Innlent

Varðskipið Þór sent eftir slösuðum manni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Varðskipið Þór var í kvöld sent til móts við skip um 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum.
Varðskipið Þór var í kvöld sent til móts við skip um 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Vísir/Daníel
Varðskipið Þór var í kvöld sent til móts við skip um 70 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan sex í kvöld aðstoðarbeiðni frá skipinu e maður hafði slasast við fall um borð.

Um klukkan tíu í kvöld fóru sjúkraflutningsmenn varðskipsins um borð í skipið. Þar var hlúið að sjúklingnum og hann búinn undir flutning með þyrlu. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom að skipinu um ellefuleytið en gat ekki aðstoðað vegna veðurs.

Varðskipið Þór mun fylgja skipinu til Patreksfjarðar þar sem sjúklingurinn verður fluttur um borð í þyrlu og hann fluttur til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×