Parísarsamninginn verður að efna Yfirmenn sendiráða Evrópusambandsins á Íslandi skrifar 15. september 2016 07:00 Síðastliðinn desember komu fulltrúar 195 landa saman í París til að ná samkomulagi um nýjan alþjóðlegan loftslagssáttmála innan rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstaðan fólst í hnattrænni aðgerðaáætlun um að forðast skaðlegar loftslagsbreytingar með því að takmarka hnatthlýnun verulega undir 2°C. Nú, tíu mánuðum eftir þessa sögulegu niðurstöðu, er Evrópusambandið hreykið af hinum metnaðarfulla Parísarsamningi, eins og Íslandi er líka óhætt að vera. Hins vegar er ekkert svigrúm til sjálfumgleði eftir hina árangursríku ráðstefnu: til að framtíðarsýnin um minnkun útblásturs á heimsvísu verði að veruleika þurfum við að fylgja orðum okkar eftir með aðgerðum.Ekki nóg að fullgilda Yfir 180 lönd hafa nú undirritað Parísarsamninginn. 22 lönd hafa lokið við fullgildingu hans og eru þar með aðilar að samkomulaginu. Við hvetjum Ísland til að fullgilda samninginn eins fljótt og auðið er. Fullgilding er mikilvægt skref í innleiðingu Parísarsamningsins en ein og sér mun hún ekki draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eða leiða sjálfkrafa til aðlögunar og fjármögnunar aðgerða. Það er ekki síður mikilvægt að lönd heims komi sér upp þróttmiklum þjóðarloftslagsáætlunum og alþjóðlegri nálgun á vandann.Hagvöxtur jókst við minni losun Að framfylgja samningnum á áþreifanlegan hátt er nokkuð sem ESB og aðildarríki þess taka nú mjög alvarlega. Við stígum fram á við með metnaðarfulla og staðbundna loftslagsstefnumótun, með nýjum tillögum sem hjálpa okkur að ná markmiði okkar um að draga úr útblæstri um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030 og til að halda áfram vegferðinni í átt að lágkolefnahagkerfi. Við heyrum og skiljum áhyggjur af því að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt. En – þvert á móti – við höfum komist að raun um að á sama tíma og við drógum úr losun okkar um 23%, frá árinu 1990, jókst verg landsframleiðsla um 46%.Siðferðileg skylda ríkra ríkja Þróuðum ríkjum ber sérstök skylda til að sýna forystu, bæði á heimaslóðum og með því að styðja berskjölduðustu löndin til að skipta yfir í lágkolefnahagkerfi sem eru þrautseig út frá mælikvarða lofslagsmála. Framlag Íslands til aukinnar nýtingar jarðvarma í vanþróaðri heimshlutum hefur verið mikilvægt. Innan örfárra mánaða munu fulltrúar landa heims koma saman í Marrakesh til að útfæra tæknileg atriði pólitíska samkomulagsins frá París. Að efla getu okkar til aðgerða, meta orðið tjón vegna loftslagsbreytinga og leggja fram vegvísi í átt að fjárhagsmarkmiðum á sviði loftslagsmála, eru aðeins nokkur fyrirliggjandi viðfangsefna. Fram að fundinum munu löndin einnig stefna að því að ná marghliða samningum um takmarkanir á útblæstri flugumferðar og um hvernig hverfa skuli í áföngum frá notkun loftslagsskæðra lofttegunda í kælibúnaði.Sameiginlegt átak okkar allra En það eru ekki aðeins stjórnvöld sem grípa til aðgerða. Fyrirtæki, borgir og félagasamtök hafa öll lykilhlutverki að gegna við þær aðgerðir sem raunverulega skipta sköpum. Eitt dæmi er Reykjavíkurborg sem í síðastliðnum nóvember tók höndum saman með eitt hundrað íslenskum fyrirtækjum sem lýstu sameiginlega yfir áformum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Samkomulagið í París lagði grunninn að verndun hnattarins fyrir komandi kynslóðir. Við verðum að halda þeim skriðþunga því verðlaunin eru þess virði: minni losun, aukið orkuöryggi, betri orkunýting og hagvöxtur byggður á nýsköpun. Það er ærið verk að vinna, og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Ísland.Höfundar eru yfirmenn sendiráða Evrópusambandsins á Íslandi.Herbert Beck sendiherra ÞýskalandsPaul Begley staðgengill sendiherra BretlandsMatthias Brinkmann sendiherra ESBBosse Hedberg sendiherra SvíþjóðarValtteri Hirvonen sendiherra FinnlandsLech Mastalerz yfirmaður sendinefndar PóllandsMette Kjuel Nielsen sendiherra DanmerkurPhilippe O’Quin sendiherra FrakklandsÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn desember komu fulltrúar 195 landa saman í París til að ná samkomulagi um nýjan alþjóðlegan loftslagssáttmála innan rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Niðurstaðan fólst í hnattrænni aðgerðaáætlun um að forðast skaðlegar loftslagsbreytingar með því að takmarka hnatthlýnun verulega undir 2°C. Nú, tíu mánuðum eftir þessa sögulegu niðurstöðu, er Evrópusambandið hreykið af hinum metnaðarfulla Parísarsamningi, eins og Íslandi er líka óhætt að vera. Hins vegar er ekkert svigrúm til sjálfumgleði eftir hina árangursríku ráðstefnu: til að framtíðarsýnin um minnkun útblásturs á heimsvísu verði að veruleika þurfum við að fylgja orðum okkar eftir með aðgerðum.Ekki nóg að fullgilda Yfir 180 lönd hafa nú undirritað Parísarsamninginn. 22 lönd hafa lokið við fullgildingu hans og eru þar með aðilar að samkomulaginu. Við hvetjum Ísland til að fullgilda samninginn eins fljótt og auðið er. Fullgilding er mikilvægt skref í innleiðingu Parísarsamningsins en ein og sér mun hún ekki draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, eða leiða sjálfkrafa til aðlögunar og fjármögnunar aðgerða. Það er ekki síður mikilvægt að lönd heims komi sér upp þróttmiklum þjóðarloftslagsáætlunum og alþjóðlegri nálgun á vandann.Hagvöxtur jókst við minni losun Að framfylgja samningnum á áþreifanlegan hátt er nokkuð sem ESB og aðildarríki þess taka nú mjög alvarlega. Við stígum fram á við með metnaðarfulla og staðbundna loftslagsstefnumótun, með nýjum tillögum sem hjálpa okkur að ná markmiði okkar um að draga úr útblæstri um að minnsta kosti 40% fyrir árið 2030 og til að halda áfram vegferðinni í átt að lágkolefnahagkerfi. Við heyrum og skiljum áhyggjur af því að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum geti haft neikvæð áhrif á hagvöxt. En – þvert á móti – við höfum komist að raun um að á sama tíma og við drógum úr losun okkar um 23%, frá árinu 1990, jókst verg landsframleiðsla um 46%.Siðferðileg skylda ríkra ríkja Þróuðum ríkjum ber sérstök skylda til að sýna forystu, bæði á heimaslóðum og með því að styðja berskjölduðustu löndin til að skipta yfir í lágkolefnahagkerfi sem eru þrautseig út frá mælikvarða lofslagsmála. Framlag Íslands til aukinnar nýtingar jarðvarma í vanþróaðri heimshlutum hefur verið mikilvægt. Innan örfárra mánaða munu fulltrúar landa heims koma saman í Marrakesh til að útfæra tæknileg atriði pólitíska samkomulagsins frá París. Að efla getu okkar til aðgerða, meta orðið tjón vegna loftslagsbreytinga og leggja fram vegvísi í átt að fjárhagsmarkmiðum á sviði loftslagsmála, eru aðeins nokkur fyrirliggjandi viðfangsefna. Fram að fundinum munu löndin einnig stefna að því að ná marghliða samningum um takmarkanir á útblæstri flugumferðar og um hvernig hverfa skuli í áföngum frá notkun loftslagsskæðra lofttegunda í kælibúnaði.Sameiginlegt átak okkar allra En það eru ekki aðeins stjórnvöld sem grípa til aðgerða. Fyrirtæki, borgir og félagasamtök hafa öll lykilhlutverki að gegna við þær aðgerðir sem raunverulega skipta sköpum. Eitt dæmi er Reykjavíkurborg sem í síðastliðnum nóvember tók höndum saman með eitt hundrað íslenskum fyrirtækjum sem lýstu sameiginlega yfir áformum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs. Samkomulagið í París lagði grunninn að verndun hnattarins fyrir komandi kynslóðir. Við verðum að halda þeim skriðþunga því verðlaunin eru þess virði: minni losun, aukið orkuöryggi, betri orkunýting og hagvöxtur byggður á nýsköpun. Það er ærið verk að vinna, og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Ísland.Höfundar eru yfirmenn sendiráða Evrópusambandsins á Íslandi.Herbert Beck sendiherra ÞýskalandsPaul Begley staðgengill sendiherra BretlandsMatthias Brinkmann sendiherra ESBBosse Hedberg sendiherra SvíþjóðarValtteri Hirvonen sendiherra FinnlandsLech Mastalerz yfirmaður sendinefndar PóllandsMette Kjuel Nielsen sendiherra DanmerkurPhilippe O’Quin sendiherra FrakklandsÞessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun