Það eru líka konur í fiskeldi! Konur í fiskeldi skrifar 15. september 2016 07:00 Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum var rætt við Orra Vigfússon í fréttum á Bylgjunni. Fór hann þar mikinn og sagði m.a. að fiskeldi skapaði eingöngu nokkur láglaunastörf fyrir karlmenn í takmarkaðan tíma, Íslendingar sæktu ekki í þessi störf og starfsemin gæti orðið baggi á sveitarfélögunum. Okkur langar að svara þessum ósanngjörnu fullyrðingum í stuttu máli. Það eru ekki mörg ár síðan heimabærinn okkar, Bíldudalur, var í mikilli vörn og í raun var stutt í að hér yrði ekki heilsársbyggð. Það kviknaði góður neisti þegar kalkþörungavinnslan hóf starfsemi en segja má að samfélagið hafi fyrst tekið stakkaskiptum þegar Arnarlax hóf starfsemi sína hérna á Bíldudal. Fiskeldi hefur hleypt miklum krafti og bjartsýni í samfélagið á svæðinu. Nú iðar allt af lífi sem sést kannski best á því að leikskólinn og grunnskólinn á Bíldudal eru nánast fullsetnir. Einnig hefur verð á húsnæði tvöfaldast vegna mikillar eftirspurnar. Það er jafnframt sérstaklega gaman að segja frá því að konur með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu hafa fundið fjölbreytt störf við hæfi hjá Arnarlaxi. Í stjórnendateymi fyrirtækisins eru konur m.a. í eftirtöldum stöðum: skrifstofustjóri, starfsmannastjóri, gæðastjórar og verkstjóri. Einnig starfa konur við skipsstjórn, vinnslu, fóðrun og vörubílaakstur. Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega 100 manns af fjölmörgum þjóðernum og eru nánast allir með fasta búsetu á svæðinu. Konur eru rúmlega fjórðungur starfsmanna. Í þessari upptalningu eru ótalin fjöldamörg afleidd störf sem skapast hafa með tilkomu Arnarlax á sunnanverða Vestfirði. Fiskeldi hefur þannig gert Bíldudal, Vesturbyggð og nágrenni að frábærum stað fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum sem vilja setjast hér að til frambúðar. Það þurfti ekki að byggja virkjun, stóriðju eða sökkva landi. Það þurfti ekki ríkisábyrgð, byggðakvóta eða stórfellda meðgjöf frá hinu opinbera. Það sem keyrði áfram þennan viðsnúning er að stórum hluta laxinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þess vegna er stundum þreytandi að sitja endurtekið undir ósanngjarnri gagnrýni sem oft á tíðum kemur frá mönnum sem ekki hafa nokkurn áhuga á samfélaginu hérna eða því fólki sem hér býr. Höldum áfram að ræða allar hliðar fiskeldis, kosti þess og galla því einungis þannig má bæta og byggja undir þessa mikilvægu atvinnugrein. En áður en við föllum í gamalkunnar skotgrafir er rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi fiskeldið hjá Arnarlaxi: Við notum ekki sýklalyf Við notum ekki aflúsunarlyf Við notum ekki erfðabreytt fóður Við notum ekki kopar á netpokana til að koma í veg fyrir gróðursöfnun Við erum ekki með erfðabreyttan fisk Við leggjum mikla áherslu á að stunda fiskeldi í sátt við umhverfið, fólkið og samfélagið í heild Að lokum viljum við hvetja alla til að heimsækja okkur hér í blíðuna á Bíldudal og sjá með eigin augum um hvað málið snýst.Anna Vilborg Rúnarsdóttir starfsmannastjóriIða Marsibil Jónsdóttir skrifstofustjóriLilja Sigurðardóttir gæðastjóriÞóra Dögg Jörundsdóttir gæðastjóriÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar