Haldbær sjálfbærni Herdís Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2016 08:00 Sjálfbærni var ekki fundin upp með Brundtlands-skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 1987, en frá þeim tíma hefur hugtakið sjálfbær þróun (sustainable development) verið notað. Sjálfbær þróun var þar skilgreind sem sú þróun sem fullnægir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gengist undir skuldbindingar varðandi umgengni um þessa einu jörð, enda sameiginlegt viðfangsefni. Árið 2002 samþykkti íslenska ríkið landsstefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi undir yfirskriftinni Velferð til framtíðar. Fjölmörg sveitarfélög og fyrirtæki hafa einnig sett fram leiðir til aukinnar sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið vefst enn fyrir mörgum, en þó fullyrði ég að fáir telja sjálfbæra þróun snúast um flokkun á rusli eins og algengt var í upphafi. Í dag er talað um sjálfbærar borgir, sjálfbærar kauphallir og sjálfbærnistöðu fyrirtækja. Einnig er talað um sjálfbærni skulda og hvort ríkisfjármálin geti talist sjálfbær til lengri tíma. Á sama tíma og utanríkisráðherra Íslands ræddi við kanadískan og norskan kollega um samstarf á sviði sjávarútvegs og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum birtust myndir af Hollywood-leikkonunni Emmu Watson. Emma klæddist síðkjól hönnuðum af Calvin Clein og Eco Age, sem var saumaður með sjálfbærni að leiðarljósi. Af þessu sést að sjálfbærni er augljóslega eftirsóknarverð, hvaða skilning sem fólk leggur í hana. Það verður að teljast góð þróun. Í sumar fór ég með erlenda gesti um landið og úr þeirri ferð er mér minnisstætt hvað sjálfbærni kom oft upp í hugann daginn sem við snæddum í Efstadal II. Þó sá ég það hvergi á prenti. Sama ættin hefur búið á bænum síðan um 1850 og þar reka þau glæsilega ferðaþjónustu með gistingu, veitingastað þar sem boðið var upp á Efstadalssteikur og -borgara, kokteil úr mysu og silung úr nágrenninu. Eftir matinn gátum við notið þess að horfa á kýrnar í fjósinu á meðan við gæddum okkur á gómsætum ís, sem framleiddur er á staðnum, úr Efstadalsmjólk. Frábært dæmi um það hvernig hægt er að byggja upp og auka virði þess sem fyrir er, kynslóð fram af kynslóð. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum hvort sem við stjórnum heimilum, fyrirtækjum eða ríkjum. Lítum okkur nær því þegar allt kemur til alls þá snýst sjálfbær þróun ekki um gildishlaðin orð á blaði, heldur um það sem framkvæmt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni var ekki fundin upp með Brundtlands-skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 1987, en frá þeim tíma hefur hugtakið sjálfbær þróun (sustainable development) verið notað. Sjálfbær þróun var þar skilgreind sem sú þróun sem fullnægir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja þörfum sínum. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa gengist undir skuldbindingar varðandi umgengni um þessa einu jörð, enda sameiginlegt viðfangsefni. Árið 2002 samþykkti íslenska ríkið landsstefnu um sjálfbæra þróun á Íslandi undir yfirskriftinni Velferð til framtíðar. Fjölmörg sveitarfélög og fyrirtæki hafa einnig sett fram leiðir til aukinnar sjálfbærni. Sjálfbærnihugtakið vefst enn fyrir mörgum, en þó fullyrði ég að fáir telja sjálfbæra þróun snúast um flokkun á rusli eins og algengt var í upphafi. Í dag er talað um sjálfbærar borgir, sjálfbærar kauphallir og sjálfbærnistöðu fyrirtækja. Einnig er talað um sjálfbærni skulda og hvort ríkisfjármálin geti talist sjálfbær til lengri tíma. Á sama tíma og utanríkisráðherra Íslands ræddi við kanadískan og norskan kollega um samstarf á sviði sjávarútvegs og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum birtust myndir af Hollywood-leikkonunni Emmu Watson. Emma klæddist síðkjól hönnuðum af Calvin Clein og Eco Age, sem var saumaður með sjálfbærni að leiðarljósi. Af þessu sést að sjálfbærni er augljóslega eftirsóknarverð, hvaða skilning sem fólk leggur í hana. Það verður að teljast góð þróun. Í sumar fór ég með erlenda gesti um landið og úr þeirri ferð er mér minnisstætt hvað sjálfbærni kom oft upp í hugann daginn sem við snæddum í Efstadal II. Þó sá ég það hvergi á prenti. Sama ættin hefur búið á bænum síðan um 1850 og þar reka þau glæsilega ferðaþjónustu með gistingu, veitingastað þar sem boðið var upp á Efstadalssteikur og -borgara, kokteil úr mysu og silung úr nágrenninu. Eftir matinn gátum við notið þess að horfa á kýrnar í fjósinu á meðan við gæddum okkur á gómsætum ís, sem framleiddur er á staðnum, úr Efstadalsmjólk. Frábært dæmi um það hvernig hægt er að byggja upp og auka virði þess sem fyrir er, kynslóð fram af kynslóð. Hvert og eitt getum við lagt okkar af mörkum hvort sem við stjórnum heimilum, fyrirtækjum eða ríkjum. Lítum okkur nær því þegar allt kemur til alls þá snýst sjálfbær þróun ekki um gildishlaðin orð á blaði, heldur um það sem framkvæmt er.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun