Borinn og gatið Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 14. september 2016 09:00 Tilvitnunin „Fólk sem kaupir borvél er ekki endilega að leita að 6 millimetra bor, það vantar 6 millimetra gat,“ sem tileinkuð er Theodore Levitt hagfræðingi, fjallar um mikilvægi þess að velta fyrir sér spurningunni af hverju og hvert vægi hennar er í vöruþróun, markaðssetningu og sölu. Þó þessi tilvitnun gangi ekki endilega nógu langt í að lýsa lokatakmarkinu með fjárfestingu í borvél, þá minnir hún okkur á hugsunarhátt sem getur verið lífseigur. Hugsunarhátt sem veldur því að við missum ítrekað sjónar á sjálfu lokamarkmiðinu. Fólk vantar nefnilega sjaldnast bara gat. Það er yfirleitt með mynd af einhverju stærra og meira í huga, eins og að sitja á nýsmíðuðum palli og slaka á, eða dást að röð og reglu í nýju hillunum í bílskúrnum. Borinn og gatið hjálpa manni aðeins að komast áleiðis. Þaðan er oft óravegur að framtíðarsýninni sem er myndbirting væntingar um framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Við föllum endurtekið í þá gildru að gera borinn og gatið að aðalatriðinu í stað þess árangurs sem við í raun viljum sjá verða að veruleika. Með því að markaðssetja nýjasta og flottasta borinn höldum við að við getum leyst allar óskir og þrár viðskiptavina okkar. Við gleymum gjarnan að gera okkur grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem viðskiptavinurinn er með í kollinum. Þar með takmörkum við sjóndeildarhringinn og tækifærin fyrir viðskiptavininn að upplifa sig á þeim stað sem hann ætlaði að komast á. Stað þeirrar góðu tilfinningar að hafa náð að skapa virði og geta sýnt fram á árangur. Í stað þess að básúna um fjölbreytta virkni vörunnar, ættum við að sýna viðskiptavininum hvað hann getur gert við vöruna sem skilar honum ávinningi. Framleiðendur Evernote hafa náð þessu. Þeirra skilaboð eru einföld: „Mundu allt.“ Evernote man ekki allt fyrir þig, enda bara hugbúnaður. Sem hefur hins vegar þá virkni að geta geymt þekkingu á skipulagðan hátt. Að muna allt, er það sem þú getur gert með Evernote – það er ávinningurinn. Fólk er nefnilega sjaldnast að leita að vörum og þjónustu, það er að leita að betri útgáfu af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Tilvitnunin „Fólk sem kaupir borvél er ekki endilega að leita að 6 millimetra bor, það vantar 6 millimetra gat,“ sem tileinkuð er Theodore Levitt hagfræðingi, fjallar um mikilvægi þess að velta fyrir sér spurningunni af hverju og hvert vægi hennar er í vöruþróun, markaðssetningu og sölu. Þó þessi tilvitnun gangi ekki endilega nógu langt í að lýsa lokatakmarkinu með fjárfestingu í borvél, þá minnir hún okkur á hugsunarhátt sem getur verið lífseigur. Hugsunarhátt sem veldur því að við missum ítrekað sjónar á sjálfu lokamarkmiðinu. Fólk vantar nefnilega sjaldnast bara gat. Það er yfirleitt með mynd af einhverju stærra og meira í huga, eins og að sitja á nýsmíðuðum palli og slaka á, eða dást að röð og reglu í nýju hillunum í bílskúrnum. Borinn og gatið hjálpa manni aðeins að komast áleiðis. Þaðan er oft óravegur að framtíðarsýninni sem er myndbirting væntingar um framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Við föllum endurtekið í þá gildru að gera borinn og gatið að aðalatriðinu í stað þess árangurs sem við í raun viljum sjá verða að veruleika. Með því að markaðssetja nýjasta og flottasta borinn höldum við að við getum leyst allar óskir og þrár viðskiptavina okkar. Við gleymum gjarnan að gera okkur grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem viðskiptavinurinn er með í kollinum. Þar með takmörkum við sjóndeildarhringinn og tækifærin fyrir viðskiptavininn að upplifa sig á þeim stað sem hann ætlaði að komast á. Stað þeirrar góðu tilfinningar að hafa náð að skapa virði og geta sýnt fram á árangur. Í stað þess að básúna um fjölbreytta virkni vörunnar, ættum við að sýna viðskiptavininum hvað hann getur gert við vöruna sem skilar honum ávinningi. Framleiðendur Evernote hafa náð þessu. Þeirra skilaboð eru einföld: „Mundu allt.“ Evernote man ekki allt fyrir þig, enda bara hugbúnaður. Sem hefur hins vegar þá virkni að geta geymt þekkingu á skipulagðan hátt. Að muna allt, er það sem þú getur gert með Evernote – það er ávinningurinn. Fólk er nefnilega sjaldnast að leita að vörum og þjónustu, það er að leita að betri útgáfu af sjálfu sér.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar