Ekkert hungur árið 2030 Bryndís Eiríksdóttir skrifar 12. september 2016 13:03 Einn morguninn sat ég ásamt þriggja ára dóttur minni að borða morgunmat þegar hún rekur augun í myndir við blaðagrein um hungursneyð í Suður-Súdan. Hún starði á mynd af alvarlega vannærðum börnum á hennar aldri. Við ræddum aðeins um myndina og ég reyndi að útskýra fyrir henni að þessi börn fái ekki nægan mat að borða. Slíkt er erfitt fyrir barn á hennar aldri að skilja, hafi það aldrei þurft að upplifa þess konar skort. Eftir smá umhugsun lagði hún til að við færum eftir leiksskóla og keyptum mat handa þessum börnum – bara að málið væri svo einfalt. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er í dag framleitt nægilegt magn af matvælum til að fæða alla jarðarbúa. Þrátt fyrir það er talið að einn af hverjum níu í heiminum búi við hungur og þjáist af vannæringu, meiri hluti þeirra býr í minna þróuðum ríkjum. Áskorunin snýst því ekki einungis um að framleiða meiri matvæli heldur þarf að tryggja aðgengi allra að öruggum og næringarríkum matvælum allt árið um kring. Ekkert hungur árið 2030 erannað markmiðið af 17 nýjum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru haustið 2015. Markmiðið miðar að því að „útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.“ Undirmarkmið hafa verið sett m.a. þau að fyrir árið 2030 á að tryggja eðlilega starfsemi matvælamarkaða til þess að takmarka óstöðugleika í matvælaverði í heiminum. Tvöfalda á framleiðni í landbúnaði og auka tekjur smærri matvælaframleiðenda, einkum kvenna, fjölskyldubýla, frumbyggja, hirðingja og fiskimanna, með því tryggja þeim aðgengi að fjármagni, landi, aðföngum og mörkuðum. Fyrir árið 2030 á einnig að tryggja sjálfbært fyrirkomulag matvælaframleiðslu í heiminum. Ekkert hungur árið 2030 er vissulega stórt markmið og ljóst er að við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum m.a. uppskerubrestum vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara ásamt stíðsátökum, sem koma í veg fyrir stöðuga matvælaframleiðslu og draga úr fæðuöryggi. En til þess að ná árangri er nauðsynlegt að setja sér markmið og er nú ljóst að töluverður árangur náðist með Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem runnu út árið 2015. Nú hafa ný markmið tekið við sem samþykkt voru af aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna, nú er brýnt að fylgja þeim eftir. Nánar verður fjallað um markmiðið „Ekkert hungur árið 2030“ á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðin má finna á www.un.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Einn morguninn sat ég ásamt þriggja ára dóttur minni að borða morgunmat þegar hún rekur augun í myndir við blaðagrein um hungursneyð í Suður-Súdan. Hún starði á mynd af alvarlega vannærðum börnum á hennar aldri. Við ræddum aðeins um myndina og ég reyndi að útskýra fyrir henni að þessi börn fái ekki nægan mat að borða. Slíkt er erfitt fyrir barn á hennar aldri að skilja, hafi það aldrei þurft að upplifa þess konar skort. Eftir smá umhugsun lagði hún til að við færum eftir leiksskóla og keyptum mat handa þessum börnum – bara að málið væri svo einfalt. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er í dag framleitt nægilegt magn af matvælum til að fæða alla jarðarbúa. Þrátt fyrir það er talið að einn af hverjum níu í heiminum búi við hungur og þjáist af vannæringu, meiri hluti þeirra býr í minna þróuðum ríkjum. Áskorunin snýst því ekki einungis um að framleiða meiri matvæli heldur þarf að tryggja aðgengi allra að öruggum og næringarríkum matvælum allt árið um kring. Ekkert hungur árið 2030 erannað markmiðið af 17 nýjum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru haustið 2015. Markmiðið miðar að því að „útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.“ Undirmarkmið hafa verið sett m.a. þau að fyrir árið 2030 á að tryggja eðlilega starfsemi matvælamarkaða til þess að takmarka óstöðugleika í matvælaverði í heiminum. Tvöfalda á framleiðni í landbúnaði og auka tekjur smærri matvælaframleiðenda, einkum kvenna, fjölskyldubýla, frumbyggja, hirðingja og fiskimanna, með því tryggja þeim aðgengi að fjármagni, landi, aðföngum og mörkuðum. Fyrir árið 2030 á einnig að tryggja sjálfbært fyrirkomulag matvælaframleiðslu í heiminum. Ekkert hungur árið 2030 er vissulega stórt markmið og ljóst er að við stöndum frammi fyrir miklum áskorunum m.a. uppskerubrestum vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara ásamt stíðsátökum, sem koma í veg fyrir stöðuga matvælaframleiðslu og draga úr fæðuöryggi. En til þess að ná árangri er nauðsynlegt að setja sér markmið og er nú ljóst að töluverður árangur náðist með Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem runnu út árið 2015. Nú hafa ný markmið tekið við sem samþykkt voru af aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna, nú er brýnt að fylgja þeim eftir. Nánar verður fjallað um markmiðið „Ekkert hungur árið 2030“ á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Frekari upplýsingar um Heimsmarkmiðin má finna á www.un.is
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar