Fjárfesting í innviðum hefur skilað sér Sæunn Gísladóttir skrifar 21. september 2016 12:00 Sjóklæðagerðin er í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Mynd/66°NORÐUR Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“ Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“
Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira