Vandræðagangur Pétur Gunnarsson skrifar 26. september 2016 07:00 Hvað á að segja um vandræðaganginn sem ríkir í ferðaþjónustunni? Minnir hann ekki á söguna af fátæku hjónunum sem alls óvænt stóð til boða að fá þrjár óskir uppfylltar? Og konan, sem var svöng, óskaði sér bjúga. Við það trylltist bóndinn og í hefndarskyni óskaði hann að bjúgað hoppaði upp á nefið á konunni. Og honum varð að ósk sinni. Þá var aðeins ein ósk eftir og auðmjúk fóru þau fram á að bjúgað hyrfi af nefi kerlingar. Í sárabætur skulum við gera ráð fyrir að þau hafi fengið að éta bjúgað sem eftir stóð. Handarbakavinnan, vindhöggin og vandræðagangurinn sem ríkir í ferðamálum okkar er með hreinum ólíkindum. Staðan er þessi: vel á aðra milljón erlendra ferðamanna steypast yfir landið þessi misserin og viðbúnaður af hálfu hins opinbera er enginn. Ég tel ekki með þegar ráðherra málaflokksins smíðaði apparat utan um flokksgæðing á ofurlaunum sem ungaði út einni tillögu: að einkavæða náðhús hringinn í kringum landið. En vegakerfið, til að mynda, sem á að flytja allt þetta fólk út í dásemdina er með öllu vanbúið, enda deyja erlendir ferðamenn hér eins og flugur, eða öllu heldur eins og farfuglarnir sem umferðin straujar yfir um hásumartímann. Þjónustugeirinn er sá eini sem þekkir sinn vitjunartíma, lundabúðir leggja undir sig miðbæinn, veitingastaðir og barir – og hótel. Rándýrar hótelbyggingar þjóta upp eins og gorkúlur – og munu standa eftir eins og fallnir kúalubbar þegar ferðamannabylgjan hefur fjarað út – því það mun hún gera fyrr eða síðar. Ríkið aftur á móti situr uppi með smáaura í skatttekjur.Ísland hefur breyst í skemmtistað Blasir ekki við að Ísland er þjóðgarður? Innkomugjald á að innheimta með líkum hætti og flugvallarskatt. „Já, en það fælir frá,“ segja ferðaskrifstofurnar, „við erum í samkeppni.“ Og hvað með það, við þurfum einmitt að fækka ferðamönnum, talsvert. Það er ekki hægt að hleypa inn á skemmtistað löngu eftir að hann er orðinn fullur og Ísland hefur breyst í skemmtistað. En hvernig stendur á að okkur er svo fyrirmunað að njóta góðs af gæftum þessa lands? Einhver auðugustu fiskimið í heimi eru notuð til þess að rústa sjávarplássunum og arðurinn settur í troðna og skekna vasa örfárra sem þurfa háþróuð fjármálavísindi til að koma honum fyrir, helst í skattaskjólum. Raforka fallvatnanna er boðin erlendum álrisum sem með gabbhreyfingu koma ofurgróðanum í til þess gerð dótturfélög … Hvernig má þetta vera? Getur verið að svarið sé að við vorum nýlenda í sjö aldir? Við höfum ekki verið sjálfstæð nema í örfá ár. Enn er á meðal okkar fólk sem fæddist árið sem við urðum sjálfstæð, 1918. Við erum byrjendur. Aftur á móti höfum við margra alda reynslu í því að láta traðka á okkur. Og ef við missum hina útlendu herra komum við okkur upp innlendum. Hvað heitir á máli sálfræðinnar þegar menn hafa nautn af því að vera kvaldir? Masókismi? Eða jafnvel sadó-masókismi, þegar kvalalosti og sjálfspíslarhvöt fara saman. Góðir landsmenn, er ekki mál að rísa upp af gólfinu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað á að segja um vandræðaganginn sem ríkir í ferðaþjónustunni? Minnir hann ekki á söguna af fátæku hjónunum sem alls óvænt stóð til boða að fá þrjár óskir uppfylltar? Og konan, sem var svöng, óskaði sér bjúga. Við það trylltist bóndinn og í hefndarskyni óskaði hann að bjúgað hoppaði upp á nefið á konunni. Og honum varð að ósk sinni. Þá var aðeins ein ósk eftir og auðmjúk fóru þau fram á að bjúgað hyrfi af nefi kerlingar. Í sárabætur skulum við gera ráð fyrir að þau hafi fengið að éta bjúgað sem eftir stóð. Handarbakavinnan, vindhöggin og vandræðagangurinn sem ríkir í ferðamálum okkar er með hreinum ólíkindum. Staðan er þessi: vel á aðra milljón erlendra ferðamanna steypast yfir landið þessi misserin og viðbúnaður af hálfu hins opinbera er enginn. Ég tel ekki með þegar ráðherra málaflokksins smíðaði apparat utan um flokksgæðing á ofurlaunum sem ungaði út einni tillögu: að einkavæða náðhús hringinn í kringum landið. En vegakerfið, til að mynda, sem á að flytja allt þetta fólk út í dásemdina er með öllu vanbúið, enda deyja erlendir ferðamenn hér eins og flugur, eða öllu heldur eins og farfuglarnir sem umferðin straujar yfir um hásumartímann. Þjónustugeirinn er sá eini sem þekkir sinn vitjunartíma, lundabúðir leggja undir sig miðbæinn, veitingastaðir og barir – og hótel. Rándýrar hótelbyggingar þjóta upp eins og gorkúlur – og munu standa eftir eins og fallnir kúalubbar þegar ferðamannabylgjan hefur fjarað út – því það mun hún gera fyrr eða síðar. Ríkið aftur á móti situr uppi með smáaura í skatttekjur.Ísland hefur breyst í skemmtistað Blasir ekki við að Ísland er þjóðgarður? Innkomugjald á að innheimta með líkum hætti og flugvallarskatt. „Já, en það fælir frá,“ segja ferðaskrifstofurnar, „við erum í samkeppni.“ Og hvað með það, við þurfum einmitt að fækka ferðamönnum, talsvert. Það er ekki hægt að hleypa inn á skemmtistað löngu eftir að hann er orðinn fullur og Ísland hefur breyst í skemmtistað. En hvernig stendur á að okkur er svo fyrirmunað að njóta góðs af gæftum þessa lands? Einhver auðugustu fiskimið í heimi eru notuð til þess að rústa sjávarplássunum og arðurinn settur í troðna og skekna vasa örfárra sem þurfa háþróuð fjármálavísindi til að koma honum fyrir, helst í skattaskjólum. Raforka fallvatnanna er boðin erlendum álrisum sem með gabbhreyfingu koma ofurgróðanum í til þess gerð dótturfélög … Hvernig má þetta vera? Getur verið að svarið sé að við vorum nýlenda í sjö aldir? Við höfum ekki verið sjálfstæð nema í örfá ár. Enn er á meðal okkar fólk sem fæddist árið sem við urðum sjálfstæð, 1918. Við erum byrjendur. Aftur á móti höfum við margra alda reynslu í því að láta traðka á okkur. Og ef við missum hina útlendu herra komum við okkur upp innlendum. Hvað heitir á máli sálfræðinnar þegar menn hafa nautn af því að vera kvaldir? Masókismi? Eða jafnvel sadó-masókismi, þegar kvalalosti og sjálfspíslarhvöt fara saman. Góðir landsmenn, er ekki mál að rísa upp af gólfinu?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar