Jafnréttismál á krossgötum – hvað þarf eiginlega að breytast? Formenn fimm aðildarfélaga BHM skrifar 22. september 2016 07:00 Bandalög launafólks hafa barist fyrir kynjajafnrétti um langt árabil og okkur sem störfum fyrir þau bandalög svíður árangursleysið. En jöfn kjör eru einungis eitt pennastrik í flóknu mynstri jafnréttismála og þegar litið er til annarra jafnréttisþátta blasir við okkur enn daprari sýn. Afrakstur jafnréttisaðgerða er víðast lítill. Eini áþreifanlegi árangurinn undanfarna hálfa öld virðist vera takmörkuð viðurkenning á tilverurétti þeirra sem stíga út fyrir ramma rétttrúnaðar fyrri tíma í kynhneigð og enn skilyrtari jánkun við því að konan ráði yfir líkama sínum. Hið síðara er meira að segja í hugum margra háð illa skilgreindum velsæmisramma í klæðaburði eða öðrum skilyrðum. Við höfum sett lög og skrifað reglugerðir. Barið okkur á brjóst og sagt misrétti heilagt stríð á hendur. Sett jafnréttismál á stefnuskrár stjórnmálaflokka, kjarafélaga, góðgerðasamtaka og saumaklúbba. Árangur baráttunnar hefur verið takmarkaður og oftast skilyrtur. Eina haldbæra skýringin á framfaraskortinum er raunar sú að aðferðafræði okkar sé röng. Sumir berjast fyrir launajafnrétti. Aðrir fyrir jafnrétti til náms, aðgengis, hjúskapar eða þátttöku í einum eða öðrum þætti tilverunnar. Konan getur nálgast launajafnrétti ef hún hegðar sér eins og karl á vinnumarkaði. Jafnrétti til náms er lagabókstafur sem hefur ekki náð að brjóta niður múra efnahagsstöðu, uppruna eða líkamsástands. Öryrkjar horfðu í von til reglugerða um aðgengi, en meira að segja opinberar stofnanir sjá fæstar ástæðu til að starfa eftir þeim og jafnrétti samkynhneigðra til fjölskyldulífs er enn háð illskiljanlegum skilyrðum. Aldraðir njóta ekki enn jafnréttis til neins. Þarna er gagngerra breytinga þörf. Vonandi getum við öll verið sammála um það. En hvað ef það sem þarfnast breytinga varðar okkar eigin framgöngu? Getur verið að allir þeir sem til þessa hafa beitt kröftum sínum í glímu við einhvern anga jafnréttismála þurfi að snúa bökum saman um að gera grundvallarbreytingar á nálguninni að málefninu? Jafnrétti er mannréttindamál. Í sinni einföldustu (og flóknustu) mynd er það réttur hvers einstaklings til þátttöku í samfélagi sínu að mörkum eigin getu og vilja og á sínum eigin forsendum.Í órafjarlægð Eins og mál standa erum við í órafjarlægð frá ofangreindri skilgreiningu. Öryrkjar og aldraðir hafa takmarkaðan þátttökurétt í samfélaginu og hafa það sameiginlegt með atvinnulausum að eiga fremur að nefnast bótaþolar en bótaþegar. Aðrir hópar standa einnig frammi fyrir illa yfirstíganlegum forsendum og takmörkunum. Konum hættir til að segja þessar forsendur karllægar, en þær eru í raun hvorki karllægar né kvenlægar. Þær eru ekki heldur gagnkynhneigðarlægar, ungdómslægar eða settar til höfuðs öryrkjum. Þær eru einhvers konar seigfljótandi hugmyndafræðilegur massi sem virðist hafa safnast saman í aldanna rás svona af sjálfu sér. Hljóma líkast tilviljanakenndu bergmáli af röddum úr djúpi aldanna. Í dag eru þessar forsendur líklega engum þóknanlegar, þótt þær geti eftir atvikum reynst ágætis stjórntæki í höndum þeirra sem hafa geð til að nýta þær. Tilgangur þeirra í dag virðist fyrst og fremst vera að hefta hugmyndafræðilega hreyfingu og í nútímanum hefur ekkert samfélag efni á að hægja á þeirri þróun. Síst af öllu lítið samfélag sem í mörgu virðist alltaf hokra á mörkum hins byggilega. Ef við ætlum að nálgast jafnrétti þurfum við að snúa þessu dæmi við. Við þurfum að snúa forsendunum á hvolf. Samfélagið og stofnanir þess verða að takast á herðar þá skyldu að skýra misrétti, fremur en að einstaklingar eða hópar þurfi að réttlæta jafnrétti. Stofnanir sem skammta hópum það hlutskipti að geta ekki tekið nema takmarkaðan þátt í samfélaginu eiga ekki tilverurétt. Við höfum ekki efni á að setja ljós neins undir mæliker. Hvorki í nafni veraldlegs eða trúarlegs valds. Alls ekki í nafni stjórnunar eða embættisþæginda og síst af öllu í nafni hámörkunar arðs fámennra hópa. Launagreiðandi sem byggir launagreiðslur á einhverju öðru en framlagi launamannsins á ekki erindi í rekstur. Stjórnvald sem ýtir stökum hópum út á jaðar samfélagsins og heftir þannig framlag þeirra er ekki stjórntækt. Vissulega eru sú barátta sem þegar hefur átt sér stað mikilvæg en betur má ef duga skal. Grundvöllur jafnréttis liggur á sömu stoðum og það samfélag sem við byggjum og felst því ekki síður í viðurkenningu á lífsgildum allra hópa en rétti þeirra til einhverra skilgreindra athafna, hegðunar eða umbunar. Sú umræða er fram undan. Greinin er þriðja greinin af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Bandalög launafólks hafa barist fyrir kynjajafnrétti um langt árabil og okkur sem störfum fyrir þau bandalög svíður árangursleysið. En jöfn kjör eru einungis eitt pennastrik í flóknu mynstri jafnréttismála og þegar litið er til annarra jafnréttisþátta blasir við okkur enn daprari sýn. Afrakstur jafnréttisaðgerða er víðast lítill. Eini áþreifanlegi árangurinn undanfarna hálfa öld virðist vera takmörkuð viðurkenning á tilverurétti þeirra sem stíga út fyrir ramma rétttrúnaðar fyrri tíma í kynhneigð og enn skilyrtari jánkun við því að konan ráði yfir líkama sínum. Hið síðara er meira að segja í hugum margra háð illa skilgreindum velsæmisramma í klæðaburði eða öðrum skilyrðum. Við höfum sett lög og skrifað reglugerðir. Barið okkur á brjóst og sagt misrétti heilagt stríð á hendur. Sett jafnréttismál á stefnuskrár stjórnmálaflokka, kjarafélaga, góðgerðasamtaka og saumaklúbba. Árangur baráttunnar hefur verið takmarkaður og oftast skilyrtur. Eina haldbæra skýringin á framfaraskortinum er raunar sú að aðferðafræði okkar sé röng. Sumir berjast fyrir launajafnrétti. Aðrir fyrir jafnrétti til náms, aðgengis, hjúskapar eða þátttöku í einum eða öðrum þætti tilverunnar. Konan getur nálgast launajafnrétti ef hún hegðar sér eins og karl á vinnumarkaði. Jafnrétti til náms er lagabókstafur sem hefur ekki náð að brjóta niður múra efnahagsstöðu, uppruna eða líkamsástands. Öryrkjar horfðu í von til reglugerða um aðgengi, en meira að segja opinberar stofnanir sjá fæstar ástæðu til að starfa eftir þeim og jafnrétti samkynhneigðra til fjölskyldulífs er enn háð illskiljanlegum skilyrðum. Aldraðir njóta ekki enn jafnréttis til neins. Þarna er gagngerra breytinga þörf. Vonandi getum við öll verið sammála um það. En hvað ef það sem þarfnast breytinga varðar okkar eigin framgöngu? Getur verið að allir þeir sem til þessa hafa beitt kröftum sínum í glímu við einhvern anga jafnréttismála þurfi að snúa bökum saman um að gera grundvallarbreytingar á nálguninni að málefninu? Jafnrétti er mannréttindamál. Í sinni einföldustu (og flóknustu) mynd er það réttur hvers einstaklings til þátttöku í samfélagi sínu að mörkum eigin getu og vilja og á sínum eigin forsendum.Í órafjarlægð Eins og mál standa erum við í órafjarlægð frá ofangreindri skilgreiningu. Öryrkjar og aldraðir hafa takmarkaðan þátttökurétt í samfélaginu og hafa það sameiginlegt með atvinnulausum að eiga fremur að nefnast bótaþolar en bótaþegar. Aðrir hópar standa einnig frammi fyrir illa yfirstíganlegum forsendum og takmörkunum. Konum hættir til að segja þessar forsendur karllægar, en þær eru í raun hvorki karllægar né kvenlægar. Þær eru ekki heldur gagnkynhneigðarlægar, ungdómslægar eða settar til höfuðs öryrkjum. Þær eru einhvers konar seigfljótandi hugmyndafræðilegur massi sem virðist hafa safnast saman í aldanna rás svona af sjálfu sér. Hljóma líkast tilviljanakenndu bergmáli af röddum úr djúpi aldanna. Í dag eru þessar forsendur líklega engum þóknanlegar, þótt þær geti eftir atvikum reynst ágætis stjórntæki í höndum þeirra sem hafa geð til að nýta þær. Tilgangur þeirra í dag virðist fyrst og fremst vera að hefta hugmyndafræðilega hreyfingu og í nútímanum hefur ekkert samfélag efni á að hægja á þeirri þróun. Síst af öllu lítið samfélag sem í mörgu virðist alltaf hokra á mörkum hins byggilega. Ef við ætlum að nálgast jafnrétti þurfum við að snúa þessu dæmi við. Við þurfum að snúa forsendunum á hvolf. Samfélagið og stofnanir þess verða að takast á herðar þá skyldu að skýra misrétti, fremur en að einstaklingar eða hópar þurfi að réttlæta jafnrétti. Stofnanir sem skammta hópum það hlutskipti að geta ekki tekið nema takmarkaðan þátt í samfélaginu eiga ekki tilverurétt. Við höfum ekki efni á að setja ljós neins undir mæliker. Hvorki í nafni veraldlegs eða trúarlegs valds. Alls ekki í nafni stjórnunar eða embættisþæginda og síst af öllu í nafni hámörkunar arðs fámennra hópa. Launagreiðandi sem byggir launagreiðslur á einhverju öðru en framlagi launamannsins á ekki erindi í rekstur. Stjórnvald sem ýtir stökum hópum út á jaðar samfélagsins og heftir þannig framlag þeirra er ekki stjórntækt. Vissulega eru sú barátta sem þegar hefur átt sér stað mikilvæg en betur má ef duga skal. Grundvöllur jafnréttis liggur á sömu stoðum og það samfélag sem við byggjum og felst því ekki síður í viðurkenningu á lífsgildum allra hópa en rétti þeirra til einhverra skilgreindra athafna, hegðunar eða umbunar. Sú umræða er fram undan. Greinin er þriðja greinin af þremur um jafnréttismál.Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður Stéttarfélags lögfræðingaBragi Skúlason formaður FræðagarðsHugrún R. Hjaltadóttir formaður Félags íslenskra félagsvísindamannaRagnheiður Bóasdóttir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna StjórnarráðsinsSigrún Guðnadóttir formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðingaÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar