Arkitektúr og túrismi – fyrsti hluti Dagur Eggertsson skrifar 15. september 2016 00:00 Ekki hefur farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur stóraukist síðustu árin. Þetta hefur bæði aflað ríkissjóði kærkomins gjaldeyris og skapað atvinnutækifæri sem rík þörf var á eftir hrun. En hverjar eru hugmyndirnar og hugsjónirnar á bak við þróun ferðamannastaða? Þetta eru áleitnar hugsanir sem við í hönnunargeiranum reynum að spyrja okkur sjálf að þegar farið er af stað með hönnunarverkefni. Hér eru nokkrar hugleiðingar eftir hringferð um landið í júlí 2016.Ástand mála Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég leyft mér að horfa með gestsauga á umhverfið og njóta einstakrar náttúru Íslands á ferðum um landið jafnframt því að rýna á bak við sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um landið allt frá æsku. Oft verður maður samt var við hluti sem erfitt er að útskýra fyrir sjálfum sér og erlendum ferðafélögum. Þetta á sér í lagi við um hið byggða umhverfi við fjölsótta ferðamannastaði og náttúruperlur landsins. Mikilvægt er að undirstrika að vel hefur verið haldið á málunum við þróun fjölmargra staða á landinu. Eldheimar í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og sundlaugin á Hofsósi eru fáein af mörgum mannvirkjum sem unun er að sækja heim einfaldlega vegna þess að heildræn hugsun býr að baki. Engu að síður er margt sem borið er á borð fyrir ferðamenn og almenning töluvert lakara. Auðvitað má útskýra megnið af því sem ber fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna. Og hvers vegna ekki að leyfa sér að hrífast af þeim þokka sem tengist sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur Íslendingum er í blóð borin? Að gera hlutina á einfaldan hátt er hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt hefur haldið þessu fámenna þjóðfélagi gangandi í gegnum aldirnar.Drífum í því Við köllum þetta pragmatisma á fagmáli eða gagnsemishyggju eins og hugtakið útleggst á íslensku og njótum þess að skoða fyrirbæri eins og þessi með augum sérfræðingsins, jafnvel notfæra okkur slík vinnubrögð þegar við á. Pragmatismi er eðlilegur hluti af starfi hönnuða og má meðal annars nota til að útskýra hvernig byggingarhefðir hafa þróast út um allan heim. Það er samt sem áður töluverður munur á þeim pragmatisma sem ræður í ferðamannaiðnaðinum hér á landi og þeim hefðum og aðferðafræði í arkitektúr sem hafa fengið að þróast um aldir. Munurinn er sá sem ég vék að í upphafi greinarinnar – hugsunin sem býr að baki.Græðgi Því miður er fátt annað en hugsun um peninga sem sýnist ráða ferð í þróun ferðamannastaða á Íslandi. Fjárfestingarnar virðast eiga að vera sem minnstar og afkasta sem mestu á sem stystum tíma. Við lesum um það í fjölmiðlum að tekjur ferðaþjónustufyrirtækja hafi margfaldast á síðustu árum og mörg hver velti milljörðum. Tekjur þessar eru lítið notaðar til að þróa og bæta svæðin, en renna fremur beint í vasana á hluthöfunum sem vilja og krefjast meira. Landeigendur eru oft lítils megandi sveitarfélög eða bændur sem þurfa því að standa straum af kostnaði við að sjá ferðamönnum fyrir salernisaðstöðu og nauðsynlegri þjónustu. Það er því ekki skrýtið að leitað sé leiða til að gera hlutina á fljótlegan, einfaldan og ódýran hátt. En er það hægt til frambúðar? Það er vafasamt, vegna þess að álagið á landinu er orðið svo mikið að víða er það stórlega farið að láta á sjá af ágangi fólks og fjármagn ekki til nauðsynlegra umbóta til að koma í veg fyrir varanlegt tjón. Umhverfisstofnun hefur á síðustu árum tekið saman upplýsingar í bæklingnum „Rauði listinn“ um svæði í hættu sem á ríkt erindi til almennings[i]. Geysissvæðið er dæmi um svæði sem þarf að taka fyrir sem allra fyrst. Þar er byggingamagn orðið meira en góðu hófi gegnir, heildarmynd vantar á stíga, göngupalla og skilti, og upplýsingum um sögu og jarðfræði svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis stingur byggingarstíllinn í stúf og er að öllum líkindum fremur notaður til að vekja athygli en að laga byggingarnar að umhverfinu. Víða hafa landeigendur líka séð sér leik á borði og leigt einkaaðilum aðgang að náttúruminjum, sem aftur selja ævintýri í Hollywood-stíl til túrista á uppsprengdu verði. Af þessu fást tekjur en smám saman einkavæðist náttúran og við Íslendingar sjálfir kynnumst ekki náttúru okkar nema með vasana fulla af peningum. Er það þróun sem við erum sátt við? [i] Rauði listinn – svæði í hættu. Yfirlit til umhverfis- og auðlindaráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014. https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/raudi_listinn_2014.pdf Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið fram hjá neinum að fjöldi ferðamanna á Íslandi hefur stóraukist síðustu árin. Þetta hefur bæði aflað ríkissjóði kærkomins gjaldeyris og skapað atvinnutækifæri sem rík þörf var á eftir hrun. En hverjar eru hugmyndirnar og hugsjónirnar á bak við þróun ferðamannastaða? Þetta eru áleitnar hugsanir sem við í hönnunargeiranum reynum að spyrja okkur sjálf að þegar farið er af stað með hönnunarverkefni. Hér eru nokkrar hugleiðingar eftir hringferð um landið í júlí 2016.Ástand mála Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég leyft mér að horfa með gestsauga á umhverfið og njóta einstakrar náttúru Íslands á ferðum um landið jafnframt því að rýna á bak við sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um landið allt frá æsku. Oft verður maður samt var við hluti sem erfitt er að útskýra fyrir sjálfum sér og erlendum ferðafélögum. Þetta á sér í lagi við um hið byggða umhverfi við fjölsótta ferðamannastaði og náttúruperlur landsins. Mikilvægt er að undirstrika að vel hefur verið haldið á málunum við þróun fjölmargra staða á landinu. Eldheimar í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og sundlaugin á Hofsósi eru fáein af mörgum mannvirkjum sem unun er að sækja heim einfaldlega vegna þess að heildræn hugsun býr að baki. Engu að síður er margt sem borið er á borð fyrir ferðamenn og almenning töluvert lakara. Auðvitað má útskýra megnið af því sem ber fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna. Og hvers vegna ekki að leyfa sér að hrífast af þeim þokka sem tengist sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur Íslendingum er í blóð borin? Að gera hlutina á einfaldan hátt er hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt hefur haldið þessu fámenna þjóðfélagi gangandi í gegnum aldirnar.Drífum í því Við köllum þetta pragmatisma á fagmáli eða gagnsemishyggju eins og hugtakið útleggst á íslensku og njótum þess að skoða fyrirbæri eins og þessi með augum sérfræðingsins, jafnvel notfæra okkur slík vinnubrögð þegar við á. Pragmatismi er eðlilegur hluti af starfi hönnuða og má meðal annars nota til að útskýra hvernig byggingarhefðir hafa þróast út um allan heim. Það er samt sem áður töluverður munur á þeim pragmatisma sem ræður í ferðamannaiðnaðinum hér á landi og þeim hefðum og aðferðafræði í arkitektúr sem hafa fengið að þróast um aldir. Munurinn er sá sem ég vék að í upphafi greinarinnar – hugsunin sem býr að baki.Græðgi Því miður er fátt annað en hugsun um peninga sem sýnist ráða ferð í þróun ferðamannastaða á Íslandi. Fjárfestingarnar virðast eiga að vera sem minnstar og afkasta sem mestu á sem stystum tíma. Við lesum um það í fjölmiðlum að tekjur ferðaþjónustufyrirtækja hafi margfaldast á síðustu árum og mörg hver velti milljörðum. Tekjur þessar eru lítið notaðar til að þróa og bæta svæðin, en renna fremur beint í vasana á hluthöfunum sem vilja og krefjast meira. Landeigendur eru oft lítils megandi sveitarfélög eða bændur sem þurfa því að standa straum af kostnaði við að sjá ferðamönnum fyrir salernisaðstöðu og nauðsynlegri þjónustu. Það er því ekki skrýtið að leitað sé leiða til að gera hlutina á fljótlegan, einfaldan og ódýran hátt. En er það hægt til frambúðar? Það er vafasamt, vegna þess að álagið á landinu er orðið svo mikið að víða er það stórlega farið að láta á sjá af ágangi fólks og fjármagn ekki til nauðsynlegra umbóta til að koma í veg fyrir varanlegt tjón. Umhverfisstofnun hefur á síðustu árum tekið saman upplýsingar í bæklingnum „Rauði listinn“ um svæði í hættu sem á ríkt erindi til almennings[i]. Geysissvæðið er dæmi um svæði sem þarf að taka fyrir sem allra fyrst. Þar er byggingamagn orðið meira en góðu hófi gegnir, heildarmynd vantar á stíga, göngupalla og skilti, og upplýsingum um sögu og jarðfræði svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis stingur byggingarstíllinn í stúf og er að öllum líkindum fremur notaður til að vekja athygli en að laga byggingarnar að umhverfinu. Víða hafa landeigendur líka séð sér leik á borði og leigt einkaaðilum aðgang að náttúruminjum, sem aftur selja ævintýri í Hollywood-stíl til túrista á uppsprengdu verði. Af þessu fást tekjur en smám saman einkavæðist náttúran og við Íslendingar sjálfir kynnumst ekki náttúru okkar nema með vasana fulla af peningum. Er það þróun sem við erum sátt við? [i] Rauði listinn – svæði í hættu. Yfirlit til umhverfis- og auðlindaráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014. https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/raudi_listinn_2014.pdf Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar