LHÍ - "Feitur þeytingur“ Stefán Ingvar Vigfússon skrifar 19. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun