Himnasending Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:01 Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Verkefnið er eins og himnasending til okkar,“ sagði leikskólastjóri einn að loknu námskeiði um Vináttu – forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. „Það passar einstaklega vel inn í alla starfsemi og styður vel við önnur verkefni og áætlanir leikskólans.“ Setning sem þessi er ekkert einsdæmi, því starfsmenn Vináttuleikskólanna okkar hafa undantekningarlaust tekið verkefninu fagnandi og strax er farinn að sjást mikill árangur af notkun þess. En hvað er Vinátta? Það var á vormánuðum 2014, sem við starfsmenn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gengum manna á milli með græna tösku. Við höfðum trú á því að í töskunni leyndist lykillinn að lausn eineltismála. Við heimsóttum starfsmenn sveitarfélaga og leikskóla, ráðuneyta og háskóla og kynntum innihald töskunnar. Við vildum álit þeirra á því hvort við ættum að framleiða efnið í töskunni til að bjóða leikskólum á Íslandi til notkunar. Alls staðar var sama viðkvæðið; Þetta er einmitt það sem vantar! Hér hófst ævintýrið sem ekki sér fyrir endann á; Hafist var handa við að þýða og staðfæra efnið, sem er danskt að uppruna og Vinátta varð til. Á haustmánuðum 2014 var efnið tilbúið og að loknu námskeiði á okkar vegum tóku sex leikskólar í jafnmörgum sveitarfélögum að sér tilraunakennslu í rúmt ár. Í kjölfarið var efnið yfirfarið og gefið út að nýju og öllum leikskólum boðið það til notkunar. Nú eru Vináttuleikskólarnir orðnir 50 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Starfsmenn sem sótt hafa námskeið eru á fjórða hundrað. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að Vinátta fari í alla leikskóla sveitafélagsins, þar sem börnin munu síðar koma saman í grunnskólum og tómstundum og mikilvægt sé að þau séu öll vel nestuð með forvörnum gegn einelti. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og þeirri nálgun að einelti sé samfélagslegt mein en ekki einstaklingsbundið vandamál. Vinna þarf með skólabrag, samskipti og styrkleika barnanna strax í leikskóla og koma í veg fyrir að einelti nái að festa rætur og þrífast. Efnið í töskunni er einstaklega handhægt, auðvelt í notkun og árangursríkt. Allt skólasamfélagið tekur þátt í Vináttu, ekki bara börnin, heldur einnig starfsmenn og foreldrar. Við hjá Barnaheillum eigum þá von að innan fárra ára muni einelti meðal barna vera hverfandi. Með Vináttu leggjum við lóð á þær vogaskálar. Næsta námskeið vegna Vináttu verður þann 25. október. Leikskólar sem hafa áhuga á að verða Vináttu- leikskólar geta skráð starfsmenn á námskeið með því að hafa samband við barnaheill@barnaheill.is. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á: https://www.barnaheill.is/vinatta/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar