Sendiherrar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks! Sendiherrar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks skrifar 14. september 2016 07:00 Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um réttindi fatlaðs fólks urðu til árið 2011. Við erum sex sem erum sendiherrar og við höfum öll reynslu af mannréttindabaráttu. Verkefnið er á vegum Fjölmenntar og er styrkt af velferðarráðuneytinu Hlutverk okkar er að fræða fólk um samninginn. Það er mjög mikilvægt að fatlað fólk sem sé sérfræðingar í samningnum, því hann byggir á því sem er mikilvægt fyrir okkur. Öll höfum við orðið fyrir einhverju misrétti og þess vegna stendur samningurinn okkur svo nærri. Samningurinn fjallar því um það sem skiptir okkur raunverulega máli. Samningurinn er mannréttindasáttmáli. Mannréttindi eru sameiginlegur réttur allra manneskja á jörðinni. Samningurinn er mikilvægur til þess að fatlað fólk fái sömu réttindi og aðrir og að ekki sé brotið á því. Við erum ekki að biðja um að við fáum meiri mannréttindi en annað fólk heldur þau sömu og að borin sé virðing fyrir okkar rétti. Sendiherrarnir eru mikilvægir til þess að kynna samninginn fyrir öðru fólki um allt land. Við höfum farið og kynnt í framhaldsskólunum, við höfum heimsótt vinnustaði þar sem fatlað fólk vinnur, við höfum farið í háskóla, grunnskóla, á alls konar vinnustaði og við höfum haldið kynningar á ráðstefnum og svo höfum við kynnt verkefnið erlendis. Þessar kynningar eru orðnar svo margar að við höfum ekki tölu á þeim.Enn ekki lögfestur hér Samningurinn var undirritaðar af Íslands hálfu í mars 2007. Síðan eru liðin níu ár, það hefur mikið verið fjallað um samninginn, það er búið að skora á stjórnvöld en samt sem áður er ekki búið að lögfesta hann á Íslandi. Ísland er meðal þriggja Evrópulanda sem ekki hafa sett Samninginn um réttindi fatlaðs fólks í lög og fyrir það skömmumst við okkar. Við notum því tækifærið enn og aftur, berjum í borðið og hvetjum þingið til að festa samninginn í lög áður en kosið verður á ný. Það er margt sem þarf að bæta í samfélagi okkar og margt brennur á okkur. Við eigum öll okkar áhugasvið og erum talsmenn ólíkra greina innan samningsins. Við munum því á næstunni birta greinar sem hvert og eitt okkar hefur skrifað sem tengjast atvinnumálum, búsetu, fjölskyldulífi, sjálfstæðu lífi, réttinum til að halda frjósemi sinni, stjórnmálaþátttöku, aðgengi og fleira. Við hlökkum til að kynna samninginn fyrir ykkur og því sem skiptir okkur máli. Gísli BjörnssonÍna Owen ValsdóttirMaría HreiðarsdóttirSkúli Steinar PéturssonÞorvarður Karl ÞorvarðarsonÞórey JóhannesdóttirGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar Samnings Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um réttindi fatlaðs fólks urðu til árið 2011. Við erum sex sem erum sendiherrar og við höfum öll reynslu af mannréttindabaráttu. Verkefnið er á vegum Fjölmenntar og er styrkt af velferðarráðuneytinu Hlutverk okkar er að fræða fólk um samninginn. Það er mjög mikilvægt að fatlað fólk sem sé sérfræðingar í samningnum, því hann byggir á því sem er mikilvægt fyrir okkur. Öll höfum við orðið fyrir einhverju misrétti og þess vegna stendur samningurinn okkur svo nærri. Samningurinn fjallar því um það sem skiptir okkur raunverulega máli. Samningurinn er mannréttindasáttmáli. Mannréttindi eru sameiginlegur réttur allra manneskja á jörðinni. Samningurinn er mikilvægur til þess að fatlað fólk fái sömu réttindi og aðrir og að ekki sé brotið á því. Við erum ekki að biðja um að við fáum meiri mannréttindi en annað fólk heldur þau sömu og að borin sé virðing fyrir okkar rétti. Sendiherrarnir eru mikilvægir til þess að kynna samninginn fyrir öðru fólki um allt land. Við höfum farið og kynnt í framhaldsskólunum, við höfum heimsótt vinnustaði þar sem fatlað fólk vinnur, við höfum farið í háskóla, grunnskóla, á alls konar vinnustaði og við höfum haldið kynningar á ráðstefnum og svo höfum við kynnt verkefnið erlendis. Þessar kynningar eru orðnar svo margar að við höfum ekki tölu á þeim.Enn ekki lögfestur hér Samningurinn var undirritaðar af Íslands hálfu í mars 2007. Síðan eru liðin níu ár, það hefur mikið verið fjallað um samninginn, það er búið að skora á stjórnvöld en samt sem áður er ekki búið að lögfesta hann á Íslandi. Ísland er meðal þriggja Evrópulanda sem ekki hafa sett Samninginn um réttindi fatlaðs fólks í lög og fyrir það skömmumst við okkar. Við notum því tækifærið enn og aftur, berjum í borðið og hvetjum þingið til að festa samninginn í lög áður en kosið verður á ný. Það er margt sem þarf að bæta í samfélagi okkar og margt brennur á okkur. Við eigum öll okkar áhugasvið og erum talsmenn ólíkra greina innan samningsins. Við munum því á næstunni birta greinar sem hvert og eitt okkar hefur skrifað sem tengjast atvinnumálum, búsetu, fjölskyldulífi, sjálfstæðu lífi, réttinum til að halda frjósemi sinni, stjórnmálaþátttöku, aðgengi og fleira. Við hlökkum til að kynna samninginn fyrir ykkur og því sem skiptir okkur máli. Gísli BjörnssonÍna Owen ValsdóttirMaría HreiðarsdóttirSkúli Steinar PéturssonÞorvarður Karl ÞorvarðarsonÞórey JóhannesdóttirGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar