. En ég labba yfir heiðar og gamlar leiðir eins og hægt er. Mestan partinn, eða hátt í 300 kílómetra af leiðinni er ég að ganga eftir gömlum leiðum, elta vörður og þess háttar," segir Einar. Einar verður með tjald í för og stefnir að því að sofa til skiptis í tjaldi og svo í húsnæði, til dæmis í sumarbústað og á sveitabæ. Sem fyrr segir mun Einar bera póst milli staðanna tveggja. „Forseti Íslands er að senda heillaóskakveðjur til Ísafjarðarbæjar vegna 150 ára kaupstaðarafmæli hans á þessu ári. Svo er ég að bera bréf frá UMFÍ og Biskupi Íslands. Á þriðjudag heyrði ég svo í einum sem vill að ég fari með persónulegt bréf, ég held að það sé ástarbréf eða eitthvað slíkt, en ég svo sem veit það ekki ég er bara að bera bréfið á milli. Þetta eru kannski tíu sendingar samtals," segir Einar. Einar stefnir að því að ganga einn, en einhverjir hafa þó spurt hann hvort hægt sé að fá að labba með hluta af leiðinni þó ekkert sé staðfest. Einar mun á leið sinni skoða göngur fyrir facebook gönguhópinn Vesen og vergang og leiðir fyrir leiðsagnar app sitt Wappið. Einar mun senda frá sér hnit með gerfihnattasendli þannig að hægt verður að fylgjast með því hvar hann er á hhtp://wapp.is/postleidin. Einnig má fylgjast með leiðangrinum á samfélagsmiðlum á facebook.com/postleidin og á snapchat aðganginum einarino.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent