Myndlistin og samfélagið Dagur B. Eggertsson skrifar 8. október 2016 07:00 Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar myndlistar er árlegt vitundarátak þar sem vakin er athygli á starfi myndlistarmanna og verkum þeirra sem almenningur nýtur í daglegu lífi. Myndlistin er hluti af því umhverfi sem við höfum skapað okkur en við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir hversu fyrirferðamikil hún er í lífi okkar allra. Það er mikil gróska í myndlistarlífi borgarinnar, hvert sem litið er og hefur Reykjavíkurborg komið að ýmiskonar verkefnum sem því tengjast. Til dæmis styttist í opnun Marshall hússins á Grandanum í samstarfi við HB Granda. Borgin leigir af Granda og framleigir svo hlutann sem mun snúa að myndlist til Nýló, Kling og Bang, i8 Gallerí og Stúdíó Reykjavík með sjálfan Ólaf Elíasson í forgrunni. Marshall verður myndarlistamiðstöð; sýninga- og verkefnarými fyrir þessa lykilaðila í myndlistarlífinu sem mun án efa vekja líka athygli í hinum alþjóðlega myndlistarheimi. Um leið mun þetta verkefni styrkja enn frekar uppbyggingu í og við Granda þar sem íbúðabyggð, útgerð, lítil og meðalstór fyrirtæki, afþreying og menning fara vel saman. En það eru fleiri íslenskir listamenn að vekja athygli erlendis. Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2016 er Ragnar Kjartansson sem hefur aukið hróður íslenskrar myndlistar og Reykjavíkur um gjörvallan heim. Það telst óvenjulegt að maður sem er bara um fertugt hljóti þessa heiðursviðurkenningu til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. En hún er um leið þakklætisvottur frá borginni fyrir það framlag sem listamaðurinn hefur lagt til menningarlífsins í borginni og sjálfsmyndar hennar. Fjölbreytt verk Ragnars sýna í hnotskurn hvernig myndlistin getur verið í dag, en verk hans eiga rætur að rekja í ólíka miðla, m.a. leikhús, tónlist, málverk, gjörninga, kvikmyndir, myndbönd og bókmenntir. Stór einkasýning hans er væntanleg í Listasafn Reykjavíkur á komandi ári, eitt af flaggskipum menningarinnar sem borgin er stolt af að reka.Stuðningur við grasrót Borgin reynir eftir mætti að hlúa að myndlistinni með stuðningi við grasrót í gegnum fjölda gallería og vinnustaði myndlistarmanna. Þar má nefna Sjónlistarmiðstöðina á Korpúlfsstöðum, Myndhöggvarafélagið á Nýlendugötu, Nýlistasafnið, Kling og Bang, Harbinger, Grafíkfélagið, Hverfisgallerí og Listasafn ASÍ. Reykjavík er líka Friðarborg og það er ánægjulegt að segja frá því að Ólafur Elíasson verður einn fjögurra listamanna sem hljóta verðlaun úr Lennon-Ono friðarsjóðnum þann 9. október næstkomandi, sama dag og Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð að vanda. Kínverski fjöllistamaðurinn og aktívistinn Ai WeiWei verður þar einnig heiðraður ásamt hinum bresk-indverska myndlistarmanni Anish Kapoor, og ungversku fjöllistakonunni Katalin Ladik. Öll hafa þau með list sinni og verkum haft áhrif á samfélagið og vakið upp umræðu sem snertir upplifun okkar og tilfinningu fyrir umhverfinu. Listaverk geta fært okkur gleði í daglegu amstri, en myndlist og myndverk geta líka verið áminning eða vakning um samfélagsmál. Myndlist færir okkur þannig nýjar hugmyndir og nýja sýn á gamlar hugmyndir – og þessir fjórir listamenn nýta sér þá miðlun til almennings til hins ítrasta með verkum sínum. Friðarsúla Yoko Ono sem lýsir upp himininn yfir Viðey í svartasta skammdeginu er einmitt dæmi um slíkt listaverk. Verkið sést víða að í borginni og hægt er að njóta þess frá ótalmörgum sjónarhornum. Friðarsúlan lætur fáa ósnortna með boðskap sínum um frið til handa mannkyninu. Í hinu stóra samhengi er hún um leið áminning um þær hörmungar sem ófriður veldur og áminning til okkar sem byggjum þessa borg um að leysa úr ágreiningi á friðsamlegan hátt. Það er góð áminning nú þegar við minnumst þess í október að 30 ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða sem markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins. Ýmislegt verður gert til að minnast þeirra tímamóta og þar getur friðarsúlan verið táknmynd jafnt um innri sem alþjóðlegan frið. Gleðilegan Dag myndlistar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar