Maríusystur – leyniregla með 7500 félaga Hanna Kristín Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun