Haldbær sjálfbærni Herdís Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2016 08:00 Sjálfbærni var ekki fundin upp með Brundtlands-skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 1987, en frá þeim tíma hefur hugtakið sjálfbær þróun (sustainable development) verið notað. Sjálfbær þróun var þar skilgreind sem sú þróun sem fullnægir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gengist undir skuldbindingar varðandi umgengni um þessa einu jörð, enda sameiginlegt viðfangsefni. Árið 2002 samþykkti íslenska ríkið landsstefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi undir yfirskriftinni Velferð til framtíðar. Fjölmörg sveitarfélög og fyrirtæki hafa einnig sett fram leiðir til aukinnar sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið vefst enn fyrir mörgum, en þó fullyrði ég að fáir telja sjálfbæra þróun snúast um flokkun á rusli eins og algengt var í upphafi. Í dag er talað um sjálfbærar borgir, sjálfbærar kauphallir og sjálfbærnistöðu fyrirtækja. Einnig er talað um sjálfbærni skulda og hvort ríkisfjármálin geti talist sjálfbær til lengri tíma. Á sama tíma og utanríkisráðherra Íslands ræddi við kanadískan og norskan kollega um samstarf á sviði sjávarútvegs og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum birtust myndir af Hollywood-leikkonunni Emmu Watson. Emma klæddist síðkjól hönnuðum af Calvin Clein og Eco Age, sem var saumaður með sjálfbærni að leiðarljósi. Af þessu sést að sjálfbærni er augljóslega eftirsóknarverð, hvaða skilning sem fólk leggur í hana. Það verður að teljast góð þróun. Í sumar fór ég með erlenda gesti um landið og úr þeirri ferð er mér minnisstætt hvað sjálfbærni kom oft upp í hugann daginn sem við snæddum í Efstadal II. Þó sá ég það hvergi á prenti. Sama ættin hefur búið á bænum síðan um 1850 og þar reka þau glæsilega ferðaþjónustu með gistingu, veitingastað þar sem boðið var upp á Efstadalssteikur og -borgara, kokteil úr mysu og silung úr nágrenninu. Eftir matinn gátum við notið þess að horfa á kýrnar í fjósinu á meðan við gæddum okkur á gómsætum ís, sem framleiddur er á staðnum, úr Efstadalsmjólk. Frábært dæmi um það hvernig hægt er að byggja upp og auka virði þess sem fyrir er, kynslóð fram af kynslóð. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum hvort sem við stjórnum heimilum, fyrirtækjum eða ríkjum. Lítum okkur nær því þegar allt kemur til alls þá snýst sjálfbær þróun ekki um gildishlaðin orð á blaði, heldur um það sem framkvæmt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfbærni var ekki fundin upp með Brundtlands-skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 1987, en frá þeim tíma hefur hugtakið sjálfbær þróun (sustainable development) verið notað. Sjálfbær þróun var þar skilgreind sem sú þróun sem fullnægir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gengist undir skuldbindingar varðandi umgengni um þessa einu jörð, enda sameiginlegt viðfangsefni. Árið 2002 samþykkti íslenska ríkið landsstefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi undir yfirskriftinni Velferð til framtíðar. Fjölmörg sveitarfélög og fyrirtæki hafa einnig sett fram leiðir til aukinnar sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið vefst enn fyrir mörgum, en þó fullyrði ég að fáir telja sjálfbæra þróun snúast um flokkun á rusli eins og algengt var í upphafi. Í dag er talað um sjálfbærar borgir, sjálfbærar kauphallir og sjálfbærnistöðu fyrirtækja. Einnig er talað um sjálfbærni skulda og hvort ríkisfjármálin geti talist sjálfbær til lengri tíma. Á sama tíma og utanríkisráðherra Íslands ræddi við kanadískan og norskan kollega um samstarf á sviði sjávarútvegs og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum birtust myndir af Hollywood-leikkonunni Emmu Watson. Emma klæddist síðkjól hönnuðum af Calvin Clein og Eco Age, sem var saumaður með sjálfbærni að leiðarljósi. Af þessu sést að sjálfbærni er augljóslega eftirsóknarverð, hvaða skilning sem fólk leggur í hana. Það verður að teljast góð þróun. Í sumar fór ég með erlenda gesti um landið og úr þeirri ferð er mér minnisstætt hvað sjálfbærni kom oft upp í hugann daginn sem við snæddum í Efstadal II. Þó sá ég það hvergi á prenti. Sama ættin hefur búið á bænum síðan um 1850 og þar reka þau glæsilega ferðaþjónustu með gistingu, veitingastað þar sem boðið var upp á Efstadalssteikur og -borgara, kokteil úr mysu og silung úr nágrenninu. Eftir matinn gátum við notið þess að horfa á kýrnar í fjósinu á meðan við gæddum okkur á gómsætum ís, sem framleiddur er á staðnum, úr Efstadalsmjólk. Frábært dæmi um það hvernig hægt er að byggja upp og auka virði þess sem fyrir er, kynslóð fram af kynslóð. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum hvort sem við stjórnum heimilum, fyrirtækjum eða ríkjum. Lítum okkur nær því þegar allt kemur til alls þá snýst sjálfbær þróun ekki um gildishlaðin orð á blaði, heldur um það sem framkvæmt er.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar