Hlutverk drukkna mannsins Einar Örn Gunnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrum eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrum tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rithöfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna mannsins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbyggingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guðmundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki.Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóstvitið að vopni. Framsetning greinarinnar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukkuna en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leitast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guðmundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleikanum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norðmenn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Grænlands. Eyðileggingin sem Guðmundur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúruvísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðarlegu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrirferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgunblaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í greinasafninu Ég vildi að ég kynni að dansa eftir Guðmund Andra Thorsson er að finna pistil um hlutverk rithöfunda í samfélaginu. Þar leggur hann út frá sögu af drukknum manni sem hagar sér óðslega, klifrar upp í staur og öskrar. Maðurinn er að gera upp sakir við fyrrum eiginkonu sína. Þegar hann er kominn upp á þak og hótar að stökkva hringir konan í fyrrum tengdamóður sína sem mætir á staðinn og nær tökum á vitfirrtum syninum. Guðmundur Andri segir að rithöfundar ættu að vera í hlutverki gömlu konunnar „sem brýnir hinn ærða mann til að hugsa“. Hins vegar telur hann að rithöfundar séu oftast í hlutverki drukkna mannsins sem m.a. ryðst með skarkala og látum fyrirvaralaust inn í líf fólks við lítinn fögnuð. Við lestur greinar Guðmundar Andra sem birtist í Fréttablaðinu þann 5. september á blaðsíðu 11 er ljóst að honum tekst sérlega vel upp í hlutverki drukkna mannsins sem úthýst hefur dómgreindinni. Í greininni er að finna ómaklegar og órökstuddar fullyrðingar um atvinnugrein sem nú er í uppbyggingu. Tilhæfulausar staðhæfingar á borð við þá að Norðmenn horfi til laxeldis á Íslandi því hér þurfi þeir ekki að lúta ströngum reglum og stífu eftirliti. Það er ljóst að Guðmundur Andri hefur ekki kynnt sér regluverk greinarinnar, hvorki hér á landi né í Noregi. Mikilvægt er að halda því til haga að yfirvöld á Íslandi gera ríkar kröfur jafnt til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar. Engar forsendur væru því fyrir norska aðila að færa starfsemi til Íslands með það fyrir augum að lúta ekki jafn ströngu regluverki.Langt frá raunveruleikanum Það vekur undrun að maður sem vill láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðu skuli ekki hafa metnað til að kynna sér grundvallaratriði þeirra mála sem hann fjallar um. Hann kýs heldur að ryðjast fram á ritvöllinn með afar takmarkaða þekkingu, ekkert innsæi og brjóstvitið að vopni. Framsetning greinarinnar og málflutningur er að stórum hluta í dylgjustíl þar sem fullyrt er t.d. að menn treysti á „Guð og lukkuna en þó einkum á norskt hugvit“. Hugmyndir Guðmundar um að aðferðir Norðmanna í laxeldi séu úreltar eru á engan hátt rökstuddar og ekki er með nokkrum hætti leitast við að segja í hverju sú úrelding ætti að vera fólgin. Norskt laxeldi er hátækniiðnaður í dag sem er í sífelldri framþróun. Lýsingar Guðmundar Andra á ástandi norskra fjarða eru langt frá raunveruleikanum og erfitt er að átta sig á hvað vakir fyrir höfundi að setja svo augljósar rangfærslur á prent. Er lengra líður á lestur greinarinnar koma fram fullyrðingar sem sveipa textann ögn ofsóknarkenndum blæ. Guðmundur lætur ekki staðar numið heldur lýsir því yfir að Norðmenn muni gjöreyða íslenskum fjörðum og eyðileggingarmátturinn muni líklega teygja sig til Grænlands. Eyðileggingin sem Guðmundur trúir að sé raunveruleg á að eiga sér stað fyrir tilstillti sveitarstjórna og hins opinbera. Á einum stað nefnir Guðmundur þá menn sem „trúa ekki náttúruvísindamönnum“ en um leið gerist hann sekur um það sjálfur. Hann telur að leyfi til framkvæmda séu gefin út án fyrirhyggju og að menn ætli að rannsaka náttúruna síðar. Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki. Þetta ferli er gagnsætt og opið fyrir athugasemdum almennings sem og fagaðila. Í greininni gerir höfundur heiðarlegu fólki upp varasamt hugarfar. Í pistli Guðmundar Andra úr áðurnefndu greinasafni segir hann að rithöfunda dreymi um að vera hvort tvegga í hlutverki hins drukkna manns og móðurinnar. Í fréttablaðsgreininni var hinn drukkni og vitfirrti maður fyrirferðarmikill en skynsöm móðirin var víðs fjarrri. Sú kona sem kom hins vegar upp í huga lesandans var ekki af ætt Sókratesar en lifði á árum áður góðu lífi í Velvakanda Morgunblaðsins undir nafninu Kona úr Vesturbænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun