Samkomulagið frá París geirneglt í lögum Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Parísarsamkomulagið markar tímamót en er þó aðeins eitt skref í rétta átt. vísir/afp Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna – eða Parísarsamkomulagið eins og það er oft kallað – verður bindandi samkvæmt alþjóðalögum innan mánaðar, eða áður en 22. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Marokkó þann 7. nóvember næstkomandi.Árni FinnssonNú liggur fyrir að 79 þjóðir af þeim 197 sem komu að samþykkt Parísarsamkomulagsins frá því í desember í fyrra hafa fyrir sitt leyti fullgilt samninginn – en þessar 79 þjóðir standa að baki 56,75 prósentum af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Eins og oft hefur komið fram var hluti af samningsgerðinni að samningurinn hlyti lagalegt gildi þegar 55 ríki með 55 prósent af losun á heimsvísu hafa fullgilt hann. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að í desember í fyrra hafi loks náðst viðunandi árangur eftir áratuga samningaviðræður á vettvangi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Ársfundur aðildarríkja samningsins í París var sá 21. í röðinni og á ýmsu hafði gengið án viðunandi árangurs. Niðurstaðan varð Parísarsamkomulagið. Þá var næsti hjalli, undirritun samkomulagsins sem fram fór í New York í apríl og því næst lögleiðing hans í höfuðborgum hvers aðildarríkis. Þessi ferill hefur gengið hraðar en nokkur dæmi eru um í sögu Sameinuðu þjóðanna. „Þar með hefur yfirlýst markmið Frakklandsforseta, Bandaríkjaforseta og Ban Ki-moons, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, náðst. Sagan gaf ekki tilefni til slíkrar bjartsýni,“ segir Árni og bætir við að Frakkland, Bandaríkin, Kína, Indland, Brasilía, og Mexíkó, auk ríkjahópa á borð við Evrópusambandið, Afríkuríkin og Bandalag smá-eyríkja höfðu lagt gríðarlega mikla vinnu í að ná ásættanlegri lausn. Niðurstaðan – Parísarsamkomulagið – varð enn betra og enn metnaðarfyllri niðurstaða en nokkur hafði þorað að vona, er mat Árna. „Það segir þó sitt um stöðu mála að þrátt fyrir góðan árangur í París mun markmið aðildarríkja Parísarsamkomulagsins, um að halda hækkun meðalhitastigs jarðar innan við tvær gráður og í besta falli innan við 1,5 gráður, ekki nást. Verði ekki betur að gert mun meðalhitastig hækka um að minnsta kosti 2,7 gráður sem er langt umfram hættumörk,“ segir Árni Finnsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn Parísarsamningurinn um loftslagsmál var ræddur á fundi ráðherranna í Brussel í morgun. 30. september 2016 12:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna – eða Parísarsamkomulagið eins og það er oft kallað – verður bindandi samkvæmt alþjóðalögum innan mánaðar, eða áður en 22. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Marokkó þann 7. nóvember næstkomandi.Árni FinnssonNú liggur fyrir að 79 þjóðir af þeim 197 sem komu að samþykkt Parísarsamkomulagsins frá því í desember í fyrra hafa fyrir sitt leyti fullgilt samninginn – en þessar 79 þjóðir standa að baki 56,75 prósentum af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Eins og oft hefur komið fram var hluti af samningsgerðinni að samningurinn hlyti lagalegt gildi þegar 55 ríki með 55 prósent af losun á heimsvísu hafa fullgilt hann. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að í desember í fyrra hafi loks náðst viðunandi árangur eftir áratuga samningaviðræður á vettvangi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Ársfundur aðildarríkja samningsins í París var sá 21. í röðinni og á ýmsu hafði gengið án viðunandi árangurs. Niðurstaðan varð Parísarsamkomulagið. Þá var næsti hjalli, undirritun samkomulagsins sem fram fór í New York í apríl og því næst lögleiðing hans í höfuðborgum hvers aðildarríkis. Þessi ferill hefur gengið hraðar en nokkur dæmi eru um í sögu Sameinuðu þjóðanna. „Þar með hefur yfirlýst markmið Frakklandsforseta, Bandaríkjaforseta og Ban Ki-moons, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, náðst. Sagan gaf ekki tilefni til slíkrar bjartsýni,“ segir Árni og bætir við að Frakkland, Bandaríkin, Kína, Indland, Brasilía, og Mexíkó, auk ríkjahópa á borð við Evrópusambandið, Afríkuríkin og Bandalag smá-eyríkja höfðu lagt gríðarlega mikla vinnu í að ná ásættanlegri lausn. Niðurstaðan – Parísarsamkomulagið – varð enn betra og enn metnaðarfyllri niðurstaða en nokkur hafði þorað að vona, er mat Árna. „Það segir þó sitt um stöðu mála að þrátt fyrir góðan árangur í París mun markmið aðildarríkja Parísarsamkomulagsins, um að halda hækkun meðalhitastigs jarðar innan við tvær gráður og í besta falli innan við 1,5 gráður, ekki nást. Verði ekki betur að gert mun meðalhitastig hækka um að minnsta kosti 2,7 gráður sem er langt umfram hættumörk,“ segir Árni Finnsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn Parísarsamningurinn um loftslagsmál var ræddur á fundi ráðherranna í Brussel í morgun. 30. september 2016 12:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn Parísarsamningurinn um loftslagsmál var ræddur á fundi ráðherranna í Brussel í morgun. 30. september 2016 12:26