Lífsógn í boði stjórnvalda? Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabbameinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameinslyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að peningar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norðurlöndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum.Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafnframt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum ríkisins ættu að ganga lengra en gildandi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágrannalöndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heilbrigðisyfirvöld beri fyrir sig fjárskort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðisþjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum leitar það allra leiða til að fá bót sinna meina. Krabbamein er sá sjúkdómur sem margir berjast við og til allrar hamingju hefur læknavísindunum fleygt það mikið fram að margir læknast af krabbameini eða geta lifað með sjúkdómi sínum. Við Íslendingar búum við þá gæfu að hér starfa einir færustu krabbameinslæknar í heiminum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lækna sjúklinga sína. En til þess að ná hámarksárangri þurfum við að hafa aðgang að bestu krabbameinslyfjum sem völ er á hverju sinni. Því miður er ekki svo í reynd. Nú berast fréttir af því að peningar, sem ætlaðir voru í sjúkrahúslyf á þessu ári, séu uppurnir. Þetta hefur Guðrún Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar ríkisins, staðfest i viðtali við Fréttablaðið þar sem fram kemur að í flestum tilfellum sé um að ræða lyf sem komin eru í notkun annars staðar á Norðurlöndunum. Það þýðir einfaldlega að íslenska heilbrigðiskerfið býður krabbameinsveiku fólki ekki sömu úrræði í meðferð og slíkir sjúklingar fá í nágrannalöndunum.Líf og heilsa í fyrsta sæti Í þriðju grein laga um réttindi sjúklinga stendur skýrum stöfum: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.“ Í Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins stendur jafnframt í 76. grein: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Þessi ákvæði eru alveg skýr og fæ ég ekki séð hvernig meintur skortur á fjármunum ríkisins ættu að ganga lengra en gildandi lög. Þegar ákveðið er hvernig fjármunum ríkisins er ráðstafað á hverju ári er það alveg skýlaus krafa okkar allra að líf og heilsa sé í fyrsta sæti. Þótt ákveðinn kvóti hafi verið áætlaður í kaup á lyfjum, er alveg ljóst að aldrei er hægt að segja fyrir um hversu margir veikjast á hverju ári. Hvers eiga þeir að gjalda sem veikjast eftir að kvótinn er búinn? Við, sem störfum hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, upplifum ótta og öryggisleysi skjólstæðinga okkar sem flestir eru afar vel upplýstir og hafa kynnt sér hvernig staðið er að meðferðum krabbameinsveikra í nágrannalöndunum. Það er sárara en tárum taki að þurfa að segja þeim að heilbrigðisyfirvöld beri fyrir sig fjárskort sem rök fyrir því að þessi lyf séu ekki til staðar hér á landi. Líf liggur við og ekkert er mikilvægara en líf og heilsa fólks. Þess vegna þarf að forgangsraða upp á nýtt og taka peningana þar sem þeirra er síður þörf og verja þeim í þá heilbrigðisþjónustu sem við sannarlega eigum rétt á samkvæmt lögum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar