Samkomulagið frá París geirneglt í lögum Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Parísarsamkomulagið markar tímamót en er þó aðeins eitt skref í rétta átt. vísir/afp Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna – eða Parísarsamkomulagið eins og það er oft kallað – verður bindandi samkvæmt alþjóðalögum innan mánaðar, eða áður en 22. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Marokkó þann 7. nóvember næstkomandi.Árni FinnssonNú liggur fyrir að 79 þjóðir af þeim 197 sem komu að samþykkt Parísarsamkomulagsins frá því í desember í fyrra hafa fyrir sitt leyti fullgilt samninginn – en þessar 79 þjóðir standa að baki 56,75 prósentum af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Eins og oft hefur komið fram var hluti af samningsgerðinni að samningurinn hlyti lagalegt gildi þegar 55 ríki með 55 prósent af losun á heimsvísu hafa fullgilt hann. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að í desember í fyrra hafi loks náðst viðunandi árangur eftir áratuga samningaviðræður á vettvangi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Ársfundur aðildarríkja samningsins í París var sá 21. í röðinni og á ýmsu hafði gengið án viðunandi árangurs. Niðurstaðan varð Parísarsamkomulagið. Þá var næsti hjalli, undirritun samkomulagsins sem fram fór í New York í apríl og því næst lögleiðing hans í höfuðborgum hvers aðildarríkis. Þessi ferill hefur gengið hraðar en nokkur dæmi eru um í sögu Sameinuðu þjóðanna. „Þar með hefur yfirlýst markmið Frakklandsforseta, Bandaríkjaforseta og Ban Ki-moons, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, náðst. Sagan gaf ekki tilefni til slíkrar bjartsýni,“ segir Árni og bætir við að Frakkland, Bandaríkin, Kína, Indland, Brasilía, og Mexíkó, auk ríkjahópa á borð við Evrópusambandið, Afríkuríkin og Bandalag smá-eyríkja höfðu lagt gríðarlega mikla vinnu í að ná ásættanlegri lausn. Niðurstaðan – Parísarsamkomulagið – varð enn betra og enn metnaðarfyllri niðurstaða en nokkur hafði þorað að vona, er mat Árna. „Það segir þó sitt um stöðu mála að þrátt fyrir góðan árangur í París mun markmið aðildarríkja Parísarsamkomulagsins, um að halda hækkun meðalhitastigs jarðar innan við tvær gráður og í besta falli innan við 1,5 gráður, ekki nást. Verði ekki betur að gert mun meðalhitastig hækka um að minnsta kosti 2,7 gráður sem er langt umfram hættumörk,“ segir Árni Finnsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn Parísarsamningurinn um loftslagsmál var ræddur á fundi ráðherranna í Brussel í morgun. 30. september 2016 12:26 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna – eða Parísarsamkomulagið eins og það er oft kallað – verður bindandi samkvæmt alþjóðalögum innan mánaðar, eða áður en 22. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Marokkó þann 7. nóvember næstkomandi.Árni FinnssonNú liggur fyrir að 79 þjóðir af þeim 197 sem komu að samþykkt Parísarsamkomulagsins frá því í desember í fyrra hafa fyrir sitt leyti fullgilt samninginn – en þessar 79 þjóðir standa að baki 56,75 prósentum af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Eins og oft hefur komið fram var hluti af samningsgerðinni að samningurinn hlyti lagalegt gildi þegar 55 ríki með 55 prósent af losun á heimsvísu hafa fullgilt hann. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að í desember í fyrra hafi loks náðst viðunandi árangur eftir áratuga samningaviðræður á vettvangi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Ársfundur aðildarríkja samningsins í París var sá 21. í röðinni og á ýmsu hafði gengið án viðunandi árangurs. Niðurstaðan varð Parísarsamkomulagið. Þá var næsti hjalli, undirritun samkomulagsins sem fram fór í New York í apríl og því næst lögleiðing hans í höfuðborgum hvers aðildarríkis. Þessi ferill hefur gengið hraðar en nokkur dæmi eru um í sögu Sameinuðu þjóðanna. „Þar með hefur yfirlýst markmið Frakklandsforseta, Bandaríkjaforseta og Ban Ki-moons, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, náðst. Sagan gaf ekki tilefni til slíkrar bjartsýni,“ segir Árni og bætir við að Frakkland, Bandaríkin, Kína, Indland, Brasilía, og Mexíkó, auk ríkjahópa á borð við Evrópusambandið, Afríkuríkin og Bandalag smá-eyríkja höfðu lagt gríðarlega mikla vinnu í að ná ásættanlegri lausn. Niðurstaðan – Parísarsamkomulagið – varð enn betra og enn metnaðarfyllri niðurstaða en nokkur hafði þorað að vona, er mat Árna. „Það segir þó sitt um stöðu mála að þrátt fyrir góðan árangur í París mun markmið aðildarríkja Parísarsamkomulagsins, um að halda hækkun meðalhitastigs jarðar innan við tvær gráður og í besta falli innan við 1,5 gráður, ekki nást. Verði ekki betur að gert mun meðalhitastig hækka um að minnsta kosti 2,7 gráður sem er langt umfram hættumörk,“ segir Árni Finnsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn Parísarsamningurinn um loftslagsmál var ræddur á fundi ráðherranna í Brussel í morgun. 30. september 2016 12:26 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn Parísarsamningurinn um loftslagsmál var ræddur á fundi ráðherranna í Brussel í morgun. 30. september 2016 12:26