Fjárleysið þegar farið að bitna á gæðum menntunar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2016 13:30 Jón Atli Benediktsson segir stöðuna þannig að ekki sé hægt að sinna nemendum með fullnægjandi hætti. Farið sé að kenna í stærri hópum og að ekki sé hægt að sinna einstaklingskennslu nægilega vel. vísir/anton brink/ Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir viðvarandi fjárskort þegar farinn að bitna á kennslu nemenda og þar af leiðandi gæðum menntunarinnar. Þrátt fyrir að Háskóli Ísland standi vel gagnvart öðrum skólum þá sé það ljóst að hann sé farinn að dragast aftur úr. „Við sjáum það á tölunum að við erum aðeins að dragast niður. Það er áhyggjuefni vegna þess að þó við höfum verið að bæta okkur í vísindaþættinum ár frá ári þá eru hinir skólarnir að bæta sig meira og það þýðir að þeir fara fram úr okkur,“ sagði Jón Atli í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og vísaði til nýrra niðurstaðna þess efnis að Háskóli Íslands er á meðal 250 bestu háskóla í heimi. „Þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að setja meira inn í háskólamenntunina og við verðum að vera samkeppnishæf.“ Jón Atli segir Ísland hálfdrætting á við Norðurlöndin og að nauðsynlegt sé að bætt verði úr ástandinu. „Ef hann fæst ekki [fjárstuðningur] þá er mögulegt að Háskóli Íslands geti skrölt eitthvað aðeins áfram á næsta ári. En þá verður vandinn orðinn enn þá meiri og þessari þróun þarf að snúa við. [...] Ef það er þannig að háskólakerfið er stanslaust undirfjármagnað þá er ekki aðlaðandi fyrir fólk að koma hingað að starfa. Það hefur áhrif á íslenskt atvinnulíf og grefur undan því.“ Aðspurður segir hann það geta komið til þess að fækka þurfi greinum í háskólanum. „Við reynum að komast hjá því að hugsa um eitthvað svoleiðis. En þegar þú spyrð um raunveruleg áhrif, þegar við getum ekki sinnt öllum sem við viljum sinna vegna þess að fjárframlögin eru ekki næg þá verðum við að einfalda kerfið. Við verðum að kenna í enn stærri hópum og verðum mögulega að sameina greinar og eitthvað þess háttar. Þetta eru raunverulegar hættur og þetta er ekkert grín. Við erum bara hálfdrættingar á við Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda í háskóla.“Hlusta má á viðtalið allt í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir viðvarandi fjárskort þegar farinn að bitna á kennslu nemenda og þar af leiðandi gæðum menntunarinnar. Þrátt fyrir að Háskóli Ísland standi vel gagnvart öðrum skólum þá sé það ljóst að hann sé farinn að dragast aftur úr. „Við sjáum það á tölunum að við erum aðeins að dragast niður. Það er áhyggjuefni vegna þess að þó við höfum verið að bæta okkur í vísindaþættinum ár frá ári þá eru hinir skólarnir að bæta sig meira og það þýðir að þeir fara fram úr okkur,“ sagði Jón Atli í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og vísaði til nýrra niðurstaðna þess efnis að Háskóli Íslands er á meðal 250 bestu háskóla í heimi. „Þjóðirnar í kringum okkur hafa verið að setja meira inn í háskólamenntunina og við verðum að vera samkeppnishæf.“ Jón Atli segir Ísland hálfdrætting á við Norðurlöndin og að nauðsynlegt sé að bætt verði úr ástandinu. „Ef hann fæst ekki [fjárstuðningur] þá er mögulegt að Háskóli Íslands geti skrölt eitthvað aðeins áfram á næsta ári. En þá verður vandinn orðinn enn þá meiri og þessari þróun þarf að snúa við. [...] Ef það er þannig að háskólakerfið er stanslaust undirfjármagnað þá er ekki aðlaðandi fyrir fólk að koma hingað að starfa. Það hefur áhrif á íslenskt atvinnulíf og grefur undan því.“ Aðspurður segir hann það geta komið til þess að fækka þurfi greinum í háskólanum. „Við reynum að komast hjá því að hugsa um eitthvað svoleiðis. En þegar þú spyrð um raunveruleg áhrif, þegar við getum ekki sinnt öllum sem við viljum sinna vegna þess að fjárframlögin eru ekki næg þá verðum við að einfalda kerfið. Við verðum að kenna í enn stærri hópum og verðum mögulega að sameina greinar og eitthvað þess háttar. Þetta eru raunverulegar hættur og þetta er ekkert grín. Við erum bara hálfdrættingar á við Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda í háskóla.“Hlusta má á viðtalið allt í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira