Menntun er arðbær fjárfesting Sigrún Dögg Kvaran skrifar 20. september 2016 16:21 Komið hefur fram í umsögnum um nýtt frumvarp um LÍN að með nýju kerfi sé líklegra að nemendur velji arðbærar námsleiðir. Einnig hefur verið bent á að rangur hvati sé í núverandi námslánakerfi og í dæmaskyni er vísað til þess að þegar eldra fólk fer í nám þá fær það mesta styrkinn. Í ljósi þessara umræðna vakna spurningar, er þetta það sem við viljum? Viljum við breyta núverandi námslánakerfi þannig að ungt fólk velji sér nám sem afli þeim mestra tekna, á hverju verð ég rík/ur? Oftar en ekki þykir það ekki góðs viti ef einstaklingur velur nám eingöngu út frá tekjumöguleikum frekar en áhugasviði. Hver hefur ekki heyrt frasa eins og „það að vera óhamingjusamur í vel borgaðri vinnu er ekki þess virði“. Samfélagið þarf á öllum starfstéttum að halda, líka þeim sem teljast mögulega ekki arðbærar. Samfélagið þarf leik- og grunnskólakennara, hjúkrunarfræðinga og alla þá sem völdu nám aðallega út frá áhugasviði en ekki tekjumöguleikum. Ekki veit ég hvernig við myndum reka þjóðfélag án „óarðbærra stétta“. Hver myndi gæta barnanna á meðan foreldrar væru að græða peninga? Hvernig yrði ástandið á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum? Nú þegar berast þær fréttir að það er gífurleg vöntun á hjúkrunarfræðingum og horfur til lengri tíma ekki góðar. Svo slæm mannekla er á mörgum leikskólum og frístundaheimilum að börn eru send heim. Ég tel að á meðan að við getum ekki mannað þessi störf þá sé ekki rétti tíminn til að breyta námslánakerfinu og hvað þá á svo afdrifaríkan hátt að hvatinn til að fara í nám sem lofar ekki ofurtekjum verður mun minni. Einnig tel ég það afar miður að letja fólk sem komið er á miðjan aldur að fara aftur í nám og bæta við sig þekkingu. Það er ekki á allra færi að taka launalaust leyfi í tvö ár til að fara í langþráð framahaldsnám. Miklar breytingar á endurgreiðslu lánanna virðast einnig afar íþyngjandi þar sem ein af megináherslum nýja námslánakerfinu snýr að endurheimt að fullu fyrir starfslok. Með þessu nýja kerfi yrði greiðslubyrði einstaklings sem fer í framhaldsnám á miðjum aldri, mörgum þungur efnahagslegur baggi enda skal lánið að fullu greitt fyrir 67 ára aldur. Að lokum verður að segjast eins og er að það er algjörlega ótækt að rýra lánamöguleika fólks yfir 50 ára. Í nýja frumvarpinu lækkar framfærslulán um 10% fyrir hvert ár yfir 50 ára sem þýðir að einstaklingur sem fer í nám 59 ára á möguleika á 10% í framfærsluláni. Það sér það hver sem vill að með þessum breytingum beinist hvatinn aðallega að ungu fólki að mennta sig og að arðbært nám sé valið. Allar þessar breytingar þýða bara eitt, hlutverki LÍN er gjörbreytt og verður ekki lengur jöfnunarsjóður. Inn á heimasíðu LÍN er tekið fram að: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags“. Yfirvofandi breytingar eru ekki til þess fallnar að tryggja öllum námsmönnum tækifæri til náms án tillits til efnahags – þvert á móti. Að lokum langar mig að biðla til þingmanna að flýta sér hægt! Þinglok eru áætluð 29. september og að keyra svona afdrifaríkar breytingar á lánasjóðnum í gegn á svo skömmum tíma er engum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur fram í umsögnum um nýtt frumvarp um LÍN að með nýju kerfi sé líklegra að nemendur velji arðbærar námsleiðir. Einnig hefur verið bent á að rangur hvati sé í núverandi námslánakerfi og í dæmaskyni er vísað til þess að þegar eldra fólk fer í nám þá fær það mesta styrkinn. Í ljósi þessara umræðna vakna spurningar, er þetta það sem við viljum? Viljum við breyta núverandi námslánakerfi þannig að ungt fólk velji sér nám sem afli þeim mestra tekna, á hverju verð ég rík/ur? Oftar en ekki þykir það ekki góðs viti ef einstaklingur velur nám eingöngu út frá tekjumöguleikum frekar en áhugasviði. Hver hefur ekki heyrt frasa eins og „það að vera óhamingjusamur í vel borgaðri vinnu er ekki þess virði“. Samfélagið þarf á öllum starfstéttum að halda, líka þeim sem teljast mögulega ekki arðbærar. Samfélagið þarf leik- og grunnskólakennara, hjúkrunarfræðinga og alla þá sem völdu nám aðallega út frá áhugasviði en ekki tekjumöguleikum. Ekki veit ég hvernig við myndum reka þjóðfélag án „óarðbærra stétta“. Hver myndi gæta barnanna á meðan foreldrar væru að græða peninga? Hvernig yrði ástandið á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum? Nú þegar berast þær fréttir að það er gífurleg vöntun á hjúkrunarfræðingum og horfur til lengri tíma ekki góðar. Svo slæm mannekla er á mörgum leikskólum og frístundaheimilum að börn eru send heim. Ég tel að á meðan að við getum ekki mannað þessi störf þá sé ekki rétti tíminn til að breyta námslánakerfinu og hvað þá á svo afdrifaríkan hátt að hvatinn til að fara í nám sem lofar ekki ofurtekjum verður mun minni. Einnig tel ég það afar miður að letja fólk sem komið er á miðjan aldur að fara aftur í nám og bæta við sig þekkingu. Það er ekki á allra færi að taka launalaust leyfi í tvö ár til að fara í langþráð framahaldsnám. Miklar breytingar á endurgreiðslu lánanna virðast einnig afar íþyngjandi þar sem ein af megináherslum nýja námslánakerfinu snýr að endurheimt að fullu fyrir starfslok. Með þessu nýja kerfi yrði greiðslubyrði einstaklings sem fer í framhaldsnám á miðjum aldri, mörgum þungur efnahagslegur baggi enda skal lánið að fullu greitt fyrir 67 ára aldur. Að lokum verður að segjast eins og er að það er algjörlega ótækt að rýra lánamöguleika fólks yfir 50 ára. Í nýja frumvarpinu lækkar framfærslulán um 10% fyrir hvert ár yfir 50 ára sem þýðir að einstaklingur sem fer í nám 59 ára á möguleika á 10% í framfærsluláni. Það sér það hver sem vill að með þessum breytingum beinist hvatinn aðallega að ungu fólki að mennta sig og að arðbært nám sé valið. Allar þessar breytingar þýða bara eitt, hlutverki LÍN er gjörbreytt og verður ekki lengur jöfnunarsjóður. Inn á heimasíðu LÍN er tekið fram að: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags“. Yfirvofandi breytingar eru ekki til þess fallnar að tryggja öllum námsmönnum tækifæri til náms án tillits til efnahags – þvert á móti. Að lokum langar mig að biðla til þingmanna að flýta sér hægt! Þinglok eru áætluð 29. september og að keyra svona afdrifaríkar breytingar á lánasjóðnum í gegn á svo skömmum tíma er engum til góða.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar