Fjárfesting í innviðum hefur skilað sér Sæunn Gísladóttir skrifar 21. september 2016 12:00 Sjóklæðagerðin er í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Mynd/66°NORÐUR Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“ Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR hagnaðist um rúma tvo milljarða á síðasta ári. Séu einskiptisaðgerðir og skipulagsbreytingar teknar út fyrir sviga nemur hagnaður félagsins 178 milljónum króna og nam vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækinu rúmum átta prósentum á milli ára. „Við gerðum á árinu ákveðnar skipulagsbreytingar sem kalla á skýringar. Fyrirtækið er ekki að skila methagnaði þótt tölurnar gætu við fyrstu sýn gefið annað í skyn,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar 66°Norður. Á árinu ákváðu eigendur félagsins að skipta félaginu upp í tvær einingar og er breytingin gerð til þess að skilja að ólíka þætti rekstursins, annars vegar framleiðslu útivistar- og vinnufatnaðar undir hatti Sjóklæðagerðarinnar, en hins vegar framleiðslu ullar- og gjafavöru undir félaginu Rammagerðin Holding. Við þessa breytingu myndaðist söluhagnaður í bókum Sjóklæðagerðarinnar upp á rúmar 1.852 milljónir króna. Félögin eru bæði að fullu í eigu eignarhaldsfélags í eigu hjónanna Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur. Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar námu 3,5 milljörðum króna árið 2015 og drógust saman milli ára. Eigið fé nam 2,3 milljörðum í árslok og hækkaði um tæpa tvo milljarða milli ára, meðal annars vegna breytinganna. „Afkoman er ásættanleg og reksturinn hefur gengið vel,“ segir Helgi. „Aukin kaup Íslendinga á merkinu og fjölgun ferðamanna hefur hjálpað til. Við erum búin að vera að styrkja línuna okkar mikið og bæta inn mörgum vörum,“ segir Helgi. Fyrirtækið rekur tíu verslanir 66° Norður á Íslandi og tvær í Kaupmannahöfn í Danmörku. Auk þess starfrækir Rammagerðin (í eigu hjónanna) sex verslanir. „Það er búið að ganga mjög vel í Kaupmannahöfn, við erum að sjá góða söluaukningu í búðinni sem er búin að vera opin lengur en í eitt ár. Við munum einbeita okkur að því að reka þessar verslanir vel en svo sjáum við til hvort við opnum aðrar í Kaupmannahöfn eða annars staðar. Það er ekkert sem við erum búin að negla niður, við erum bara að skoða það,“ segir Helgi. Að sögn Helga fer langstærsti hluti sölunnar í Rammagerðinni til ferðamanna. „En við sjáum að Íslendingar eru í auknum mæli að kaupa hjá okkur þar íslenskt handverk. Íslendingar eru svo langstærsti viðskiptamannahópur 66°Norður á Íslandi.“ Helgi segir að gott gengi hjá félaginu megi rekja til mikillar uppbyggingar innan fyrirtækisins. „Við höfum notað mikið fjármagn í að fjárfesta í vörulínunni, markaðssetningunni og nýjum verslunum undanfarin ár. Við viljum leggja áherslu á að svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.“
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira