Grét og starði á vegginn eftir fæðingu dóttur sinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. september 2016 20:15 „Við brunuðum niður á geðdeild, ég og maðurinn minn og litla stelpan okkar,“ segir Kristín Arna Sigurðardóttir, sem þjáðist af alvarlegum fæðingakvíða eftir að hafa eignast fyrstu dóttur sína. Dóttur sem Kristín og maður hennar, Jökull, höfðu eignast með hjálp smásjárfrjóvgunar og biðu með eftirvæntingu. „Ritarinn verður voða hissa þegar hún sér okkur. Að við höfum verið send þangað. En leyfði okkur að hitta einhvern geðlækni og hann kemur inn í sterílt herbergi. Hvítir veggir og ekkert þar inni. Læknirinn spyr hvað hann geti gert fyrir okkur. Ég reyni að lýsa þessu öllu, að ég geti ekki meir og ég verði að fá hjálp,“ útskýrir Kristín. „Ég var reyndar algjörlega búin á því og ég gat eiginlega ekkert talað. Ég var alveg ófær að sjá um sjálfa mig og hvað þá nýfætt barnið. Hann segir við mig að það sé lítið sem hann geti gert, við verðum bara að bíða og sjá. Og þá bara dó eitthvað innra með mér,“ segir Kristín en ítarlegt viðtal við Kristínu og umfjöllun um fæðingarþunglyndi er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.Sæunn segir erfitt fyrir foreldra að hlusta á umræðu um fæðingarþunglyndi- og kvíða.Um 40 íslenskar fjölskyldur eru nú á biðlista til að fá hjálp við fæðingarþunglyndi. Nýleg skýrsla sýnir að það er margfalt dýrara fyrir samfélagið að sinna ekki nýbökuðum foreldrum og börnum fyrstu ár ævi þeirra. „Ágætt að vitna í skýrslu sem var gerð 2015 hjá London school of ecodomics þar sem var reiknað út hvað það kostar annars vegar að sinna þessum hópi og hvað það kostar að gera það ekki. Ef við heimfærum þetta yfir á Ísland, að sinna ekki barnafjölskyldum í þessu ferli, kostar fyrir hvern árgang 7 milljarða. Að sinna þessum hópi sómasamlega myndi kosta um 230 milljónir á ári og við hjá miðstoð foreldra og barna sem eru eini hópurin nsem er að sinan þessu fyrir utan Landspítalann, fáum 20 milljónir á ári. Þannig að það er verið að verja um 10 prósent af því sem þyrfti að verja í þennan málaflokk,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir. Sæunn segir erfitt fyrir foreldra að hlusta á umræðu um fæðingarþunglyndi- og kvíða, þar sem talað er um að vanlíðan þeirra hafi slæm áhrif á barnið. Þeim líði alveg nógu illa án þess að verið sé að strá salti í sárin. „Hinsvegar verðum við að gera það því ráðamenn hafa ekki tekið við skilaboðunum. Þeir eru ekki að forgangsraða þessum málum. Og skapa þeim þann sess í heilbrigðistþjónustunni sem þau verða að fá,“ segir Sæunn. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
„Við brunuðum niður á geðdeild, ég og maðurinn minn og litla stelpan okkar,“ segir Kristín Arna Sigurðardóttir, sem þjáðist af alvarlegum fæðingakvíða eftir að hafa eignast fyrstu dóttur sína. Dóttur sem Kristín og maður hennar, Jökull, höfðu eignast með hjálp smásjárfrjóvgunar og biðu með eftirvæntingu. „Ritarinn verður voða hissa þegar hún sér okkur. Að við höfum verið send þangað. En leyfði okkur að hitta einhvern geðlækni og hann kemur inn í sterílt herbergi. Hvítir veggir og ekkert þar inni. Læknirinn spyr hvað hann geti gert fyrir okkur. Ég reyni að lýsa þessu öllu, að ég geti ekki meir og ég verði að fá hjálp,“ útskýrir Kristín. „Ég var reyndar algjörlega búin á því og ég gat eiginlega ekkert talað. Ég var alveg ófær að sjá um sjálfa mig og hvað þá nýfætt barnið. Hann segir við mig að það sé lítið sem hann geti gert, við verðum bara að bíða og sjá. Og þá bara dó eitthvað innra með mér,“ segir Kristín en ítarlegt viðtal við Kristínu og umfjöllun um fæðingarþunglyndi er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.Sæunn segir erfitt fyrir foreldra að hlusta á umræðu um fæðingarþunglyndi- og kvíða.Um 40 íslenskar fjölskyldur eru nú á biðlista til að fá hjálp við fæðingarþunglyndi. Nýleg skýrsla sýnir að það er margfalt dýrara fyrir samfélagið að sinna ekki nýbökuðum foreldrum og börnum fyrstu ár ævi þeirra. „Ágætt að vitna í skýrslu sem var gerð 2015 hjá London school of ecodomics þar sem var reiknað út hvað það kostar annars vegar að sinna þessum hópi og hvað það kostar að gera það ekki. Ef við heimfærum þetta yfir á Ísland, að sinna ekki barnafjölskyldum í þessu ferli, kostar fyrir hvern árgang 7 milljarða. Að sinna þessum hópi sómasamlega myndi kosta um 230 milljónir á ári og við hjá miðstoð foreldra og barna sem eru eini hópurin nsem er að sinan þessu fyrir utan Landspítalann, fáum 20 milljónir á ári. Þannig að það er verið að verja um 10 prósent af því sem þyrfti að verja í þennan málaflokk,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir. Sæunn segir erfitt fyrir foreldra að hlusta á umræðu um fæðingarþunglyndi- og kvíða, þar sem talað er um að vanlíðan þeirra hafi slæm áhrif á barnið. Þeim líði alveg nógu illa án þess að verið sé að strá salti í sárin. „Hinsvegar verðum við að gera það því ráðamenn hafa ekki tekið við skilaboðunum. Þeir eru ekki að forgangsraða þessum málum. Og skapa þeim þann sess í heilbrigðistþjónustunni sem þau verða að fá,“ segir Sæunn.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira