LHÍ - "Feitur þeytingur“ Stefán Ingvar Vigfússon skrifar 19. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar