Parísarsamninginn verður að efna Yfirmenn sendiráða Evrópusambandsins á Íslandi skrifar 15. september 2016 07:00 Síðastliðinn desember komu fulltrúar 195 landa saman í París til að ná samkomulagi um nýjan alþjóðlegan loftslagssáttmála innan rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstaðan fólst í hnattrænni aðgerðaáætlun um að forðast skaðlegar loftslagsbreytingar með því að takmarka hnatthlýnun verulega undir 2°C. Nú, tíu mánuðum eftir þessa sögulegu niðurstöðu, er Evrópusambandið hreykið af hinum metnaðarfulla Parísarsamningi, eins og Íslandi er líka óhætt að vera. Hins vegar er ekkert svigrúm til sjálfumgleði eftir hina árangursríku ráðstefnu: til að framtíðarsýnin um minnkun útblásturs á heimsvísu verði að veruleika þurfum við að fylgja orðum okkar eftir með aðgerðum.Ekki nóg að fullgilda Yfir 180 lönd hafa nú undirritað Parísarsamninginn. 22 lönd hafa lokið við fullgildingu hans og eru þar með aðilar að samkomulaginu. Við hvetjum Ísland til að fullgilda samninginn eins fljótt og auðið er. Fullgilding er mikilvægt skref í innleiðingu Parísarsamningsins en ein og sér mun hún ekki draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eða leiða sjálfkrafa til aðlögunar og fjármögnunar aðgerða. Það er ekki síður mikilvægt að lönd heims komi sér upp þróttmiklum þjóðarloftslagsáætlunum og alþjóðlegri nálgun á vandann.Hagvöxtur jókst við minni losun Að framfylgja samningnum á áþreifanlegan hátt er nokkuð sem ESB og aðildarríki þess taka nú mjög alvarlega. Við stígum fram á við með metnaðarfulla og staðbundna loftslagsstefnumótun, með nýjum tillögum sem hjálpa okkur að ná markmiði okkar um að draga úr útblæstri um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030 og til að halda áfram vegferðinni í átt að lágkolefnahagkerfi. Við heyrum og skiljum áhyggjur af því að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt. En – þvert á móti – við höfum komist að raun um að á sama tíma og við drógum úr losun okkar um 23%, frá árinu 1990, jókst verg landsframleiðsla um 46%.Siðferðileg skylda ríkra ríkja Þróuðum ríkjum ber sérstök skylda til að sýna forystu, bæði á heimaslóðum og með því að styðja berskjölduðustu löndin til að skipta yfir í lágkolefnahagkerfi sem eru þrautseig út frá mælikvarða lofslagsmála. Framlag Íslands til aukinnar nýtingar jarðvarma í vanþróaðri heimshlutum hefur verið mikilvægt. Innan örfárra mánaða munu fulltrúar landa heims koma saman í Marrakesh til að útfæra tæknileg atriði pólitíska samkomulagsins frá París. Að efla getu okkar til aðgerða, meta orðið tjón vegna loftslagsbreytinga og leggja fram vegvísi í átt að fjárhagsmarkmiðum á sviði loftslagsmála, eru aðeins nokkur fyrirliggjandi viðfangsefna. Fram að fundinum munu löndin einnig stefna að því að ná marghliða samningum um takmarkanir á útblæstri flugumferðar og um hvernig hverfa skuli í áföngum frá notkun loftslagsskæðra lofttegunda í kælibúnaði.Sameiginlegt átak okkar allra En það eru ekki aðeins stjórnvöld sem grípa til aðgerða. Fyrirtæki, borgir og félagasamtök hafa öll lykilhlutverki að gegna við þær aðgerðir sem raunverulega skipta sköpum. Eitt dæmi er Reykjavíkurborg sem í síðastliðnum nóvember tók höndum saman með eitt hundrað íslenskum fyrirtækjum sem lýstu sameiginlega yfir áformum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Samkomulagið í París lagði grunninn að verndun hnattarins fyrir komandi kynslóðir. Við verðum að halda þeim skriðþunga því verðlaunin eru þess virði: minni losun, aukið orkuöryggi, betri orkunýting og hagvöxtur byggður á nýsköpun. Það er ærið verk að vinna, og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Ísland.Höfundar eru yfirmenn sendiráða Evrópusambandsins á Íslandi.Herbert Beck sendiherra ÞýskalandsPaul Begley staðgengill sendiherra BretlandsMatthias Brinkmann sendiherra ESBBosse Hedberg sendiherra SvíþjóðarValtteri Hirvonen sendiherra FinnlandsLech Mastalerz yfirmaður sendinefndar PóllandsMette Kjuel Nielsen sendiherra DanmerkurPhilippe O’Quin sendiherra FrakklandsÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn desember komu fulltrúar 195 landa saman í París til að ná samkomulagi um nýjan alþjóðlegan loftslagssáttmála innan rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstaðan fólst í hnattrænni aðgerðaáætlun um að forðast skaðlegar loftslagsbreytingar með því að takmarka hnatthlýnun verulega undir 2°C. Nú, tíu mánuðum eftir þessa sögulegu niðurstöðu, er Evrópusambandið hreykið af hinum metnaðarfulla Parísarsamningi, eins og Íslandi er líka óhætt að vera. Hins vegar er ekkert svigrúm til sjálfumgleði eftir hina árangursríku ráðstefnu: til að framtíðarsýnin um minnkun útblásturs á heimsvísu verði að veruleika þurfum við að fylgja orðum okkar eftir með aðgerðum.Ekki nóg að fullgilda Yfir 180 lönd hafa nú undirritað Parísarsamninginn. 22 lönd hafa lokið við fullgildingu hans og eru þar með aðilar að samkomulaginu. Við hvetjum Ísland til að fullgilda samninginn eins fljótt og auðið er. Fullgilding er mikilvægt skref í innleiðingu Parísarsamningsins en ein og sér mun hún ekki draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eða leiða sjálfkrafa til aðlögunar og fjármögnunar aðgerða. Það er ekki síður mikilvægt að lönd heims komi sér upp þróttmiklum þjóðarloftslagsáætlunum og alþjóðlegri nálgun á vandann.Hagvöxtur jókst við minni losun Að framfylgja samningnum á áþreifanlegan hátt er nokkuð sem ESB og aðildarríki þess taka nú mjög alvarlega. Við stígum fram á við með metnaðarfulla og staðbundna loftslagsstefnumótun, með nýjum tillögum sem hjálpa okkur að ná markmiði okkar um að draga úr útblæstri um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030 og til að halda áfram vegferðinni í átt að lágkolefnahagkerfi. Við heyrum og skiljum áhyggjur af því að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt. En – þvert á móti – við höfum komist að raun um að á sama tíma og við drógum úr losun okkar um 23%, frá árinu 1990, jókst verg landsframleiðsla um 46%.Siðferðileg skylda ríkra ríkja Þróuðum ríkjum ber sérstök skylda til að sýna forystu, bæði á heimaslóðum og með því að styðja berskjölduðustu löndin til að skipta yfir í lágkolefnahagkerfi sem eru þrautseig út frá mælikvarða lofslagsmála. Framlag Íslands til aukinnar nýtingar jarðvarma í vanþróaðri heimshlutum hefur verið mikilvægt. Innan örfárra mánaða munu fulltrúar landa heims koma saman í Marrakesh til að útfæra tæknileg atriði pólitíska samkomulagsins frá París. Að efla getu okkar til aðgerða, meta orðið tjón vegna loftslagsbreytinga og leggja fram vegvísi í átt að fjárhagsmarkmiðum á sviði loftslagsmála, eru aðeins nokkur fyrirliggjandi viðfangsefna. Fram að fundinum munu löndin einnig stefna að því að ná marghliða samningum um takmarkanir á útblæstri flugumferðar og um hvernig hverfa skuli í áföngum frá notkun loftslagsskæðra lofttegunda í kælibúnaði.Sameiginlegt átak okkar allra En það eru ekki aðeins stjórnvöld sem grípa til aðgerða. Fyrirtæki, borgir og félagasamtök hafa öll lykilhlutverki að gegna við þær aðgerðir sem raunverulega skipta sköpum. Eitt dæmi er Reykjavíkurborg sem í síðastliðnum nóvember tók höndum saman með eitt hundrað íslenskum fyrirtækjum sem lýstu sameiginlega yfir áformum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Samkomulagið í París lagði grunninn að verndun hnattarins fyrir komandi kynslóðir. Við verðum að halda þeim skriðþunga því verðlaunin eru þess virði: minni losun, aukið orkuöryggi, betri orkunýting og hagvöxtur byggður á nýsköpun. Það er ærið verk að vinna, og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Ísland.Höfundar eru yfirmenn sendiráða Evrópusambandsins á Íslandi.Herbert Beck sendiherra ÞýskalandsPaul Begley staðgengill sendiherra BretlandsMatthias Brinkmann sendiherra ESBBosse Hedberg sendiherra SvíþjóðarValtteri Hirvonen sendiherra FinnlandsLech Mastalerz yfirmaður sendinefndar PóllandsMette Kjuel Nielsen sendiherra DanmerkurPhilippe O’Quin sendiherra FrakklandsÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar