Fjárleysið þegar farið að bitna á gæðum menntunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2016 13:30 Jón Atli Benediktsson segir stöðuna þannig að ekki sé hægt að sinna nemendum með fullnægjandi hætti. Farið sé að kenna í stærri hópum og að ekki sé hægt að sinna einstaklingskennslu nægilega vel. vísir/anton brink/ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir viðvarandi fjárskort þegar farinn að bitna á kennslu nemenda og þar af leiðandi gæðum menntunarinnar. Þrátt fyrir að Háskóli Ísland standi vel gagnvart öðrum skólum þá sé það ljóst að hann sé farinn að dragast aftur úr. „Við sjáum það á tölunum að við erum aðeins að dragast niður. Það er áhyggjuefni vegna þess að þó við höfum verið að bæta okkur í vísindaþættinum ár frá ári þá eru hinir skólarnir að bæta sig meira og það þýðir að þeir fara fram úr okkur,“ sagði Jón Atli í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og vísaði til nýrra niðurstaðna þess efnis að Háskóli Íslands er á meðal 250 bestu háskóla í heimi. „Þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að setja meira inn í háskólamenntunina og við verðum að vera samkeppnishæf.“ Jón Atli segir Ísland hálfdrætting á við Norðurlöndin og að nauðsynlegt sé að bætt verði úr ástandinu. „Ef hann fæst ekki [fjárstuðningur] þá er mögulegt að Háskóli Íslands geti skrölt eitthvað aðeins áfram á næsta ári. En þá verður vandinn orðinn enn þá meiri og þessari þróun þarf að snúa við. [...] Ef það er þannig að háskólakerfið er stanslaust undirfjármagnað þá er ekki aðlaðandi fyrir fólk að koma hingað að starfa. Það hefur áhrif á íslenskt atvinnulíf og grefur undan því.“ Aðspurður segir hann það geta komið til þess að fækka þurfi greinum í háskólanum. „Við reynum að komast hjá því að hugsa um eitthvað svoleiðis. En þegar þú spyrð um raunveruleg áhrif, þegar við getum ekki sinnt öllum sem við viljum sinna vegna þess að fjárframlögin eru ekki næg þá verðum við að einfalda kerfið. Við verðum að kenna í enn stærri hópum og verðum mögulega að sameina greinar og eitthvað þess háttar. Þetta eru raunverulegar hættur og þetta er ekkert grín. Við erum bara hálfdrættingar á við Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda í háskóla.“Hlusta má á viðtalið allt í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir viðvarandi fjárskort þegar farinn að bitna á kennslu nemenda og þar af leiðandi gæðum menntunarinnar. Þrátt fyrir að Háskóli Ísland standi vel gagnvart öðrum skólum þá sé það ljóst að hann sé farinn að dragast aftur úr. „Við sjáum það á tölunum að við erum aðeins að dragast niður. Það er áhyggjuefni vegna þess að þó við höfum verið að bæta okkur í vísindaþættinum ár frá ári þá eru hinir skólarnir að bæta sig meira og það þýðir að þeir fara fram úr okkur,“ sagði Jón Atli í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og vísaði til nýrra niðurstaðna þess efnis að Háskóli Íslands er á meðal 250 bestu háskóla í heimi. „Þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að setja meira inn í háskólamenntunina og við verðum að vera samkeppnishæf.“ Jón Atli segir Ísland hálfdrætting á við Norðurlöndin og að nauðsynlegt sé að bætt verði úr ástandinu. „Ef hann fæst ekki [fjárstuðningur] þá er mögulegt að Háskóli Íslands geti skrölt eitthvað aðeins áfram á næsta ári. En þá verður vandinn orðinn enn þá meiri og þessari þróun þarf að snúa við. [...] Ef það er þannig að háskólakerfið er stanslaust undirfjármagnað þá er ekki aðlaðandi fyrir fólk að koma hingað að starfa. Það hefur áhrif á íslenskt atvinnulíf og grefur undan því.“ Aðspurður segir hann það geta komið til þess að fækka þurfi greinum í háskólanum. „Við reynum að komast hjá því að hugsa um eitthvað svoleiðis. En þegar þú spyrð um raunveruleg áhrif, þegar við getum ekki sinnt öllum sem við viljum sinna vegna þess að fjárframlögin eru ekki næg þá verðum við að einfalda kerfið. Við verðum að kenna í enn stærri hópum og verðum mögulega að sameina greinar og eitthvað þess háttar. Þetta eru raunverulegar hættur og þetta er ekkert grín. Við erum bara hálfdrættingar á við Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda í háskóla.“Hlusta má á viðtalið allt í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira