Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 1. júlí 2025 13:30 Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að velja friðinn fram yfir réttlætið?Ekki vegna þess að réttlæti skiptir ekki máli — þvert á móti.Heldur vegna þess að sé haldið í sársauka sem heimurinn neitar að stíga út úr, veikir það vitundina.Að velja friðinn, ekki sem þögn eða samþykki, heldur sem meðvitað val um að taka ekki þátt í mynstri sem stjórnar framvindunni. En hvað gerist þegar við bíðum eftir viðurkenningu sem aldrei kemur?Þegar réttlætið sem við þráum virðist fast í röddum sem þegja, afneita eða hunsa ?Við stöndum eftir með þá tilfinningu — að við höfum val um að öskra, gefast upp eða leita réttlætis. Það er þó líka annað val. Desmond Tutu, sem gegndi lykilhlutverki í sannleiks- og sáttarnefnd Suður-Afríku, sýndi heiminum að það er hægt að velja frið — ekki af undirgefni, heldur sem djúpa mótspyrnu gegn endurtekningunni.Frið sem segir: „Ég viðurkenni sannleikann. En ég ætla ekki að smita hann áfram.“Ekki af því að mér sé sama, heldur akkúrat af því að mér er svo innilega ekki sama. Við getum borið reiði með reisn. Við getum fundið allt sem við finnum – og samt ákveðið að bregðast ekki við á sama hátt og heimurinn hefur kennt okkur. Fátt er þó manninum erfiðara: Að ganga burt frá særandi hringiðunni — án þess að snúa til baka með eld í höndunum. Hér er svo spurning sem ég velti oft fyrir mér: Er það kannski svo, að sjálfshyggjan sem hefur orðið leiðarstef margra samfélaga takmarki hæfni okkar til friðar? Við höfum lært að virða sjálfsvirðingu okkar með því að standa ein — með okkar eigin sannleika, okkar eigin rétt. Erum við að svíkja okkur sjálf með því að gefa eftir? Friðurinn krefst ekki svika við sjálfið, heldur dýpri tengsla. Hver er andstæða sjálfshyggjunnar? Kannski er það samhyggja. Ekki undirgefni heldur viðurkenning á því að við eigum okkur sjálf í gegnum tengsl við aðra. Með því að skilja að sársauki annarra og okkar eigin eru ekki andstæður– heldur samtvinnaðir. Desmond Tutu sagði: „My humanity is bound up in yours, for we can only be human together.” Við þurfum hvort annað til að vera manneskjur. Kannski finnst aðeins friður þegar við hættum að líta á hann sem einkavörn og sjáum hann sem sameiginlegt val. Val sem byrjar ekki í samningaborði, heldur í hjarta þess sem segir: „Ég ætla ekki að halda þessu áfram.“ Val sem smíðar brú — jafnvel þar sem ekkert réttlæti hefur enn birst. Að velja friðinn. Ekki sem undanhald. Heldur sem stefnu. Sem val um að varðveita það sem við viljum njóta — innan frá og í umhverfinu. Höfundur er ráðgjafi og mastersnemi í heildrænum læknavísindum.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun