Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon og Gunnar Alexander Ólafsson skrifa 1. júlí 2025 10:32 Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Sjúkratryggingar Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á Íslandi sjáum við sífellt skýrari merki um að heilbrigðisþjónusta sé að færast frá samfélagslegri ábyrgð yfir í markaðsvædda viðskiptavöru. Einkaaðilar, einkum sérfræðilæknar utan spítala, fá nú greiðslur frá ríkissjóði í gegnum Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) samkvæmt fjölda heimsókna eða aðgerða. Það þýðir í reynd að þjónustan er fjármögnuð af almannafé – en veitt og stýrt með arðsemi að leiðarljósi. Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sem staðfestir alvarlegan veikleika í þessu kerfi. Þar kemur fram að SÍ skortir bæði faglega sérfræðiþekkingu og samningsgetu til að semja við einkaaðila sem hafa yfirburði í undirbúningi og upplýsingavinnslu. Þetta hefur haft bein áhrif á rekstur ríkisins:„Samningar um sérfræðiþjónustu hafa leitt til stórhækkandi kostnaðar án þess að fyrir liggi áreiðanleg gögn um að umfang þjónustunnar eða árangur hafi aukist að sama skapi.“ (Ríkisendurskoðun, 2025). Þessi þróun minnir á reynslu Svíþjóðar, þar sem opnað var fyrir einkarekstur á heilsugæslu í nafni valfrelsis og hagkvæmni. En rannsóknir Göran Dahlgren og Lisu Pelling sýna hvernig slíkt kerfi stuðlar að jöfnun niður á við: „Þegar markaðurinn ræður för, þá leita veitendur ekki til þeirra sem mest þurfa – heldur þeirra sem skila mestum arði.“ (Dahlgren & Pelling, 2020). Fyrirtæki beindu þjónustu að ungu, hraustu fólki í stórborgum – á meðan langveikir, eldri borgarar og landsbyggðin fengu minni athygli og verri þjónustu. Ísland er nú á svipaðri braut. Þegar greitt er eftir fjölda heimsókna, án mats á raunverulegri þörf eða árangri, myndast hvatar til oflækninga og óþarfa inngripa. Þá hættir sjúklingurinn að vera manneskja með þörf – og verður fjárhagsleg eining í þjónustukeðju. Þetta er ekki tilgáta – þetta er staðreynd sem rannsóknir og alþjóðleg reynsla hafa staðfest. Við stöndum frammi fyrir valkosti: Viljum við byggja heilbrigðisþjónustu á samfélagslegum grunni, þar sem þjónusta er veitt eftir þörf og greidd af sameiginlegum sjóðum? Eða ætlum við að leyfa markaðslögmálum að ákveða hver fær hvað á hvaða verði– og hvenær? Ýmsar leiðir til viðbragða við þessari þróun eru færar eins og Göran Dahlgren og Lisa Pelling benda á í bók sinni „Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaráætlun“ sem kom út fyrir ári síðan í íslenskri þýðingu á vegum ASÍ, BSRB og ÖBÍ. Valið er okkar – en tíminn til að bregðast við er að renna út. Ef ekki er brugðist við er hætt við að við missum stjórn á þessum málaflokki og stefni í óefni með meiri kostnaði og ójöfnuði eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, Englandi, Svíþjóð og víðar. Höfundar eru Einar Magnússon lyfjafræðingur og Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar