Borinn og gatið Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 14. september 2016 09:00 Tilvitnunin „Fólk sem kaupir borvél er ekki endilega að leita að 6 millimetra bor, það vantar 6 millimetra gat,“ sem tileinkuð er Theodore Levitt hagfræðingi, fjallar um mikilvægi þess að velta fyrir sér spurningunni af hverju og hvert vægi hennar er í vöruþróun, markaðssetningu og sölu. Þó þessi tilvitnun gangi ekki endilega nógu langt í að lýsa lokatakmarkinu með fjárfestingu í borvél, þá minnir hún okkur á hugsunarhátt sem getur verið lífseigur. Hugsunarhátt sem veldur því að við missum ítrekað sjónar á sjálfu lokamarkmiðinu. Fólk vantar nefnilega sjaldnast bara gat. Það er yfirleitt með mynd af einhverju stærra og meira í huga, eins og að sitja á nýsmíðuðum palli og slaka á, eða dást að röð og reglu í nýju hillunum í bílskúrnum. Borinn og gatið hjálpa manni aðeins að komast áleiðis. Þaðan er oft óravegur að framtíðarsýninni sem er myndbirting væntingar um framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Við föllum endurtekið í þá gildru að gera borinn og gatið að aðalatriðinu í stað þess árangurs sem við í raun viljum sjá verða að veruleika. Með því að markaðssetja nýjasta og flottasta borinn höldum við að við getum leyst allar óskir og þrár viðskiptavina okkar. Við gleymum gjarnan að gera okkur grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem viðskiptavinurinn er með í kollinum. Þar með takmörkum við sjóndeildarhringinn og tækifærin fyrir viðskiptavininn að upplifa sig á þeim stað sem hann ætlaði að komast á. Stað þeirrar góðu tilfinningar að hafa náð að skapa virði og geta sýnt fram á árangur. Í stað þess að básúna um fjölbreytta virkni vörunnar, ættum við að sýna viðskiptavininum hvað hann getur gert við vöruna sem skilar honum ávinningi. Framleiðendur Evernote hafa náð þessu. Þeirra skilaboð eru einföld: „Mundu allt.“ Evernote man ekki allt fyrir þig, enda bara hugbúnaður. Sem hefur hins vegar þá virkni að geta geymt þekkingu á skipulagðan hátt. Að muna allt, er það sem þú getur gert með Evernote – það er ávinningurinn. Fólk er nefnilega sjaldnast að leita að vörum og þjónustu, það er að leita að betri útgáfu af sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Tilvitnunin „Fólk sem kaupir borvél er ekki endilega að leita að 6 millimetra bor, það vantar 6 millimetra gat,“ sem tileinkuð er Theodore Levitt hagfræðingi, fjallar um mikilvægi þess að velta fyrir sér spurningunni af hverju og hvert vægi hennar er í vöruþróun, markaðssetningu og sölu. Þó þessi tilvitnun gangi ekki endilega nógu langt í að lýsa lokatakmarkinu með fjárfestingu í borvél, þá minnir hún okkur á hugsunarhátt sem getur verið lífseigur. Hugsunarhátt sem veldur því að við missum ítrekað sjónar á sjálfu lokamarkmiðinu. Fólk vantar nefnilega sjaldnast bara gat. Það er yfirleitt með mynd af einhverju stærra og meira í huga, eins og að sitja á nýsmíðuðum palli og slaka á, eða dást að röð og reglu í nýju hillunum í bílskúrnum. Borinn og gatið hjálpa manni aðeins að komast áleiðis. Þaðan er oft óravegur að framtíðarsýninni sem er myndbirting væntingar um framúrskarandi árangur á einhverju sviði. Við föllum endurtekið í þá gildru að gera borinn og gatið að aðalatriðinu í stað þess árangurs sem við í raun viljum sjá verða að veruleika. Með því að markaðssetja nýjasta og flottasta borinn höldum við að við getum leyst allar óskir og þrár viðskiptavina okkar. Við gleymum gjarnan að gera okkur grein fyrir þeirri framtíðarsýn sem viðskiptavinurinn er með í kollinum. Þar með takmörkum við sjóndeildarhringinn og tækifærin fyrir viðskiptavininn að upplifa sig á þeim stað sem hann ætlaði að komast á. Stað þeirrar góðu tilfinningar að hafa náð að skapa virði og geta sýnt fram á árangur. Í stað þess að básúna um fjölbreytta virkni vörunnar, ættum við að sýna viðskiptavininum hvað hann getur gert við vöruna sem skilar honum ávinningi. Framleiðendur Evernote hafa náð þessu. Þeirra skilaboð eru einföld: „Mundu allt.“ Evernote man ekki allt fyrir þig, enda bara hugbúnaður. Sem hefur hins vegar þá virkni að geta geymt þekkingu á skipulagðan hátt. Að muna allt, er það sem þú getur gert með Evernote – það er ávinningurinn. Fólk er nefnilega sjaldnast að leita að vörum og þjónustu, það er að leita að betri útgáfu af sjálfu sér.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun