Ekki Pútin að þakka að komist var hjá hruni hagkerfis Rússa Lars Christensen skrifar 28. september 2016 09:00 Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið lítið um fagnaðarefni í rússneska hagkerfinu síðan Rússar innlimuðu Krím 18. mars 2014. Hvað verga landsframleiðslu varðar hefur verið stöðugur samdráttur síðan þá og á því leikur enginn vafi að rússneska hagkerfið heldur áfram að berjast í bökkum og það er erfitt að sjá meiriháttar bata handan við hornið. Samdráttur efnahagslífsins hefur hins vegar verið minni en margir – þar á meðal ég – höfðu búist við og við getum sannarlega ekki talað um efnahagslegt hrun.Olíuverð skiptir meira máli en landfræðistjórnmálTil að skilja hvað hefur gerst í rússneska hagkerfinu síðustu tvö ár er gagnlegt að gera greinarmun á eftirspurnarhnykk og framboðsrykk. Þýðingarmesti neikvæði eftirspurnarhnykkurinn sem orðið hefur í rússneska hagkerfinu síðan 2014 er hin skarpa lækkun á olíuverði sem við höfum orðið vitni að síðan um mitt ár 2014. Jafnvel þótt innlimunin og toppurinn á olíuverði hafi átt sér stað með nokkurra mánaða millibili 2014 held ég að þessir tveir atburðir séu næstum algerlega ótengdir, en það breytir ekki þeirri staðreynd að verðfallið á olíu er meiriháttar neikvæður eftirspurnarhnykkur fyrir rússneska hagkerfið. Reyndar tel ég að verðfallið á olíu hafi haft miklu neikvæðari áhrif á rússneska hagkerfið en hinn neikvæði framboðsrykkur sem við höfum séð í formi aukinnar pólitískrar óvissu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum. Að því sögðu hafa aðgerðir ríkisstjórnar Pútíns gert lítið til að draga úr ótta fjárfesta og á því leikur enginn vafi að sýn vestrænna fjárfesta á ástandið í Rússlandi er (með réttu) mjög neikvæð.Fljótandi gengi til bjargarÞannig hefur ríkisstjórn Pútíns ekki beint aukið traust fjárfesta á rússnesku efnahagslífi, en þrátt fyrir það höfum við heldur ekki séð kollsteypu í rússneska hagkerfinu. Reyndar hefur rússneska hagkerfið ekki staðið sig mikið verr en önnur olíuútflutningshagkerfi á síðustu árum. Það er ein augljós ástæða fyrir þessu – Rússland er með fljótandi gengi og rússneski seðlabankinn hefur almennt leyft rúblunni að veikjast til að endurspegla bæði verðfallið á olíu og aukna pólitíska og efnahagslega óvissu. Eftir að hafa fyrst reynt að halda aftur af útsölu rúblunnar síðla árs 2014, með því að hækka stýrivexti verulega og grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum, komst rússneski seðlabankinn greinilega að þeirri niðurstöðu að það væri mikil hætta á hruni fjármálageirans ef rúblunni væri ekki leyft að veikjast. Afleiðingin er sú að frá því snemma árs 2015 var markaðnum að mestu leyft að ákvarða gengi rúblunnar, sem gerði líka seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti verulega. Niðurstaðan er sú að rússneska hagkerfið stendur sannarlega ekki vel og ríkisstjórn Pútíns hefur ekki gert margt til að bæta ástandið, en hin ýmsu áföll sem hafa riðið yfir rússneskt efnahagslíf hafa ekki valdið kollsteypu, þökk sé aðallega fljótandi gengi í Rússlandi. Svo þótt hin veika rúbla sé ekki vinsæl á meðal rússneskra neytenda hefur gengislækkun hennar samt sem áður bjargað rússneska hagkerfinu frá hruni.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun